Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 51

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 51
vinnulaunum. Með afli fossanna getum vér framleitt hér byggingarefni, svo að þjóðin geti húsað land sitt svo, að sjálfstæð þjóð þurfi ekki að bera kinnroða fyrir. I landi voru er gnægð af heitu vatni til að hita upp hí- býli vor og til að hjálpa gróðri iandsins til að vaxa og dafna. Og ennþá er landið svo lítt kannað, að ekki er hægt að segja, að hve ríkulegu nægtaborði það getur boðið, þegar þjóðinni gefst kostur á að vinna fyrir sér. Nú, er vér fögnum lýðveldi voru og fullu sjálfstæði, verður það að vera fyrsta verk lýðveldisins að hefja landnám að nýju á Is- landi, þar sem tæknin verður tekin í þjón- ustu þjóðarinnar til að fullnýta auðlindir landsins. I því landnámi verður öll þjóðin að taka þátt, ekki síður en í lýðveldiskosningun- um, og það landnám verður að vera eign alir- ar þjóðarinnar eins og heiðurinn af kosninga- sigrinum. Þótt ég hafi hér gert iðnaðarstéttina aðal- lega að umræðuefni, krefst ég ekki neinna réttinda henni til handa fram yfir aðrar at- vinnustéttir þjóðarinnar. En fyrir hana krefst ég þess, að hún fái að gera skyldu sina í því að skapa hér nýja, heilsteypta iðnmenningu, sem grundvallast á atvinnuiegu, efnahagslegu og menningarlegu öryggi. Og ég veit að hún er reiðubúin til að hefja bróðurlega—félags- lega samkeppni við aðrar atvinnustéttir við að klæða og byggja upp landið til andlegrar og efnalegrar — menningarlegrar velmegun- ar fyrir þjóðarheildina: ,,Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs“. (E. B.). ISÍSLENZKUR LANDBÚNAÐUR Framhald af bls. 44. Þó má búast við því, að í ýmsum greinum verði sú samkeppni íslenzkum staðháttum ofurefli. Kemur þá til kasta bændanna að skipuleggja framleiðsluna þannig, að hún nýt- ist sem bezt fyrir þjóðina, og að skipta með sér verkum þannig, að hver vörutegund verði framleidd þar sem skilyrðin eru bezt. Rafmagnið og sveitirnar. Engra almennra umbóta er jafnknýjandi þörf fyrir landbúnaðinn og aðgangur að ódýrri raforku. Mundi það umskapa sveita- störfin og sveitalífið, létta vinnuna, einkum húsmæðranna, og gera heimilin bjartari og vistlegri. Er nú verið að gera áætlun um raf- magnskerfi landsins og þá einnig um sveitirn- ar. Þetta kerfi þarf að fullkomna sem fyrst og marka fyrir framtíðarorkulínum í hverri sveit. Víoast er byggðin enn það strjál, að ekki er unnt að ráðast þar i framkvæmdir þessar sökum hins mikla kostnaðar á hvert býli. En eftir að búið væri að marka fyrir því, hvar línan skuli iiggja í framtíðinni, mundi víða verða hafist handa að þétta byggðina á þeirri línu, og væri jafnvel ekki frágangssök að þoka til eldri býlum, þar sem ekki hafa verið reistar varanlegar byggingar, svo að þau féllu inn í hið fyrirhugaða kerfi. Er þannig engin þörf að færa alla bændabyggðina í fá þétt- býlishverfi til þess að hún verði raforku að- njótandi. Sums staðar er byggðinni nú þegar þannig fyrirkomið, að rafmagnsleiðslur geta borið sig alla leið inn í innstu dali. Landið og þjóðin. Það hefur nú um skeið margt þótt bera meiri fjárhagslegan arð og árangur hér á landi en að stunda landbúnað, og fé það sem varið er til ræktunar og landgræðslu þykir lít- inn gróða gefa. Þrátt fyrir þetta ætti þjóðin jafnan að minnast þess, að landið er hennar eina trygga eign. Auðlindir sævarins, þær er landinu fylgja, verða varla varðar fyrir á- gangi erlendra þjóða. En allt sem hún leggur í landið sitt til að auka gróður þess og frjó- semi, getur borið henni ávexti um aldir. Bjarni Ásgeirsson. STÚDENTABLAÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.