Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 25
í kjölfari þess bókmenntalegum afrekum, en
bregður skjótt til hins verra og verður um
aldaraðir upptalning á frelsisskerðingum,
drepsóttum, eldgosum og alls konar hörm-
ungum, svo að við sjálft lá, að dönsku hús-
bændurnir flyttu okkur suður á Jótlands-
heiðar, af því að það borgaði sig betur að
hafa okkur þar, en þá vorum við svo heppn-
ir að eignast nokkra dugandi menn, sem tóku
við hver af öðrum og létu þjóðina og að lok-
um Dani skilja það, að það fyrsta sem þjóð-
ina vantaði, væri að ráða sér sjálf.
Hinn ungi nemandi sá og skildi, hvernig
frelsi og framfarir haldast í hendur, því að
aldrei þreyttist fuliorðna fólkið á að tala um
breytingarnar, sem orðið höfðu til batnaðar
síðustu áratugina, og hvarvetna á sviðum at-
vinnulífsins mátti sjá, að þjóðin var að vakna
af löngum dásvefni. Kreppan kom — reyndi
á þolrif íslenzku þjóðarinnar, en bugaði hana
ekki.
Eitt vorið, rétt áður en prófin byrja, vakn-
ar stúdentinn snemma morguns við það, að
ísland er hernumið land, en stórþjóðir heims-
ins háðu stríð um það leyti samkvæmt gam-
alli venju eftir 25 ára hvíld.
fslenzki stúdentinn, sem hafði lært að elska
menninguna, frelsið og föðurlandið og bar i
brjósti rótgróna fyrirlitningu og vantrú á
hernaði og hernaðartækjum og því málefni,
sem hyggst að beita mannvigum sér til fram-
dráttar eða varnar, hann sá f jallkonuna móð-
ur sína ataða í morðvélum, sem byltust eftir
jörðinni eins og hungruð skriðdýr, og ban-
vænar morðflugur sveima gargandi í mikilli
mergð yfir höfði hennar.
Hann sá gulgrænar mannverur fylla stræti
höfuoborgarinnar og helztu kauptúna á land-
inu. Hann sá hvernig nokkrir hinna skap-
gerðarveilustu meðal landa hans voru her-
numdir vun leið og landið, en hann sá líka, að
mikið af þjóðinni skildi yfirvofandi hættu,
klæddist hlutleysisbrynjunni og beið þess
tíma, er gjörningaveðrið lægði og þórdunur
styrjaldarinnar þögnuðu til fulls.
Stúdentinn heyrði þytinn af lúðri stríðs-
áróðursins, sem lét öllum flugvélum hærra
STÚDENTABLAÐ
og þeyttur var í kvikmyndum, blaðaskrifum
og ræðuhöldum. Hann las hinar daglegu
brýningar blaðanna um það, að nú gæti eng-
inn verið hlutlaus og nú yrði hver og einn
íslendingur að taka afstöðu með öðrum hvor-
um aðilanum, og aldrei leið sá dagur, að hann
sæi ekki langar og fræðilegar blaðagreinar
um stríðsmarkmið, stríðsaðferðir og stríðs-
menn annars aðilans. Tilgangurinn var að
vekja samúð, og þessi samúð varð svo sterk,
að slíkt mun fátítt í hernumdu landi.
I þessu moldviðri rofaði nokkuð til, er
þjóðin mundi skyndilega eftir sjálfri sér. Það
var ekki hreinlega gengið frá málunum við
Dani, en stundin til þess var komin. Ungi
stúdentinn getur verið forsjóninni margfald-
lega þakklátur fyrir það, að hann fékk að
vera þátttakandi í lokaskrefi sjálfsstæðisbai’-
áttunnar við Dani. Atkvæðagreiðslan um
sambandsslitin og stofnun lýðveldisins sam-
einaði hugi þjóðarinnar á þeim tíma, er henni
reið mest á að finna til ábyrgðar sem sjálf-
stæð menningarþjóð. Hrifningin, sem gagn-
tók hugi íslendinga að afstaðinni atkvæða-
greiðslunni verður mikil hvatning til stú-
denta sem allra annarra, er frelsinu unna og
trúa á landið og þjóðina, að standa öflugan
vörð um hið nýstofnaða lýðveldi.
Baráttan fyrir frelsinu er ævarandi. Deilan
við Dani háir ekki lc-ngur íslenzku þjóðinni.
En á meðan landið morar allt af morðtólum
og mönnum til að stjórna þeim, og veikleiki
margra landa vorra, karla sem kvenna, fyrir
áhrifum frá þessum ófögnuði er mjög auð-
sær, þá er nóg verkefni fram undan. Hvernig
hefur það birzt í skrifum vorum hlutleysið,
hinn margumtalaði vörður smáþjóðanna, síð-
an engilsaxnesku liðsforingjarnir héldu sína
fyrstu veizlu fyrir íslenzka virðingarmenn?
Endurprentaður áróður úr erlendum dag-
blöðum er ekki hlutleysi, en það var á þeim
tíma, þegar við lutum Danakonungi, og nú
horfir málið öðruvísi við. Nú er Island orðið
lýðveldi, sem á að skipa þann virðingarsess
meðal menningarþjóðanna, að hver og einn
geti unnið sjálfstætt að námi loknu.
Minna hefur verið hugsað um að móta
33