Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 43
aldarárunum 1914—1918 lagðist þessi starf-
semi að mestu niður. Ný sókn í mjólkuriðn-
aðinum hófst svo með stofnun mjólkurbú-
anna og hinna stóru nýtízku mjólkurstöðva,
er reistar voru um og eftir 1930. Fyrsta
mjólkurbúið af þeirri gerð var reist af Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur um 1920.
Sláturfélag Suðurlands var stofnað 1907.
Um svipað leyti komu ýmis kaupfélög sér
upp sláturhúsum. Breytti þessi starfsemi
kjötverkuninni mjög til bóta. Síðan risu upp
frystihús í sambandi við sláturhúsin og eftir
að landsmenn höfðu eignazt skip með kæli-
útbúnaði breyttist kjötverkunin í samræmi
við það.
Hvað hefur áunnizt?
Hér mun nú leitast við að gefa nokkurt
yfirlit. í stórum dráttum hverju hefur verið til
vegar komið í landbúnaðinum frá því að um-
bætur þær hófust, sem drepið hefur verið á
að framan.
Búnaðarfélagsskapurinn í landinu hefur nú
náð því marki að sameina aila bændur þess
um Búnaðarfélag Islands. Allir bændur eru
nú í hreppabúnaðarfélögum og öll búnaðarfé-
lög í einhverju búnaðarsambandi. Búnaðar-
samböndin kjósa fulltrúa á búnaðarþing. En
það fer með æðsta vald í málum félagssam-
takanna, og velur þeim yfirstjórn.
Stjórn Búnaðarfélags íslands fer með fram-
kvæmdir á milli þinga, skipar búnaðarmála-
stjóra, er annast framkvæmdir þess í sam-
ráði við félagsstjórnina, er í sameiningu fara
einnig með margvísleg umboðsstörf fyrir Al-
þingi og ríkisstjórn. Búnaðarfélagið hefur nú
í þjónustu sinni tíu ráðunauta með sér-
menntun í ýmsum greinum, til leiðbeiningar
bændum og til fulltingis um framkvæmdir
félagsins. Ýmis búnaðarsambandanna hafa
einnig sína héraðsráðunauta, sérfróða í bún-
aðarmálum.
Tilraunastöðvar eru þrjár í landinu auk
bændaskólanna, sem einnig hafa með höndum
ýmsa tilraunastarfsemi.
Nautgriparæktarfélög eru nú 100 starfandi
í landinu og hefur meðal nythæð í félögunum
STÚDENTABLAÐ
vaxið um 25% á s.l. 40 árum úr 2100 kg.
meðalnyt í 2800 kg. — Hrossaræktarfélög
eru 50, 7 sauðfjárræktarbú og 70 fóður-
birgðafélög.
Jarðræktin.
Aukning ræktaða landsins þetta umrædda
tímabil sést skýrast af yfirliti því, sem birt
hefur verið um stærð hins ræktaða lands á
ýmsum tímum. Samkvæmt skýrslum þeim
hefur stærð þess verið sem hér segir:
Árið 1885 9.900 ha.
— 1900 16.000 —
— 1924 22.000 —
— 1942 37.000 —
Á sama tíma voru sléttaðir í gömlu túnun-
um um 6000 ha. og mesti hluti túnanna girt-
ur. Áætlað er að framkvæmdir þær, sem
styrktar hafa verið samkvæmt Jarðræktar-
lögunum hafi kostað um 40 milljónir króna
og hefur jarðræktarstyrkur numið 8 milljón-
um króna af því.
Samkvæmt hagskýrslum hefur heyfengur
landsmanna vei’ið sem hér segir:
1882 181.000 hb. taða 420.000 hb. úthey
1900 500.000 — — 1.000.000 — —
1924 600.0Q0 — — 1.000.000 — —
1942 1.350.000 — — 900.000 — —
Hæpið er þó talið, að skýrslurnar frá 1882
séu ábyggilegar.
Af öðrum framkvæmdum í ræktun má
nefna Skeiðaáveituna sem lokið var 1924 og
Flóaáveituna sem lokið var 1927. Einnig
þurrkun Safamýrar, Ölfusfora, Staðarbyggða-
mýra í Eyjafirði o. fl. Til sandgræðslu hefur
verið tekið og friðað, frá 1908—1940, land,
sem nemur um 40 þúsund hekturum.
Kartöflurækt landsmanna hefur aukizt úr
um 15 þús. tunnum árið 1900 í 100 þúsund
tunnur, sem hún var að meðaltali árin 1939—
1942.
Byggingarmál sveitanna.
Um ásigkomulag húsa í sveitum liggja ekki
fyrir neinar skýrslur frá árunum fyrir og um
síðustu aldamót. En fullyrða má, að nær allar
varanlegar byggingar, sem nú eru í sveitum
41