Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 13
sínar hendur meðferð allra sinna mála,
enda hefur Danmörk ekki getað farið með
þau mál, sem hún tók að séf að fara með í
umboði íslands með sambandssamningi Is-
lands og Danmerkur frá 1918, —
að af Islands hálfu verði ekki um að
ræða endurnýjun á sambandslagasáttmál-
anum við Danmörku, þótt ekki þyki að svo
stöddu tímabært, að ganga frá formlegum
sambanösslitum og endanlegri stjórnarskip-
un ríkisins, enda verði því ekki frestað
lengur en til styrjaldarloka.
Hin ályktunin heitir: „Þingsályktun um
stjórnarskipun Islands“ og er hún á þessa leið:
Alþingi ályktar að lýsa }/fir þeim vilja
sínum, að lýðveldi verði stofnað á Islandi
jafnskjótt og sambandinu við Danmörku
verður formlega slitið.
í fyrrnefndu ályktuninni felst það, að þing-
ið lýsir þeirri ákvörðun sinni, að Island hafi
öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan-
mörku, af þeim ástæðum, sem greinir í á-
lyktuninni. Þá felst ennfremur í ályktuninni
yfirlýsing Alþingis um að sambandslagasátt-
málinn frá 1918 muni ekki verða endurnýjað-
ur af Islands hálfu. Loks er það tekið fram,
að það sé að svo stöddu eigi tímabært að
ganga frá formlegum sambandsslitum, en því
skuli þó ekki frestað lengur en til styrjaldar-
loka. Frestun þessi er því ekki tímabundin
nema að því leyti, að ákveðið er hver tíminn
megi lengst verða, og það er því ekki and-
stætt ályktun þessari, þótt sambandinu sé
formlega slitið áður en styrjöldinni er lokið.
1 síðarnefndu ályktuninni felst sú ákvörð-
un Alþingis, að stjórnarform Islands skuli
vera lýðveldi, jafnskjótt og sambandinu við
Danmörku sé formlega slitið.
í þessum tveim ákvörðunum felast því þær
tvær ákvarðanir Alþingis, að sambandslögin
ekuli eigi endurnýjuo, og að tengsl þau milli
íslands og Danmerkur, sem lög þessi höfðu í
för með sér, skuli því rofin, og að konungs-
sambandinu skuli einnig slitið og breytt um
stjórnarform, lýðveldi sett á stofn. Fram-
kvæmd þessara ákvarðana hlaut að sjálf-
sögðu að hafa það í för með sér að breyta
STÚDENTABLAÐ
þyrfti stjórnarskránni. Það er við þá stjórrt-
arskrárbreytingu, sem stjórnarskipunarlögin
97/1942 eiga. Við þá breytingu eina heimila
þau, að sú aðferð sé höfð, sem þau greina.
Auk þess gera stjórnarskipunarlögin 97/’42
þá takmörkun á heimildinni til stjórnarskrár-
breytingar, að hún nái til þeirra breytinga
einna, sem beinlínis leiða af sambandsslitum
við Danmörku og því, að Islendingar taka
með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar
hendur æðsta vald í málefnum ríkisins. Þær
breytingar einar mátti gera, sem leiddi bein-
línis af hinni breyttu afstöðu íslands til Dan-
merkur og hinu breytta stjórnarformi, lýð-
veldi í stað konungsstjórnar. Þeim ákvæðum
stjórnarslcrárinnar, sem ekki snertu þessi efni
var eigi heirhilt að hagga.
Innan þessara takmarka hefur Alþingi
haldið sér, er það samþykkti lýðveldisstjórn-
arskrána. Hún er frábrugðin stjskr. frá 1920
að því leyti fyrst og fremst, að stjórnarform
hennar er lýðveldi, en ekki konungsdómur.
öllum ákvæðum eldri stjórnarskrárinnar,
sem varða konungsdóminn hefur því verið
breytt. Vald konungs er fengið forseta Islands
í hendur. Vald hans er yfirleitt hið sama og
vald konungs var. Undantekningu í því efni
er þó að finna í 26. gr. Synjun forseta á stað-
festingu lagafrumvarps, er Alþingi hefur
samþykkt, tálmar því ekki, að þa& fái laga-
gildi, eins og samskonar synjun konungs
gerði, en þó er endanlegt gildi slikra laga
komið undir því, að þau nái samþykki meiri
hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég hef heyrt hreyft efasemdum um það, hvort
stjórnarskipunarlögin 97/1942 heimili þessa
breytingu, þar sem hún hafi ekki verið nauð-
synleg vegna breytingarinnar á stjórnar-
forminu. Sá efi er tæplega á rökum reistur.
Stjórnarskipunarlögin 97/1942 heimila þær
breytingar, sem beinlínis leiðir af lýðveldis-
stofnuninni. I því virðist ekki felast skylda til
þess, að sníða vald forsetans i öllum efnum
nákvæmlega eftir konungsvaldinu í eldri
stjórnarskránni.
í annan stað eru felld niður í lýðveldis-
stjórnarskránni þau úkvæði stjskr. 1920, sem
11