Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10
ingarefni fékkst ekki, og varð því að hætta við þessa ráðagerð. Var þá horfið að því ráði að leigja gamalt hús við Tjarnargötu og breyta því í kvikmyndahús, og ber það nafnið Tjarnarbíó. Tilgangur með þessu gróðabrölti var að auka tekjur Sáttmálasjóðs, eru þær aðalllega notaðar til bókakaupa, til styrktar framhalds- náms kandidata og til styrktar vísindastarf- semi. Fyrirsjáanlegt var, að fastar tekjur sjóðsins myndu hrað minnka vegna vaxandi dýrtíðar og lækkandi peningagildis. Húseignina Austurstræti 5 seldi Sáttmála- sjóður Búnaðarbanka íslands í vetur, en bankinn hefur lengi haft augastað á lóð þess- ari til bankabyggingar. Með lögum frá síðasta Alþingi var háskól- anum veitt framlenging á rekstri happdrætt- is til ársins 1960. Háskólinn er þingi og stjórn mjög þakklát- ur fyrir þessi miklu hlunnindi, er það hið mesta áhugamál, að fé því, sem þannig á- skotnast, verði varið sem bezt til nauðsyn- legra bygginga og umbóta. Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á háskólalóðinni eru nú sem stendur þessar: a) Leikfimishús og íþróttahús. Áformað hefur verið að bygging þessi skuli standa á suðvesturhorni lóðarinnar meðfram Melaveg. Ráðgert er að byggja þetta hús í tvennu lagi, fyrst — helzt á þessu ári — leikfimishús, og verður stærð þess 30 x 13 metrar. Síðar meir, þegar um hægist og byggingar- kostnaður lækkar, er ætlunin að bæta við þessa byggingu fullkomnu íþróttahúsi fyrir handknattleik og tennis. Bygging þessi öll verður mjög stór, 60 x 30 metrar. Rætt hefur einnig verið um bygg- ingu opinnar sundlaugar, en allt er það í ó- vissu. b) Nokkur áhugi er nú á því að byrja á undirbúningskennslu í náttúrufræði við há- skólann. Til þess það geti orðið, er nauð- synlegt að koma upp sómasamlegri byggingu yfir náttúrugripasafnið. Kennsla í þessum námsgreinum, dýrafræði, jurtafræði og steinafræði, er óhugsandi, ef stúdentar hafa ekki aðgang að og not safnsins eða hluta þess, og kennslustofur fyrir verklega kennslu verða einnig að vera í sömu byggingu. Náttúrugripasafnið er nú í alóhæfum húsa- kynnum, aðeins nokkur hluti safnsins er sýnd- ur vegna rúmleysis. Byggingu þessari er ætlaður staður fyrir norðvestan nýja stúdentagarðinn í sömu línu og hliðstætt rannsóknarstofu atvinnudeildar. c) Á aðalhorni lóðarinnar, þar sem mætast Hringbraut og Suðurgata (Melavegur), hefur ýmsum komið til hugar að reisa mætti fag- urt stórhýsi t.d. byggingu yfir þjóðminja- og listasafn landsins; þetta er framkvæmd ríkis- ins og því happdrættistekjum háskólans óvið- komandi. Þegar fyrri hluti leikfimishússins er reist- ur, tel ég, að næsta verkefni háskólaráðs verði athugun á, hvernig girða skuli háskóla- lóðina. Girðing þarf að vera traust, smekk- leg og sem ódýrust, því að þetta er feikna- flæmi. Fyrst þegar gripheld girðing er kom- in, má byrja á gróðursetningu runna og plantna. Hvernig græða skuii og fegra lóðina er mesta vandamál og margvíslegar hugmyndir og uppástungur koma vafalaust fram; okkur vantar einnig menn, sem hafa kunnáttu og smekk í þessum efnum. Fyrst er því að lúka skuldum þeim, sem hvíla ennþá á háskólabyggingunni, því næst að byggja leikfimishús. Nú sem stendur van- rækir um helmingur stúdenta þessa skyldu- grein, og býst ég við, að margir beri fyrir sig, að svo mikill tími fari forgörðum að sækja leikfimiskennslu langt austur í bæ, og að leikfimistímarnir rekist á kennslustundir í sumum námsgreinum. Háskólarnir í Norðurálfu, að undanskildu Englandi, eru fyrst og fremst stofnaðir og starfræktir til þess að veita nemendum á- kveðinn þekkingarforða í ýmsum vísinda- greinum, kenna þeim aðferðir í rökréttri hugsun og leiðbeina þeim um rannsóknarað- ferðir í viðkomandi námsgrein, svo að þeir Framhald á bls. 24 8 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.