Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 47

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 47
Gu&jón Benediktsson múrarameisíctri: isienzkor iSnaður Hugleiðingar iðnaðarmanns vorið 1944 Löngum var eg læknir minn, lögfræöingur, prestur, smiöur, Tcóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. (St. G. St.). Fyrsta verk landnemans hlýtur að verða að koma upp einhverju skýli yfir sig og sína. Byggt er úr því efni, sem hendi er næst: Bjálkahús við skóginn; við hrjóstruga kletta- strönd eru veggir hlaðnir úr grjóti ótil- höggnu og þak áreft með rekaviði og þakið hrísi — eða þangi — og torfi. Bálkar eru hlaðnir og notaðir sem rekkjur um nætur, en sæti við innivinnu á kvöldum. Hlóðir eru hlaðnar til eldamennsku, en langeldar kynnt- ir á gólfi, og eiga þeir að veita híbýlunum ijós og hita. Neyzluvatn er sótt í bæjarlæk- inn eða brunnur er grafinn. Allt þetta er verk landnemans sjálfs og fjölskyldu hans. Auk þessa verður að afla fæðis og klæða af sömu fjöiskylduhöndum, og úr því efni, sem nátt- úrugæði hins nýja landnáms getur í té látið. Samgönguleiðirnar eru ímðningar til þess að létta aðdrætti nauðsynja, og farartækin eru mannsbökin eða einhver ófullkomin tæki, er landneminn getur búið sér tii sjálfur úr fáan- legu efni. Uppfræðsla barnanna og ungling- anna verður í höndum landnemans sem auka- starf, eða réttara sagt hvíldarstarf frá dag- legum önnum. Það sem þessi landnemafjöl- skylda ekki getur framleitt sjálf, verður hún að vera án. Alh'a þessara nauðþurfta er aflað í baráttu upp á líf og dauða við frumstæðustu skilyrði. Enginn snefill af þægindum hins menntaða heims kemst þarna að til andlegrar uppbygg- ingar. En býli landnemans ber svip fjölhæfni hans, smekkvísi og dugnaðar við að hagnýta sér þá auðunnustu auðlegð, sem landnámið ber í skauti sér. Það ber svip landnemans og landnámsins. Er landnemunum fjölgar byrja þeir brátt að vinna saman meira og minna eftir því, sem nauðsynin og félagshyggjan blæs þeim í brjóst. Landnámið færist smátt og smátt af frumbýlingsstiginu til vaxandi samvinnu. Hjálp og greiðasemi manna á milli létta þyngstu byrðirnar og bæta úr sárustu vönt- uninni á þægindum öllum. Þeir búhögu gera hús og búshluti fyrir nágranna sína, er endur- gjalda það með vinnu á öðrum sviðum. Þeir vinna sameiginlega að þeim verkum, sem hafa sameiginlegt gildi fyrir þá alla. En aðal- störfin verða þó lengi vel sérmál heimilanna, eru framkvæmd á þeim og miðast við þau. En smám saman breytist þetta og verka- skiptingin verður skýrari. Sumir vinna að vefnaði, aðrir að járnsmíði, húsagerð o. s. frv. Þá fer að leggjast niður að greiða beint í vinnuskiptum, heldur er greitt, ákveðið verð fyrir ákveðin verk eða ákveðinn tíma, sem unnið er við verkið, og miðast greiðslan við það, að hún nægi sem nánast til nauðsynja þess, er vinnur og heimili hans. Nú fer ein- staklingurinn að búa sig undir ákveðið ævi- STÚDENTABLAÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.