Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 6

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 6
VIDHALDSDYGDIR ÞJDÐANNA BJARNIJÓNSSON FRfl UOGI Grein þessi eftir Bjarna Jónsson frá Vogi var prentuö í bœklingi, er Alþýöufræösla Stúdentafélagsins gaf út áriö 1917, sem sérprentun úr „Landinu“. Þeirrar tíöar stafsetningu er haldiö. Ritnefnd Stúdentablaös 1. des. þótti hœfa aÖ birla þessa grein aÖ nýju vegna þess, aö hún flytur enn veröugan boöskap og ber vott um víösýni og skarpskyggni manns, er lagÖi drjúgan skerf til lokasóknar í fullveldisbaráttunni. 1. Nú standa yfir hin mestu fjörbrot þjóðanna í heiminum, sem sögur fara af, og er J^á sérstaklega eðlilegt að vér athug- um nú, hver eru J:>au öll í þjóðunum, sem öruggust reynast þeim til viðhalds. Vér sjá- um að sumar þjóðir eiga skamman blóma- aldur og verða mestan hluta æfi sinnar ciðr- um háðar eða hverfa með öllu. Aðrar þjóðir renna upp sem fífill i túni, vaxa að valdi og auði og bæla undir sig aðrar jafnstórar og stærri þjóðir og eiga sér langan blóma- aldur. Þessu valda mismunandi eiginleikar og eðlisfar þjóðanna. Efnið er í sjálfu sér flókið og umfangsmikið, en nokkra höfuð- Jxetti mundi mega rekja og sjá, hverjar séu höfuðviðhaldsdygðir Jreirra. 2. Lítum þá fyrst á orðið clygð. Nii er Jretta orð nafn á lofsamlegu hátterni, sem opnar mönnum dyr himinsins, áður á morgni aldanna merkti Jaað duginn til Jaess að berjast fyrir lífi sínu og sinna. Er það auðsætt á ætterni orðsins, því að dygð er komið af orðinu dugur. Sama er um þýzka heitið á Jaessu sama, Tugend, að það er leitt af taugen = cluga. Latneska heitið er virtus, dregið af vir = karlmaður og er frumþýð- ing Jress karlmenska. Þessi orð hafa fengið svo veglega merking, sem nú hafa þau af því, að dugnaður og karlmenska var áður mesta dygiðin. Þau ein máttu vernda ein- staklingana, líf þeirra og frelsi. Sama er um þjóðirnar. Tungan er sú bók, sem þjóðirnar rita í skoðanir sínar og þeirra skoðun er samkvæmt ofangreindu orðaætterni, að dugurinn sé höfuðdygð. Orðið dygð hefur svo bundna og takmarkaða merking að ég verð að velja annað. Kalla ég þessa viðhalds- dygð þjóðanna dugandi. Undir dugandina tel ég hreysti og hug- prýði í hernaði og hverskonar mannraun- um. Vér íslendingar höfum jafnan haft þær dygðir og höfum enn. Til hins liggja önnur dýpri rök, að það hefur kornið oss að litlu haldi. Dugandin felur og í sér orku og áræði á sjó og landi bæði til einstaklings og þjóðar þarfa. Það er dugnaður kallaður (á máli sníkjumenningar vorrar: energí(-iðl), grísku energeia (af (en)ergon íverknaður = orka þ. e.: verka). — Landnámsmenn höfðu Jressa kosti og sýna verkin J:>ar merkin. Því að landnámið er þess hinn Ijósasti vottur. Hélzt Jrað og svo hinar fyrstu aldir. Þó mun mega bregða forfeðrum vorum um [rað, að Joeir hafi lagt of litla rækt við farmenskuna og hafi þegar á fyrstu öldunum látið Aust- menn ná of miklum tökum á verzlun og samgöngum. En þá keyrði um Jrvert bak, er innlent stjórnleysi hafði fleygt þeim á fót- skör erlends konungs. Þá Jrvarr Jreim svo orkan, að þeir létu draga alla verzlun úr höndum sér og leituðu eigi annara landa, þá er bönd voru lögð á verzlun og siglingar tii Noregs. Þar skorti Jaá eina af helztu við- haldsdygðunum og þess vegna lagðist ein- okunin yfir landið og saug úr Jrví blóð og rnerg og kom Jjví gersamlega á kné. En [rað lof eigum vér, að atorka og áræði í atvinnu- vegum rís nú upp aftur. 3. Önnur höfuðdygð þjóðum til viðhalds er stjórnsemi, Jrví að án hennar dettur alt í mola. Ágætir hæfileikar einstaklinganna verða eigi að hálfu liði án hennar, af Jdví að þeir vinna Jrá oft liver gegn öðrum eða, J)ótt eigi fari svo illa, þeir verða eigi sam- taka. Undir stjórnsemi tel ég fasta og viturlega lagasetning. Lagasetning hinna fornu ís- lendinga var í bezta lagi, og voru þeir um ýmsa hluti forgöngumenn á Jrví sviði, svo sem um afnám hólmgöngunnar. Undir stjórnsemi heyrir einkum einörð, orkumikil, vitur og réttlát framkvæmdar- stjórn. Þar var öðru máli að gegna hjá for- feðrum vorurn en um löggjöfina. Því að í hinu forna Jrjóðveldi voru var alls engin framkvæmdarstjórn. Menn hlýddu því eigi lögum, og dómum varð eigi fullnægt. Þar af leiddi vígaferli og deilur á deilur ofan og að síðustu fullkomna óstjórn. Og það er víst og satt, að stjórnsemiskorturinn svifti þjóð- ina sjálfstæðinu, en sá missir varð orsök þess, að dugandinni hrakaði sem fyr var sagt. Forfeður vora skorti meginþáttinn í einni hinni helztu viðhaldsdygð Jrjóðanna. Enn hefur þessi J)jóðdygð, stjórnsemin, löghlýðnina í sér fólgna, því að stjórnsemi og löghlýðni eru eigi annað en tvær hliðar á sama hlut. Sakir þess, að engin var hér framkvæmdarstjórn, vöndumst vér á, að STÚDENTABLAÐ 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.