Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Side 10

Fálkinn - 17.12.1932, Side 10
F Á L K I N N 6 jp Astardrykkur Lyfjabúðín „Bláa ljósið“, er niðri í bænum, milli Borgar- gölu og Aðalstrætis, þar sem styst er bilið milli þessara gatna. Bláa ljósið er ekki þesskonar apotek, þar sem mest ber á sælgæti, vindlingum og andbts- dufti. Biðji menn þar um kvala- stillandi meðul þá fá menn ann- að en sælgæti. í Bláa ljósinu eru ekki við- hafðar þessar nýtísku vinnu- sparnaðaraðferðir lyfjafræðinn- ar. Þar eru smyrslin hrærð og ópíum og kamfórudropar siaðir og blandaðir. Enn þann dag í dag eru pillur búnar þar til á bak við háa lyfjaborðið, — þær eru hrærðar og hnoðaðar á pillubrettinu, eltar og lagaðar til með fingrunum, sáldrað yfir þær magnesium-dufti og síðan afgreiddar í litlum kringlóttum pappírsöskjum. Lyfjabútðin stendur á götuhorni, þar sem liópar af tötralegum, ærslafull- um krökkum leika sjer og þau liirða sinn skerf af hóstadrop- unum og styrkingarlyfjunum. Ikey Schoenstein var nætur- vörður í Bláa ljósinu og vel lát- inn af viðskiftamönnunum. Þannig er það i þessum gam- aldags og yfirlætislausu lyfja- búðum. Þar er lyfjafræðingur- inn einsi og' vera ber, leiðbein- Ikey’s Eftir 0. HENRY andi, ráðgjafi og vinur við- skiftamannanna, altaf reiðubú- inn til þess að upplýsa og fræða, og hin leyndardómsfulla þekk- ing bans og lærdómur er virt og í hávegum höfð og fult traust borið til lyfjanna. Ikey hafði bogið nef, notaði gleraugu og yfirleitt var lærdómssnið á hon- um enda var hann vel þektur í nágrenni lyfjabúðarinnar og menn sóttust eftir að leita ráða hjá honum. Ikey bjó og borðaði hjó frú Riddle i þriðja stræti þar frá. Frú Riddle átti dóttur, sem hjet Rósa. Og það þarf ekki að orð- lengja um það — menn geta gert sjer slíkt í hugarlund — Ikey elskaði og tilbað Rósu. Hún gagnsýrði allar hugsanir hans; hún var aðall og ímynd alls þess, sem hann áleit háleitast og fegurst. En Ikey var feim- inn og vonir lians köfnuðu í uppburðarleysi og óframfærni. Fyrir innan lyfjaborðið var hann einskonar æðri vera, og var þá með sjálfum sjer hárviss um sjerþekkingu sína og gildi; en þegar út kom var hann veiklulegur , hikandi og nær- sýnn maður, sem bifreiðarstjór- arnir höfðu mestu skömm á. Föt hans fóru illa, voru ötuð af allskonar meðalaslettum og lyktuðu af Hoffmannsdropum og Chloroformi. Sá, sem mestu eyddi af smyrslunum hjá Ikey var írskur unglingsmaður, Chunk Mc GovV- an að nafni. Chunk Mc Gowan sat líka um livert bros frá Rósu. En hann var ekki annar eins við- i vaningur og Ikey, hann kunni á þvi lagið. Samt var hann kunningi og viðskiftavinur Ikeys. og kom oft við í Apotek- inu til þess að fá joð á marblett eða plástur yfir skeinu eftir skemtilegt kvöld úti 1 bænum. Einu sinni, siðari hluta dags, varð Mc Gowan gengið inn í lvfjabúðina. Hann kom fámáll og hljóður eins og hann var vanur og settist á stól, karl- mannlegur og fríður sýnum. „Ikey“, sagði hann, þegar vin- ur hans var búinn að sækja mortjel, sestur og farinn að mylja í sundur einhver lyfja- eíni. „Hlustaðu nú á. Jeg þarf að fá meðul hjá þjer, ef þú hef- ir til það sem jeg þarf að nota“. Ikey leit rannsakandi framan í Mc Go*wan, en sá þar engin merki þess að hann hefði lent í áflogum. „Farðu úr treyjunni", sagði hann. „Jeg þykist svo sem vita að þú hafi verið stunginn með hníf á milli rifja. Jeg hefi oft sagt þjer ,það, að þessir ítalir myndu einhvemtíma gera út af við þig“. .„■* Mc Gowan brosti við. „Það eru ekki þeir“, sagði hann. „Þeir eiga enga sök á þessu. En þú iefir getið rjett til um það hvar sjúkdómurinn ér, — hann er innanundir treyjunni, nálægt rifjunum. Jeg skal segja þjer nokkuð, Ikey — við Rósa ætl- um að hlaupast á búrt og gifta ol kur í kvöld“. Ikey hjelt með vinstri vísi- fingrinum um barminn á mor- tjelinu til þess að lialda því stöðugu og hann barði óafvit- andi á fingurinn á sjer með mortjelstautnum. En liann fann ekkert til þeás. I þessum svifum livarf brosið af andliti Mc Gow- ans og hann varð þungbúinn og áhyggjufullur á svipinn. „Það er að segja, hjelt hann áíram, „ef henni snýst ekki hug- ur áður en þar að kemur. Við höfum í hálfan mánuð verið að r ðgera að strjúka. Þennan dag- inn segist hún vilja það, en sama kvöldið aftekur hún það með öllu. Okkur hefir nú kom- ið saman um að gera þetta í kvöld og Rósa liefir verið á- kveðin í því í samfelt tvo daga. En ennþá eru fimm klukkutím- ar til stefnu og jeg er dauð- l.ræddur um að hún muni gugna þegar á hólminn er kom- ið“. „Þú varst að tala um að þig vantaði meðul“, sagði Ikey þur- lega. Mc Gowan var órólegur og með þjáningarsvip — alt öðru vísi en-hánn átti að sjer að vera. U N GI1R ©g G A M LUR gleðjast af hinum hressandi og ánægjulegu áhrifum, ef káffið er úr bláröndóttu pokunum með rauða bandinu. Kaffibrensla 0. JOHNSON & KAABER.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.