Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 34
Nú er svo komið, að Islendingar eru taldir meðal hinna mestu fiskveiðiþjóða í Evrópu. Árið 1937 voru aðeins þrjár þjóðir í Evrópu, er höfðu meira aflamagn en Island, en það voru Stóra Bretland og Norður-lriand, með 1.107.925 smál., Noregm’ 1.035.197 smál., Þýzkaland 632.573 smál. en afli Islands var það ár 335.840 smál. Sé tillit tekið til fólks- f jölda, kemst þó ekkert þessara landa nálægt Islandi, hvað aflamagn snertir. Islendingar hafa að því leyti nokkra sér- stöðu, að þeir sækja allan sinn afla á miðin umhverfis landið, þar sem aðrar hinna stærri fiskveiðiþjóða þurfa að sækja mikinn hluta þess, sem þær afla til fjarlægra miða, oft hundruð kílómetra burtu frá heimaland- inu. Þannig stunda allar meiri háttar fisk- veiðiþjóðir Norður- og Vestur-Evrópu veiðar hér við land og hafa þær til skamms tíma tekið bróðurpartinn af því, sem aflað hefur verið á íslandsmiðum. Þetta er þó að breyt- ast og Islendingar eru hér greinilega í sókn. Seinustu opinberar skýrslur um þetta efni, sýna, að árið 1937 öfluðu Islendingar 48% af því, sem aflað var á Islandsmiðum og munu aldrei hafa komizt hærra, frá því farið var að stunda fiskveiðar hér á djúpmiðum, nema ef til vill á árum hinnar fyrri heims- styrjaldar. Hin síðustu ár hefur þetta að sjálfsögðu hækkað mjög mikið, með þvi að heita má, að íslendingar hafi setið einir að miðunum umhverfis landið frá því styrjöldin hófst. En að styrjöldinni lokinni verðum við að búa okkur undir, að taka upp aftur sam- keppnina við hin erlendu skip á miðunum og veltur þá á miklu, að við séum vel undir þá raun búnir. Við athugun þá, sem hér verður leytast við að gera, mun staða sjávarútvegsins í þjóð- arbúskapnum verða athuguð frá fjórum hlið- um aðallega. I fyrsta lagi hve margir lands- menn hafi atvinnu sína og framfæri af sjáv- arútveginum, í öðru lagi sú þýðing, sem sjór- inn hefur, sem fæðugjafi fyrir þjóðina, í þriðja lagi þýðing sjávarútvegsins fyrir iðn- aðinn í landinu og loks staða útvegsins í utan- rí kisverzluninni. Er þá fyrst hin atvinnulega hlið. Heimildir um þetta efni, sem unnt er að byggja á fyrir hin síðustu ár, eru ekki til. Hinar nýjustu eru úr manntali fyrir árið 1930, en telja verð- ur, að svo stórfelldar breytingar hafi orðið á atvinnuskiptingu þjóðarinnar á þessu tima- bili, að þær tölur munu nú algerlega úr- eltar. Það er vitað, að undanfarna áratugi hefur fólkið í landinu verið á sífelldum flutn- ingum úr sveitunum og í bæina og kauptúnin við sjóinn. Það er öllum Ijóst, að þessi straumur hefur haldið áfram undanfarin 14 ár og sennilega aldrei með meiri þunga, en einmitt nú hin allra síðustu ár. Fólksfjölgun- in í bæjunum og kauptúnunum hefur að sjálf- sögðu skipzt á milli ýmissa atvinnuvega, en drjúgur hluti hennar hefur án efa lent hjá sjávarútveginum og þeirri atvinnugrein, sem honum er nátengdust, fiskiðnaðinum. Mun það ekki fjarri lagi, að nær þriðji hluti lands- manna hafi nú framfæri sitt af þessum at- vinnuvegum, að öllu eða langmestu leyti. Er greinilegt að enn heldur fólksstraumurinn áfram til sjávar og er vandséð að aðrir at- vinnuvegir en sjávarútvegurinn og fiskiðnað- urinn geti séð hinum vaxandi fólksfjölda í bæjum og kauptúnum fyrir þeirri atvinnu, sem hann þarf tii lífsframfæris. Það má með sanni segja, að það hafi eigi litla þýðingu, hvar þjóðin aflar sér þeirrar fæðu, sem hún þarf sér til lífsviðurværis. Er það þýðingarmikið atriði fyrir afkomu þjóð- arinnar, hvort flytja verður meiri hluta henn- ar að frá öðrum löndum, oft um miklar vega- lengdir, eða hvort þjóðin er þess megnug, að framleiða hana sjálf af gæðum sins eigin lands eða úr sjónum umhverfis það. Eink- um kemur þó þýðing þessa skýrt í ljós á tim- um styrjalda og þar af leiðandi flutninga- örðugleika. Við Islendingar stöndum tiltölu- lega vel að vígi hvað þetta snertir. Að vísu verðum við að flytja inn kornmat og nokkr- ar aðrar tegundir matvöru, en við höfum í 32 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.