Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 28
Ottó N. Þorláksson fyrsti forseti Alþýöusambands fslands víkur. Bárufélögin lögðust niður á fyrsta tug þessarar aldar. Á Eyrarbakka og Stokkseyri var þeim þó breytt í aimenn verkalýðsfélög. Þessi félög, sem nú hafa verið nefnd, verð- ur að telja brautryðjendur verkalýðsfélags- skapar á fslandi, og það er ekki á færi okkar, sem komið höfum í fylkingarnar síðustu 20— 30 árin, að meta svo sem vert er kjark og framsóknarhug þeirra, er voru frumherjar og brjóstvörn þessa félagsskapar á bernskuskeiði hans. VERKEFNIN Aðalhlutverk verkalýðsfélaga var og er að vinna að kjarabótum félagsmanna. Þetta eitt hefði verið ærið starf fyrir þessi fámennu og fátæku félög, sem vissulega voru fædd í ónáð margra mikilsmegandi manna. Þau einskorð- uðu þó ekki starfssvið sitt eingöngu við þetta, heldur héldu þau uppi ýmislegri fræðslu og nutu til þess liðveizlu nokkurra mennta- manna, sem sáu og skildu, að þjóðinni var hollast að verkamaðurinn væri maður með mönnum, en ekki aðeins hugsunarlítið vinnu- dýr, sem færi möglunarlaust út á gaddinn, þegar atvinnurekandinn þyrfti ekki lengur á vinnu hans að haida. Verkalýðsfélögin stofnuðu einnig, þrátt fyrir fátækt sina, styrktar- og sjúkrasjóði til hjálpar bágstöddum og sjúkum félögum sín- um. Þessir sjóðir hafa ekki verið öflugir og því ekki megnað að bæta mikið böl, en við- leitnin sýnir samábyrgðartilfinningu þessara brautryðjenda gagnvart meðbræðrum sínum. Fyrsta reglulega sjúkrasamlagið hér á landi var stofnað og starfrækt innan Hins islenzka prentarafélags. FLEIRI HEFJAST HANDA Um og eftir aldamótin voru stofnuð verka- lýðsfélög, þó að ekki færu af þeim miklar sögur. Árið 1906 var stofnað í Reykjavík Verkamannafélagið Dagsbrún, sem nú er langf jölmennasta verkalýðsfélag landsins. Um þessar mundir gerðist fleira. Akureyrarfélag- ið var endurstofnað, og stofnað var Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. Þá hóf og göngu sína fyrsta málgagn verkamanna hér á landi, nefndist það Alþýðublaðið, gefið út af nokkrum Alþýðumönnum. Ritstjóri þess var Pétur G. Guðmundsson bókbindari, sem mjög kemur við sögu vei'kalýðshreyfingarinnar á Islandi. Blaðið lifði skamma stund, en mun þó hafa vakið marga til hugsunar um hag og heiður verkalýðsins. Alþýðublaðið kvaðst berjast fyrir: Pétur G. Guömundsson ritstjóri fyrsta verkamannabiuösins á lslandi 2Í> STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.