Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 14
sérstaklega lúta að sambandslögunum frá 1918, svo sem 74. gr. um embættisgengi danskra ríkisborgara og kosningarrétt þeirra og kjörgengi til Alþingis, og ákvæði 75. gr., um þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á sambandslögum íslands og Danmerkur. Nið- urfelling þessara ákvæða er afleiðing af því, að sambandslögin gilda eigi lengur, og heimila stjskpl. 97/1942 hana. Mörg af ákvæðum lýðveldisstjórnarskrár- innar eru samhljóða stjskr. 1920, og mörg þeirra ákvæða, sem breytt var, sættu þeirri breytingu einni, að forseti Islands er nefndur í þeim í stað konungs. I stjskr. 1920 komu mörg þessara ákvæða óbreytt úr stjskr. 1874, eða með sáralitlum breytingum, og hafa því nú náð sjötugsaldri. Á þeim sjö áratugum hef- ur margt breytzt í heiminum og einnig í þjóðlífi vor Islendinga, og reynslan mun líka hafa sannfært flesta menn um það fyrir löngu, að ýmsu þarf að breyta í stjórnarskrá vorri, að nauðsyn er á því að taka hana til gagngerrar endurskoðunar og sníða margt í stjórnarskipun vorri betur eftir þörfum nútímans en nú er. Sumir vildu gera það nú, um leið og Iýðveldið var stofnað, en maður verður að játa, að svo fór bezt sem fór, að það var ekki gert. Sú mikla þjóðar- eining, sem kom fram í þjóoaratkvæða- greiðsluhni, hefði vart náðst, ef öll þau á- greiningsatriði, sem óhjákvæmilega hljóta að rísa við gagngera endurskoðun stjórnarskrár- innar, hefðu verið þar á dagskrá, en ég er þess fullvís, að vér getum eigi enn gert oss næga grein þess, hversu mikil heill oss var það og verður það í framtíðinni, að svo giftu- samlega tókst til um einingu þjóðarinnar við þessa atkvæðagreiðslu. Endurskoðun stjórn- arskrárinnar er því eitt af verkefnum fram- tíðarinnar, náinnar framtíðar. Lýðveldis- stjórnarskráin í þeirri mynd, sem hún hefur nú, er aðeins sett til bráðabirgða. En eitt á- kvæði hennar skulum vér vona að verði lang- líft, 1. greinin: Island er lýðveldi með þing- bundinni stjórn. Vér skulum vona, að sú grein verði einnig upphafsorð þeirra stjórnarskipun- arlaga, er landi voru verða sett um langa framtíð, að þau verði lýðveldisstjórnarskrár eins og hún. Lýðveldisstjórnarskráin er þriðja stjórnar- skráin, sem íslendingar hafa eignazt. Saman- burður, þó ekki sé á öðru en heitum þessara þriggja stjórnarskipunarlaga, sýnir oss þróun þá, sem sjálfstæði vort hefur tekið: Stjórnar- skráin 5. jan. 1874 hét „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands“. Þá fengu Is- lendingar hlutdeild aðeins í nokkrum af mál- um sínum, sérmálunum, sem svo voru nefnd. önnur mál voru nefnd sameiginleg mál, en þótt þau væru nefnd því nafni, þá var allt vald í þeim í höndum annars af sameigend- unum, það er að segja Dana. Stjórnarskráin frá 18. maí 1920 hét „Stjórnarskrá konungs- ríkisins lslands“. Þá voru sambandslögin kom- in, Danir höfðu viðurkennt Island sem full- valda ríki og Islendingar fengið í sínar hend- ur að mestu þau völd, sem Danir höfðu áður haft yfir málum þeirra. Stjórnarskráin frá 1944 heitir „Stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands“, og nafnið bendir til þess, að nú séu loks hinar síðustu leifar erlends stjórnarvalds horfnar úr stjórnarskipun vorri. Þessi þrenn stjórnarskipunarlög sýna þrjá áfanga á leið þjóðarinnar til fullkomins sjálfsforræðis, og bilið, sem er á milli fyrsta og síðasta áfang- ans, sýnir, að sú leið var löng. Og þó var hún enn lengri en bilið milli stjskr. 1874 og stjskr. 1944 sýnir. Fyrsta stjórnarskráin, sem íslendingum stóð til boða, var frumvarpið, sem stjórnin lagði fyrir þjóðfundinn 1851. Það hét: „Frum- varp til laga um stöðu Islands í fyrirkomu- lagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á Is- landi“ og fyrsta grein frumvarpsins er á þessa leið: Grundvallarlög Danmerkur frá 5. júní 1849, sem tengd eru við lög þessi, skulu vera gild á Islandi. Þó skal þess gæta, sem hér á eftir segir um hversu grundvall- arlaganna 2. gr. verði heimfærð til Islands. Samkvæmt þessu frumvarpi skyldi hið al- menna stjórnarvald Dana, konungur og ríkis- þing, fara með völd í flestum íslenzkum mál- Framhald á bls. 30 12 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.