Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 10
TOMAS GUDMUNDSSON
FAEIN ORD
Á FOLLVELDISAFMÆLI
Ritstjórn Stúdentablaðsins hefur boðið
mér rúm fyrir nokkrar línur vegna full-
veldistökunnar fyrir fimmtíu árum. Eg met
þau tilmæli til mikillar vinsemdar, eða —
ætti ég fremur að segja — til samúðar með
manni, sem orðinn er nógu gamall til að
muna svo langt aftur í tímann. En hvort
heldur er, kann ég hinum ungu stúdentum
góðar þakkir.
Annað mál er það, að ég hef átt dálítið
annríkt að undanförnu og sé ekki enn fram
á, að ég geti sinnt Stúdentablaðinu að
neinu gagni. En jafnvel þótt ég reyndi í
örfáum orðum að skýra frá því, hvernig
heimurinn kom mér fyrir sjónir hinn 1.
desember 1918, gæti ég tæplega vænzt þess,
að sú upprifjun hefiði sögulega þýðingu. Og
ég get því síður borið um það, hvernig til-
veran leit út í augum jafnaldra minna um
þær mundir.
En víst eru mér þessir haustmánuðir
1918 í fersku minni. Ég var þá seytján ára
piltur í 4. bekk Menntaskólans, þeim hin-
um sama og seinna hefur verið kenndur við
skáld sín, óþarflega mörg, og vitanlega
höfðu viðburðir þeirra daga mikil áhrif á
okkur unglingana. Það hefði minna þurft
til. Og nú vill svo vel til, að ég hef áður
reynt að lýsa stærstu dráttunum í ásýnd
þessara undarlegu tíma, og get fylgt því hér.
Því að satt er það — þetta voru undarlegir
tímar og miklir af sjálfum sér. Það má fá
liugboð um þetta, ef litið er í annál haust-
mánaða 1918. Þar rekur hver stórviðburð-
ur annan. Hver dagur rís undir voveiflegu
tákni. Einn kyrran októberdag ber rauða
eldsúlu við loft í austri. Það er Katla, sem
er tekin að gjósa, og næstu kvöld ganga
menn upp að Skólavörðu og horfa í undrun
og ótta á Jretta ferlega gamlárskvöld höfuð-
skepnunnar. Á þessu gengur næstu vikur.
Þá er Katla þrotin að kröftum, en í svip-
aðan mund og eldnornin hefur dregizt í
híði sitt, er öðrum og enn geigvænlegri
hildarleik lokið. í fyrsta sinn eftir fjögur ár
er fáni friðar dreginn að hún um víða ver-
öld. En hér í Reykjavík er enginn viðlátinn
að sinna slíkum degi. Bærinn engist í
skugga hryllilegrar drepsóttar, sem breytir
fjórðu hverri vistarveru í líkhús. Þessi sami
skuggi hvílir enn yfir bænum hinn 1. des-
ember, þegar þegjandalegir menn safnast
fyrir framan og sunnan Stjórnarráðshúsið
til að fagna stærsta sigurdegi þjóðarinnar —
fyrsta fullveldisdeginum. Nei, þessum und-
arlegu dögum verður ekki lýst fyrir nein-
um þeim manni, sem ekki lifði Jrá.
En Jrað er einnig satt, að óharðnaðir
unglingar geta fullorðnazt æðihratt í návist
svo tröllslegra viðburða. Magnþrungin
ringulreið áhrifanna fyllir Jrá orku, sem
þeir kunna ekki sjálfir nein skil á. Það er
eins og verið sé að hlaða „batterí“. Og með
einhverju móti verður þessi orka að fá út-
rás. Og kannske er Jrað skýringin á allri
þeirri skáldskaparástríðu, sem sótti svo
mjög á okkur, hina ungu menn í Mennta-
skólanum.
Og 1. desember 1918? Ég stóð með félög-
um mínunr við stjórnarráðsgirðinguna í
Bankastræti og horfði á, þegar hinn íslenzki
fáni hófst að hún og blakti Jrar í fyrsta sinn
yfir frjálsu íslandi. Víst var Jretta áhrifarík
sjón og man ég vel, að sumu roskni fólki
vöknaði um augu. Slíkt líður ekki úr
minni, og enn finnst mér sem ég hafi þarna,
í fyrsta og síðasta sinni á ævinni, staðið
frammi fyrir þjóð, sem komin var um lang-
an veg út úr nótt og dauða, hafiði Jrolað
ofurmannlegar raunir, en lifað af vegna
þess, að hún hafði alla tíð varðveitt vonina
um Jrennan dag í hjarta sínu.
Ég held, að okkur öllum, ungum sem
gömlum, hafi þótt mjög vænt um land
okkar Jrá stundina. Og er það ekki tiltöku-
mál. En þegar ég nú skyggnist um í hópi
okkar félaganna á næstu árum eftir 1918,
finnst mér einnig bera á því, kannski tals-
vert meira en ég hef orðið var við seinna,
að ungum mönnum í Jrá daga hafi einnig
þótt vænt um Jrjóðfélag sitt. Og megi ég
að lokum bera fram einhverja ósk á fimm-
tíu ára fullveldisafmæli Jrjóðarinnar ís-
lenzkum stúdentum til handa, verður hún
umfram allt sú, að Jreir megi ávallt bera
gæfu til að unna landi sínu, en einnig, og
í engu minni mæli, að þykja vœnt um þjóð-
félag sitt.
Tómas Guðmundsson.
STÚDENTABLAÐ
10