Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 40
Bjaini Ásgeirsson alþingismaður:
ISLENZKUR
LANDRONAÐUR
Stutt yfirlit um liðnar aldir.
Það má segja að saga íslenzka landbúnað-
arins og íslenzku þjóðarinnar, sé ein og hin
sama allt fram á síðari hluta 19. aldarinnar.
Þjóðin var bændaþjóð frá upphafi vega og
yfirgnæfandi meirihluti hennar hafði fram-
færi sitt af landbúnaði fram undir aldamótin
1900. Þó að hér væri jafnan stundaður veiði-
skapur meðfram landbúnaðinum, þá var sú
starfsemi lengst af sem einn liður í störfum
bændanna, sem sóttu, eða létu húskarla sína
sækja á sjóinn og fara til veiðifanga vissa
tíma árs, og færa þá björg í búið. Einnig var
þá stundaður margskonar iðnaður á heimil-
unum samhliða öðrum bússtörfum einkum
vetrarmánuðina. Þannig voru bændurnir allt
í senn, bændur, sjómenn og iðnaðarmenn.
Þeir voru engin sérstök stétt, heldur þjóðin
sjálf.
Þegar líða tekur á 19. öldina, fara að ger-
ast nokkrar breytingar í þessum efnum. Sjáv-
arútgerðin færist nú smám saman í aukana.
Sjóþorpin stækka og önnur ný myndast.
Smám saman skapast hér íslenzk sjómanna-
stétt, er einvörðungu sinnir því starfi. Um
svipað leyti rís upp ný starfsstétt í þjóðfélag-
inu, verzlunarstéttin, og færist fljótt í auk-
38
ana. Bráðlega skýtur svo upp kolli visir að
íslenzkri iðnaðarstétt. Með eflingu íslenzkrar
bankastarfsemi upp úr aldamótunum fleygir
þessari þróun fram. Fjármagnið dregst ó-
sjálfrátt að hinum nýju starfsgreinum, er
reyndust arðgjöfulli en landbúnaðurinn með
sínum aldagömlu starfsaðferðum. Fram-
leiðslutæki sjávarútvegsins fullkomnast stig
af stigi. Fyrir aldamótin höfðu seglskúturnar
leyst árabátana að nokkru leyti af hólmi, og
síðar taka togararnir og vélbátarnir við af
þeim.
Bæirnir þjóta upp hver af öðrum með ný
og fjölbreytt atvinnuskilyrði, en starfshættir
haldast lítt breyttir við landbúnað, og um-
bætur þar eru stórstígar lengi vel. Þyrpist nú
fólkið úr sveitunum til kaupstaða og sjávar-
þorpa, en að sama skapi fækkar þeim, sem
landbúnað stunda.
Eftirfarandi tölur tala skýru máli um þessa
þróun:
Árið 1880 stunduðu landb. 73.2% þjóðarinnar
— 1900
— 1920
— 1930
— 1940
— — 51. % —
— — 42.9% —
— — 35.8% —
— — 30.0% —
Þegar endurreisnarbarátta þjóðarinnar tók
STÚDENTABLAÐ