Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 52

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Page 52
Frá Féfagi yið- skipfafræðinema Starfscmi Félags viðskiptafræðincma var með allra mesta móti á síðastliðnu starfsári. Stjórnina skipuðu: I>ráinn Þor- valdsson, form.; Björn Theodórsson, rit- ari; Margrét Þóroddsdóttir, gjaldkeri; Páll Gústafsson, form. AIESEC-nefndar; Valdimar Tómasson, NHS-ritari og Björgvin Schram og Bergþór Konráðsson, ritstjórar. A liðnu starfsári bar Norrania for- mannarádstejnu efalaust hæst, en liún var Jialdin hér á landi í fyrsta sinn frá þvi að Félag viðskiptafræðinema gerðist aðili að NHS, Sambandi norrænna við- skipta- og hagfræðinema. Erlendir gestir á ráðstefnunni voru 13, en fjöldi viðskiptanema hér við liáskól- ann tók þátt í ráðstcfnunni, auk for- manns félagsins. Bjuggu hinir erlendu gestir á einkaheimilum, en snæddu á veit- ingastað f Reykjavík. Þótti ráðstefnan takast með ágætum. Funclastarfsemi var lífleg á árinu. Tveir kynningarfundir fyrir nýstúdcnta voru haldnir. Á öðrum þeirra í liyrjun nóv- cmber var starfsemi Félags viðskiptafræði- nema kynnt, og síðan ræddi próf. Guð- Iaugur Þorvaldsson almennt um námið í deildinni. Þá var og iialdinn sérstakur kynningarfundur, þar sem nýstúdentar voru „vígðir" til náms með viðhöfn, en sá háttur hefur verið tekinn upp við deildina. Stjórn félagsins tók upp þá nýbreytni að rita erlendum sendiráðum með ósk félagsins um að fá að heimsækja þau og kynnast atvinnu- og menningarlífi við- komandi landa. Aðeins barst svar frá hinu bandaríska og var það heimsótt í boði Karls F. Rolvaag, ambassadors. Voru fluttir fyrirlestrar um Bandaríkin og sýnd kynningarkivkmynd. Þá voru allir gcst- komendur leystir út með bókagjöfum. Tveir kvöldfundir voru haldnir á veg- um félagsins: Annar var haldinn í febrú- ar, þar sem Ólafur Nílsson, skattrann- sóknarstjóri skýrði frá starfsemi embættis skattrannsóknarstjóra og rætt var um skattaeftirlit ríkisins almennt. Hinn fundurinn var haldinn að Hótcl Sögu með prófessorum deildarinnar. Var þar rætt um deildarmálefni og þrír við- skiptanemar höfðu framsögu, hvcr um einn málaflokk. Tveir visindaleiðangrar voru farnir: Hinn fyrri var innanbæjar og þá heim- sótt fyrirtækin O. Johnson & Kaaber ann- ars vegar og Verksmiðjan Vífilfell hins vegar. Þótti sá lciðangur takast með ágæt- um. Síðari vísindaleiðangurinn var til Vestmannaeyja, og var þar dvalið yfir helgi. V'ar staðurinn skoðaður og at- vinnulíf kynnt í boði bæjarstjórnar. Voru viðskiptanemar mjög ánægðir með þann leiðangur, enda móttökur Eyjabúa með mikltim ágætum. Hin árlcga Mágusarhátið, en svo nefn- ist árshátíð dcildarinnar, var haldin 8. marz. Hófst hátfðin á sal Háskólans, þar sem iðnaðarmálaráðherra, hr. Jóhann Hafstein, ræddi um iðnþróun á íslandi og framtíðarþróun í iðnaðinum. Þá var Mjólkursamsalan heimsótt og rekstur hennar kynntur. Um kvöldið var dans- leikur og borðhald að Hótel Loftleiðum, en aðalræðumaður kvöldsins bar Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur. Félag viðskiptafræðincma cr aðili að AIESEC, sem er alþjóðlcg samtök við- skipta- og hagfræðinema. Gangast sam- tökin árlega fyrir gagnkvœmum nem- endaskiplum, þannig að hingað koma er- lendir viðskipta- og hagfræðinemar, en islenzkir halda utan. Útvega viðkomandi félög síðan þcssum skiptinemum atvinnu í viðkomandi löndum. Hingað komu 5 stúdentar, en 6 fóru titan. Á liðnu starfsári kom Hagmáil, blað deildarinnar, út einu sinni, en auk þess var nýtt rit á vegum deildarinnar, Mág- usarfréttir, gefið út, en því riti er ein- göngu ætlað að flytja deildarfréttir og er dreift innan deildarinnar, en Hagmál er rit, sem flytur vísindalegar greinar um hagfræðileg málefni, og er dreift utan skólans, sem og innan deihlarinnar. Á vegum félagsins starfar vinnumiðlun, sem eins og nafnið bendir til, vinnur að þvf að útvega viðskiptanemum og verð- andi kandídötum atvinnu. Er ráðgert að auka starfsemi vinnumiðlunarinnar f framtfðinni. Að auki mætti hér geta nokkurra hags- munamála nemenda Viðskiptadeildar, sem unnið var að á árinu. Er þcss fyrst að geta, að reglugerð deildarinnar var breytt á s.l. vetri, og tóku nemendur all- ríkan þátt í undirbúningi þeirra. Þá er og þess að gcta, að nemendur voru á s.l. hausti mjög óánægðir með kennsluskrá deildarinnar og fengu henni breytt í sam- ráði við prófessora deildarinnar. Má segja, að samstarf nemenda og prófessora í deildinni sé mjög gott, báðum aðilum til heilla. Auk framangreinds er þess að geta, að Félag viðskiptafræðinema gegnst mánað- arlega fyrir hádegisverðarfundum um at- vinnu- og efnahagsmál, og eru til þess fengnir fyrirlesarar. í þessari yfirlitsgrein hcfur aðeins ver- ið stiklað á stóru og drepið á það helzta. Segja verður, að félagslíf innan deildar- innar sé mjög gott, og almenn þátttaka í því. Verður að vona, að svo verði í fram- tíðinni. í stjórn Félags viðskiptafræðinema fyrir næsta starfsár eru: Agnar Friðriksson, form.; Magnús Gunnarsson, varaform. og ritari; Sveinbjörn Óskarsson, gjaldkeri; Ármann Orn Ármannsson, form. AIES- EC-nefndar; Reynir Eiríksson, NHS-rit- ari og Brynjólfur Bjarnason, formaður ritnefndar. Agnar Friðrilcsson. Fró Félagi stúdenta í heimspekideild Félag stúdenta í lieimspekideild var stofnað 3. febrúar 1966 og er þar með yngsta deildarfélag innan háskólans, en jafnframt það fjölmennasta. Áður hafði Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræð- um, gegnt þvf hlutverki að gæta hags- muna stúdenta í deildinni. Eftir að nám- greinum fjölgaði og nám í deildinni varð yfirgripsmeira, leiddi af sjálfu sér, að Mímir, scm jafnframt ber skýringarheit- ið: félag stúdenta í íslenzkum fræðum, gat ekki komið fram sem hagsmunafélag, né starfað sem fulltrúi allra stúdenta í deildinni gagnvart stjórn deildarinnar og æðstu stjórn skólans. Og þrátt fyrir að íslcnzk fræði (íslenzka og sagnfræði) væru sett inn í B.A.-kerfið og þeir stúdentar í íslenzku, sem lesa til B.A.-prófs eigi þar með í mörgn tilviki svipaðra hagsmuna að gæta og þeir, sem lesa undir sama próf í öðrum greinum, gat Mímir ckki starfað sem félag allra námsgreina. Fyrsti for- maður og einn aðalhvatamaður að stofn- un Félags stúdenta í hcimpekideild var Björn Teitsson, |>á Björn Þorsteinsson og eftirmaður hans Atli Rafn Kristinsson. 14. nóvember s.l. var haldinn aðalfundur og þá kosnir í stjórn: Sigurður Benja- mínsson, formaður; Hrefna Arnalds; Gfsli Magnússon; Valdimar Gunnarsson og Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, ásamt þriggja manna varastjórn. Starfsemi félagsins er ýmsum vand- kvæðum bundin og hefur það í mörgu tilliti sérstöðu meðal deildarfélaga í H.f. Samt sem áður hefur verið reynt að gera sitt livað, scm menn hefðu gagn og ánægju af. Á hverju vori er efnt til ferða- laga og var fyrsta vorið farið um Borgar- fjörð; næsta vor heimsóttu heimspeki- deildarstúdentar Laugarvatn og Skálholt og síðastliðið vor var svo farið um Þjórs- árdal og Búrfcllsvirkjun skoðuð undir leiðsögn verkfræðings, sem útskýrði leyndardóma þessa mikla mannvirkis. Gerð var tilraun með námskynningu innan deildarinnar f haust, aðallega ætl- uð nýstúdentum, þar scm eldri stúdentar miðluðu af reynslu sinni í sambandi við námið. Miklu fé var cytt til að auglýsa kynningu þcssa og má scgja að það hafi að mestu leyti farið forgörðum, því fáir komu. Ef til vill hefur kynningin verið af snemma á ferðinni, nýstúdentar ekki komnir nægilega inn í námið til þess að geta spurt um hina ýmsu þætti þess. Síðastliðinn vetur reyndu stúdentar í latínu til forprófs að fá námsefni í greininni minnkað, þar eð vinna í sam- bandi við námið þótti sízt minni cn f aðalgreinum. Stjórn félagsins vann að lausn þessa máls f samvinnu við stúdenta þá, sem hlut áttu að máli. Skipuð var nefnd af hálfu prófessora til að kanna málavöxtu og gerði hún tillögur, er fólu í sér minnkun á námsefni og jafnframt rýmkun á tfmatakmörkun. Fengu stúd- entar þar með framgengt óskum sínum. Slfk samvinna milli stjórnar Félags stúd- enta í heimspekideild og hagsmunaliópa innan deildarinnar er æskileg. f vor fékk félagið loks fastafulltrúa á deildarfundum (fundum prófessora og kennara deildarinnar). Þrátt fyrir að full- trúinn liafi ekki atkvæðisrétt, er hér um að ræða mikilvægan, en jafnframt sjálf- sagðan áfanga á leið stúdenta til meiri álirifa á stjórn skólans. Samkvæmt reglugerðarbreytingu fer kennsla í landafræði (landa- og jarðfræði) nú fram í verkfræðideild og starfar þá Félag stúdenta í landafræði ekki lengur innan heimspekideildar. Flcstum mun kunnugt um niðurfell- ingu greinar um almenn málvísindi og hljóðfræði til forprófs úr reglugerð nú f liaust. Félagið beitti sér fyrir upptöku þessa ákvæðis aftur í reglugerð ásamt fulltrúa sfnum á deildarfundum, Helga Þorlákssyni og formönnum S.H.Í. og mcnntamálanefndar S.H.Í. Hófst kennsla aftur f nóvember. Félagið hefur ennþá ckkert afdrep fengið fyrir starfsemi sína og veikir þetta að sjáfsögðn enn frekar aðstöðu félagsins, en von er að með tfð og tfma rætist úr þessu, þó að hugtakið „tfð og tími“ láti dauflega í eyrum. Þegar þetta er ritað er fyrirhuguð út- koma lítils bæklings á vegum félagsins. Tilgangurinn er í og mcð að vckja at- liygli á tilvist félagsins, auk þess scm drepið verður á ýmis mál, er félagið varða. Gæti bæklingur þessi c. t. v. orðið vísir að stærra blaði, sem kæmi út reglu- lega, vettvangur ýmissa mála, er varða deildina, og þá væri loks fenginn grund- völlur undir öfluga starfsemi — fastur punktur, sem starfsemin gæti snúizt um. Að lokum er sú ósk, að stúdentar f hcimspekideild sýni félagi sínu meiri áhuga en verið hefur, því á þeim veltur liagur þess. Nóvember 1968. Atli Rafn Kristinsson. STÚDENTABLAÐ 52

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.