Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Síða 17
dálítið slæmur að ganga í takt” Vlðtal við Rétur Benediktsson Ég er fæddur á Skólavörðustígnum, í næsta húsi við tugthúsið, 8. des. 1906. Hverjir vom foreldrarnir? Benedikt Sveinsson, alþingismaður, lengi íorseti neðri deildar, og seinast skjalavörður á þjóðskjalasafni, og Guðrún Pétursdóttir. Og er nokkuð um æskuárin að segja? Ég hef lítið um þau að segja, var víst ósköp venjulegur reykvískur götustrákur. Ég var alinn upp hjá ömmu minni, Ragn- hildi Ólafsdóttur frá Engey og seinni manni hennar, Bjarna Magnússyni, báta- smið og fiskmatsmanni. Þér farið í menntaskólann, er eklii svo? Jú, ég fór í menntaskólann, fyrst þó í Miðbæjarbarnaskólann, sem var þá eini barnaskólinn fyrir utan Landakot, og síðan í menntaskólann, tíðindalítill námsferill, ég var í hópi þeirra minnstu í mínum bekk, alltaf stikkfrí í boltaleik og komst aldrei yfir hestinn. En hvenær taliið þér stúdentspróf? Árið 1925. Og þá farið þér beint í háskólann? Já, þá fór ég beint í lögfræði. Og hvernig var nú andinn i háskólanum? Voru menn pólitískir? Já, við vorum það nú nokkuð, og þó var það nú ekki fyrr en á seinni árum mínum í háskólanum, að stúdentaráðskosningar fóru að verða pólitískar. Það var víst á þriðja ári mínu í háskólanum sem Fram- sóknarmenn gengust fyrir því að allir J^eir rauðleitu bundust leynisamtökum um að ná meirihluta í stúdentaráði. Við hinir höfðum engan viðbúnað haft, svo að þeim varð vel ágengt. Það var rétt á eftir, sem Jónas frá Hriflu ætlaði að takmarka að- gang að háskólanum. Og honum tókst þá að ginna ekki aðeins prófessorana, heldur meirihluta stúdentaráðs með sér í þessa vit- leysu. En við fengum yfirgnæfandi meiri- hluta stúdenta á móti þessu, og vettvangur- inn, sem þá var notaður a£ „andspyrnu- hreyfingunni“ var Stúdentafélag háskólans. Það var anzi skemmtileg viðureign á sín- um tíma. Já, en pólitik stúdenta hefur aðallega snúizt um þeirra hagsmiinamál? Það má segja, að eftir þetta urðu stúd- entaráðskosningar töluvert pólitískar, því að þeir, sem dingluðu aftan í Jónasi voru náttúrlega Framsóknarmennirnir og mis- munandi tegundir af sósíalistum. Þá var enginn sérstakur kommúnistaflokkur, en kratarnir voru náttúrlega miklu rauðari en Jreir eru núna. Hvernig hugsaði Jónas sér að takmarka aðgang að háskólanum? Bara að ákveða töluna, sem mætti inn- ritast í hverja deild. Og átti það að fara eftir einkunnum eða .. .? Já, að sjálfsögðu. Og hvað tekur svo við að náminu loknu? Að loknu náminu fór ég mjög fljótlega í utanríkisþjónustu Dana. Jón Krabbe, sem var fulltrúi íslendinga í danska utanríkis- ráðuneytinu, hafði komið því til leiðar, að nokkrir ungir íslendingar gætu komizt Jrar að til starfa. Sá fyrsti sem fór var Stefán heitinn Þrvarðarson, sem seinna vahð skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu og síðan sendiherra í London og Kaupmannahöfn. Hann var þar nokkur ár, tók síðan til starfa í forsætisráðuneytinu hér heima, Jrví að þá máttum við ekki hafa sérstakt utanríkis- ráðuneytinu. Sambandslagasamningurinn var túlkaður þannig á því tímabili. 17 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.