Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 31

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 31
Séra Sveinn Víkingur: LÝÐVELDIÐ OG KIRKJAN íslenzka kirkjan er ekki pólitísk stofnun. Hún biandar sér ekki, sem slík, í stundar- deilur stjórnmálaflokkanna. Prestar hennar eru algjörlega frjálsir og sjálfráðir um það, hvaða stjórnmálastefnur þeir aðhyllast. íslenzka kirkjan er fyrst og fremst og að sjálfsögðu trúarleg stofnun. En hún er jafn- framt þjóðleg stofnun, sem ann því, sem ís- lenzkt er. Prestar hennar hafa jafnan látið sér annt um hin þjóðlegu verðmæti. Þeir hafa átt merkilegan þátt í því, að vernda íslenzka tungu og menningu um aldir. Þeir hafa safn- að margháttuðum sögu- og menningarlegum fróðleik og varðveitt hann frá glötun. Þeir hafa verið kennimenn og fræðarar þjóðar- innar bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Þeir hafa stutt að því,að ung og gáfuð manns- efni hafi fengið að njóta þráðrar menntunar. Marga ágætustu menn þjóðarinnar bæði að fornu og nýju hafa prestarnir hvatt til náms og stuðlað að því með ráðum og dáð að þeir gætu gengið menntaveginn. Á þennan hátt, bæði með fræðiiðkunum sínum, fræðslu, uppörvun og hvatningum hafa prestarnir og kirkjan lagt fram giftudrjúgan skerf í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, þótt kirkjan sem slík, hafi ekki tekið beinan þátt í hinni stjórnmálalegu hlið hennar. Margir prestar hafa átt sæti á Alþingi síð- an það var endurreist, reynzt þar hinir þjóð- hollustu og nýtustu menn og barizt ótrauðir við hlið þeirra foringja er mest og bezt hafa stuðlað að endurheimt þjóðfrelsisins og efna- STÚDENTABLAÐ legu og menningarlegu sjálfstæði þjóðarinn- ar. Vegna þess að kirkjan er þjóðleg stofnun hlýtur hún að bera ekki aðeins andlega vel- ferð þjóðarinnar fyrir brjósti, heldur og allt það, er þjóðinni má til sóma verða, gagns og farsældar. Þessvegna gleðst kirkjan nú, og fagnar því, að þjóðin er nú að bera gæfu til þess að stíga til fulls hið langþráða spor til fullkomins sjálfstæðis með stofnun lýðveldis- ins þann 17. júní. I tilefni lýðveldisstofnunarinnar hefur bisk- upinn yfir íslandi birt eftirfarandi ávarp, er prentað var í Kirkjublaðinu 22. maí siðast- liðinn: ÁVARP BISKUPS. Þjóðkirkja íslands fagnar þeim einhug, sem ríkir meðal ríkisstjórnar Islands og allra stjórnmálaflokka landsins um lausn sjálfstæð- ismálsins og stofnun lýðveldis á Islandi eigi síðar en 17. júní næstkomandi og væntir, að þjóðin einnig sýni fagurlega einhug sinn við atkvæðagreiðsluna hinn 20.—23. maí n.k. 1 því sambandi vil ég minna á það, að marg- ir hinna íslenzku presta hafa jafnan tekið virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar frá upphafi. Jafnframt hafa prestarnir um aldir með starfi sínu, þar á meðal starfinu í þágu þjóðlegrar fræðslu og með söfnun og varðveizlu þjóðlegra fræða, átt sinn mikil- væga þátt í því, að varðveita tungu, sögu og menning þjóðarinnar, en það verða jafnan að 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.