Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 10

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 10
ingarefni fékkst ekki, og varð því að hætta við þessa ráðagerð. Var þá horfið að því ráði að leigja gamalt hús við Tjarnargötu og breyta því í kvikmyndahús, og ber það nafnið Tjarnarbíó. Tilgangur með þessu gróðabrölti var að auka tekjur Sáttmálasjóðs, eru þær aðalllega notaðar til bókakaupa, til styrktar framhalds- náms kandidata og til styrktar vísindastarf- semi. Fyrirsjáanlegt var, að fastar tekjur sjóðsins myndu hrað minnka vegna vaxandi dýrtíðar og lækkandi peningagildis. Húseignina Austurstræti 5 seldi Sáttmála- sjóður Búnaðarbanka íslands í vetur, en bankinn hefur lengi haft augastað á lóð þess- ari til bankabyggingar. Með lögum frá síðasta Alþingi var háskól- anum veitt framlenging á rekstri happdrætt- is til ársins 1960. Háskólinn er þingi og stjórn mjög þakklát- ur fyrir þessi miklu hlunnindi, er það hið mesta áhugamál, að fé því, sem þannig á- skotnast, verði varið sem bezt til nauðsyn- legra bygginga og umbóta. Fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á háskólalóðinni eru nú sem stendur þessar: a) Leikfimishús og íþróttahús. Áformað hefur verið að bygging þessi skuli standa á suðvesturhorni lóðarinnar meðfram Melaveg. Ráðgert er að byggja þetta hús í tvennu lagi, fyrst — helzt á þessu ári — leikfimishús, og verður stærð þess 30 x 13 metrar. Síðar meir, þegar um hægist og byggingar- kostnaður lækkar, er ætlunin að bæta við þessa byggingu fullkomnu íþróttahúsi fyrir handknattleik og tennis. Bygging þessi öll verður mjög stór, 60 x 30 metrar. Rætt hefur einnig verið um bygg- ingu opinnar sundlaugar, en allt er það í ó- vissu. b) Nokkur áhugi er nú á því að byrja á undirbúningskennslu í náttúrufræði við há- skólann. Til þess það geti orðið, er nauð- synlegt að koma upp sómasamlegri byggingu yfir náttúrugripasafnið. Kennsla í þessum námsgreinum, dýrafræði, jurtafræði og steinafræði, er óhugsandi, ef stúdentar hafa ekki aðgang að og not safnsins eða hluta þess, og kennslustofur fyrir verklega kennslu verða einnig að vera í sömu byggingu. Náttúrugripasafnið er nú í alóhæfum húsa- kynnum, aðeins nokkur hluti safnsins er sýnd- ur vegna rúmleysis. Byggingu þessari er ætlaður staður fyrir norðvestan nýja stúdentagarðinn í sömu línu og hliðstætt rannsóknarstofu atvinnudeildar. c) Á aðalhorni lóðarinnar, þar sem mætast Hringbraut og Suðurgata (Melavegur), hefur ýmsum komið til hugar að reisa mætti fag- urt stórhýsi t.d. byggingu yfir þjóðminja- og listasafn landsins; þetta er framkvæmd ríkis- ins og því happdrættistekjum háskólans óvið- komandi. Þegar fyrri hluti leikfimishússins er reist- ur, tel ég, að næsta verkefni háskólaráðs verði athugun á, hvernig girða skuli háskóla- lóðina. Girðing þarf að vera traust, smekk- leg og sem ódýrust, því að þetta er feikna- flæmi. Fyrst þegar gripheld girðing er kom- in, má byrja á gróðursetningu runna og plantna. Hvernig græða skuii og fegra lóðina er mesta vandamál og margvíslegar hugmyndir og uppástungur koma vafalaust fram; okkur vantar einnig menn, sem hafa kunnáttu og smekk í þessum efnum. Fyrst er því að lúka skuldum þeim, sem hvíla ennþá á háskólabyggingunni, því næst að byggja leikfimishús. Nú sem stendur van- rækir um helmingur stúdenta þessa skyldu- grein, og býst ég við, að margir beri fyrir sig, að svo mikill tími fari forgörðum að sækja leikfimiskennslu langt austur í bæ, og að leikfimistímarnir rekist á kennslustundir í sumum námsgreinum. Háskólarnir í Norðurálfu, að undanskildu Englandi, eru fyrst og fremst stofnaðir og starfræktir til þess að veita nemendum á- kveðinn þekkingarforða í ýmsum vísinda- greinum, kenna þeim aðferðir í rökréttri hugsun og leiðbeina þeim um rannsóknarað- ferðir í viðkomandi námsgrein, svo að þeir Framhald á bls. 24 8 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.