Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 35
landinu sjálfu gnótt þeirrar fæðu, sem nefna
má grunnfæðu, sem sé kjötmeti og fiskmeti.
Er aðstaða okkar svo góð, hvað þessar þýð-
ingarmiklu fæðutegundir snertir, að við er-
um þar færir um, að miðla öðrum af og
af fiskmeti mjög ríkulega. Heimildir um fisk-
neyzlu þjóðarinnar allrar eru ekki tiltækar.
Það er þó öllum ljóst, að fiskurinn er ein
megin uppistaðan í fæðu landsmanna. Dálitla
hugmynd um neyzluna gefa þó athuganir
þær, sem gerðar voru í sambandi við út-
reikning grundvallar fyrir vísitölu fram-
færslukostnaðar árin 1939—1940. Ná þær
athuganir að vísu aðeins til Reykjavíkur, en
þó má nokkuð styðjast við þær. Samkvæmt
þeim nam ársneyzla fjölskyldu, er í voru 4,8
manns um 547,6 kg. af fiski upp úr sjó en
það samsvarar um 114 kg. á hvern mann á
ári. Óhætt mun að reikna með, að í öllum
kaupstöðum og kauptúnum sé neyzlan að
minnsta kosti ekki minni en í Reykjavík og
þó sennilega víða meiri. Nú munu búa um
tveir þriðju hlutar landsmanna í bæjum og
kauptúnum. Auk þess búa all margir í strjál-
býli við sjóinn og eiga því auðsótt þangað
til fanga og fiskneyzlan þar mun víða vera
mikil. I sveitunum mun víða vera lítið neytt
fisks, einkum þeim sem fjarst liggja sjó, en
aftur mun fiskneyzlan Vera allveruleg í þeim
sveitum, þar sem samgöngur eru greiðar við
veiðistöðvarnar. Þó reiknað væri með fisk-
neyzlu þess þriðja hluta þjóðarinnar, sem
þannig er ástatt um, sem næmi eigi meira
en helming á við neyzlu þeirra, sem við sjó
búa, yrði meðal ársneyzlan fyrir allt landið
samt um 95 kg. á mann og er mér næst að
halda, að það sé full lágt reiknað.
Til samanburðar má geta um fiskneyzlu
nokkurra hinna stærri fiskveiðiþjóða eins og
hún var fyrir styrjöldina. Talið var þá, að
ársneyzla Þjóðvei’ja væri aðeins 12 kg.á mann
á ári, en var í örum vexti, Breta 25 kg. á
mann og Japana, sem taldir voru allra þjóða
mestar fiskætur af þeim, sem vitað var um,
50 kg. á mann. Sést æði glöggt á þessu,
hversu mjög mikla þýðingu fiskurinn hefur í
fæðu íslenzku þjóðarinnar.
STÚDENTABLAÐIÐ
Nýting Islendinga á þeim fiski, sem þeir
hafa aflað, hefur löngum og til skamms tíma
verið mjög ófullkomin. Enn í dag er það jafn-
vel svo, að verulegur hluti aflans er fluttur
á erlendan markað að mestu eins og hann
kemur úr sjónum.
All langt er þó síðan mönnum varð það
Ijóst, hvílík feikna verðmæti fóru hér for-
görðum og menn fóru að þreifa fyrir sér um
aukna nýtingu og vinnslu sjávarafurða. Tók
þá að myndast vísir að iðnaði í landinu, er
byggði á sjávaraflanum sem hráefni. Lengi
var þetta þó í smáum stíl og það er ekki fyrr
en nú hin síðustu 10 til 15 ár, að stórstígar
framfarir hafa átt sér stað á þessu sviði. Má
telja þennan iðnað svo nátengdan sjávarút-
veginum, að segja má, að það tvennt sé ó-
rjúfanleg heild og hvorugt geti án hins verið.
Hér mun þvi verða gerð stuttlega grein fyrir
þessari hlið sjávarútvegsins.
Hin stærsta og þýðingarmesta þessara iðn-
greina er síldariðnaðurinn. Síld sú, sem veidd
er hér við landið, einkum við Norðurlandið á
sumrin, er aðallega nýtt á þrjá vegu. 1 fyrsta
lagi er hún unnin í verksmiðjum og þar fram-
leitt úr henni mjöl og lýsi, í öðru lagi söltuð
til manneldis og í þriðja lagi fryst til beitu.
Vélbátur