Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 20
stæðis og þá verður máske þróun atvinnulífs vors kæfð í helgreipum slíks hringavalds fyrr en varir. Vér Islendingar höfum aldrei haft slika möguleika sem nú til þess að vera raunveru- lega sjálfstæðir, þar sem vér í senn fáum full- komið stjórnarfarslegt sjálfstæði og eignumst það mikið fjármagn eriendis að hægt væri að byggja upp voldugt atvinnukerfi innan- lands skuldlaust, ef vér notum féð rétt. Það hefur hinsvegar verið stefna auðhring- anna í heiminum að reyna að koma í veg fyr- ir að smáþjóðirnar skapi sér mikinn og óháð- an þjóðlegan iðnað, — en fiskveiðar og fisk- iðnaður hér yrði raunveruleg stóriðja á al- þjóðlegan mælikvarða, ef hún fengi að njóta fulls þroska. Það er ekki minnsta hlutverkið í íslenzkri utanríkispólitík að heyja barátt- una gegn hverskonar kyrkingarpólitik slíkra afturhaldsafla. Rúmið leyfir ekki að ræða hér önnur höf- uðatriði í óhjákvæmilegri utanríkispólitík ís- lenzka lýðveldisins: samstarf þess við aðrar þjóðir og þátttöku í alþjóðlegri samvinnu, — nauðsyn þess að halda jafnvægi á milli stór- þjóðanna og gæta þess vandlega að ljá engri þeirra sérstök ítök í landi voru, — menning- arlega og aðra samvinnu þess við aðrar þjóð- ir og einkum hinar norrænu frændþjóðir vor- ar, o. s. frv. En eitt er nauðsynlegt: Eins og sjálfstæðis- baráttan í sinni gömlu hefðbundnu mynd varð að vera barátta allrar þjóðarinnar til þess að sigur ynnist, — eins verður utanríkis- pólitíkin, — sjálfstæðis- og lífsbarátta vor út á við, — að verða pólitík f jöldans, pólitík, sem öll þjóðin mótar og skilur að minnsta kosti eins vel og innanlandsstjórnmálin. Það er vafalaust erfitt verk að koma því í fram- kvæmd, en það er verk, sem verður að vinn- ast. Það hefur verið og er enn höfuðógæfa þjóðanna, að utanríkispólitík þeirra hefur ver- ið einskonar einkamál örfárra einstaklinga, sem þjóðin hefur ekkert vitað um, fyrr en hún fékk að blæða fyrir afglöp þeirra. Is- lenzka þjóðin þarf að vera samtaka um að Landsmót stúdenta 18. og I9.júní 2. Landsmót íslenzkra stúdenta verður haldið í Rvík dagana 17. og 18. júní næstk. Forseti undirbúningsnefndarinnar setur mót- ið i Tjarnarbió 18. júní kl. 10 árdegis. Síðan flytur Ólafur Lárusson prófessor erindi um þátttöku íslenzkra menntamanna í frelsisbar- áttu íslendinga. Þá hefur Páll S. Pálsson, for- maður Stúdentaráðs Háskólans, umr. um stofnun bandalags ísl. stúdenta. Þá verður rætt um sjálfstæði íslands og afstöðu þess til annarra landa. Málshefjandi verður Ásgeir Ásgeirsson alþm. Síðan verður fundarhlé til þátttöku í skrúðgöngunni, sem fram fer i Reykjavík þennan dag í sambandi við þjóð- hátíðina. Kl. 16 heldur mótið áfram í hátíðasal Há- skólans. Hefur þar Gylfi Þ. Gislason dósent umræður um viðnám við erlendum áhrifum. Síðan verða umræður um skólamál og mennt- un stúdenta. Málshefjandi verður dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor. 19. júní, kl. 4 síðdegis, verða framhalds- umræður, ef þörf gerist. Um kvöldið verður svo samsæti að Hótel Borg. Jarðeign og niðurníðsla Hversu margur landsdrottinn hefur ekki kúgað leiguliða sinn með þungum leigumála og öðrum álögum og með því ekki einungis gert hann sjálfan að öreiga, heldur og svipt hann efnum til að ala upp börn sin sæmilega, um leið og hann hefur orðið ófær til að rækta jörð sína lánardrottni sínum i hag, svo lands- drottinn hefur eigi aðeins gert hann og hans ónýta og kannski öðrum út í frá að vand- ræðamönnum, heldur og skemmt jörðina fyr- ir sjálfum sér og erfingjum sínum. En ef dæmi hans hefði fylgt verið, þá hefði hann ollað því, að allir landsetar á landinu hefðu smám saman orðið kúgaðir þrælar og allt afkvæmi þeirra, en megnið af jörðum niðurnítt. Jón Sigurðsson, Ný félr. II, 1842. stýra sínu unga lýðveldi fram hjá þeirri ó- gæfu. 18 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.