Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.12.1932, Blaðsíða 12
8 F Á L K I N N Jól með Björnson Eftlr NULLU FINSEN Björnson elskaði ekkert land eins og Noreg; en þegar dimmu- þungi skammdegisins lagðist yfir landið, grásvartur himinn af snjó kom niður í dalinn og kuld- inn sendi fyrsta gustinn, þráði hann suðurlönd. — Og suðurlönd voru frá hans sjónarmiði ávalt Róm. Tindrandi sól, kyprusvið- urinn, scm bar eins og blossi við hláan m'.nn, hið undarlega sambJand al' þöglum menjum foi naldarinnar og lilmettaðri feg urð liins lifanda lífs heilluðu hann með krafti, sem ekki varð viðnám veitt. Mörg ár æfi sinn- ar fór hann þangað suður, og í livert sinn sem gamla og digra Maria heyrði að Björnson væri kominn í horgina tíndi hún sam- an pjönkur sínar og sagði við þá, sem hún var í vist lijá: „Nú eru húsbændurnir komnir!“ Og meðan Björnsons fólkið var í Róm lifði hún ekki fyrir aðra. Gamla María kunni ekki aðeins að búa til dásamlegan italskan mat, hún lærði líka að sjóða grjónagraut og baka piparhnet- ur. Hvað gerði það til þó liún væri að stikna í framan og verkj- aði í þreytta fæturna —- ef hún aðeins gat glatt „il mie maestro" — liann, sem kom daglega fram í eldhúsið og þakkaði fyrir hina ágætu Zuppa romana, ágæta matinn, sem liún framreiddi, Alt í einu, þegar við Karoline sitjum og erum að rabba í stóru fallegu stofunni og horfum út í yndislegan garð, þar sem hávax- in trje hallast yfir gulrauðan múrvegginn en hvelfing Pjeturs- kirkjunnar gnæfir við himinn í fjarska — — þá er eins og skjóti upp í meðvitund okkar endurminningunni um jólatrjen mörgu frá þeim tímum, sem gleði og sorg lífsins var svo fljót að líða hjá og svo lítilvæg. Það var eins og við værum staddar i heilum skógi af jólatrjám.... og því lengra, sem við liurfum aftur i tímann, því fegurri voru trjen.... greinarnar bar við himin, ljósin tindruðu eins og djörnur næturinnar. Og við Karoline verðum eirð- arlausar, fáuin ekki frið; liugs- um aðeins um eilt: við verðum, við skulum ná í grenitrjc. Þó það sje lítið, hvað gerir það. Sólmettaður ilmur grenitrjesins, i-Jitrandi ljómi ljósanna ó að hera okkur boð um fagnandi gieði æskunnar, um alla þá sem við elskum. Og við höfðum mist alla von. ... þá konuun við loks uga á svolítið grenitrje. Við höldum hamingjusamar og sigri hrósandi lieim með herfangið. Á aðfangadaginn var öll kor- só.n böðuð í sól. Það var eins oí. allir Skandinavar liefðu sett hverir öðrum stefnumót þar, þeir skutust inn og út um liúð- ardyrnar, eins og biflugur. Hvort maður þektist eða eldd, hvað gerði það til — maður kinkaði kolli og brosti við hverri Ijós- hærðri eða bláeygðri manneskju sem maður sá. Og þegar lieim kom var ann- riki bæði úti og inni; Björnsson mátti elckert vita. En þegar við sátum um kvöldið fjarri þeim sem við unnum mest, þá gerði litla jólatrjeð — óskreytt en að- eins með flöggum með nöfnum barna og barnabarna — fjar- lægðina á milli stutta og auð- velda. Karoline er svo barnslega glöð þegar hún situr við að klippa flöggin og skrifa á þau og bind- ur þau svo við sterku litlu grein- arnar - öll nöfnin, sem um- hyggja hennar beinist að. Og livað Björnsson varð glaður! Það var aðeins einn skuggi sem kom inn í ljóshafið þar sem við sótum og liöfðuín alla sem við unnum hjá okkur. Brjef sem hermdi að Ibsen mundi ekki eiga langt eftir ólifað. „Hann liafði víst svo mikið að berjast við í sínum innra manni“.---------— En svona vil jeg muna liann, eins og þegar jeg kom til hans síðast og hann sagði: „Jeg var einmitt að hugsa um gamla daga — •—• og veistu það — í endurminningunum varst það þú og aftur þú, sem komst til mín. Og það varst þú, sem mjer þótti vænst um af öllum“. Nú var hringt og inn kom frú Blossi, sem Björnson hafði búið lijá í gamla daga. Hún lijelt ítalskt matsöluliús með hvítlauk og ekki meira en svo hreinlegt, en í dag hafði hún tjaldað því sem til var. Hún var í svartri silkikápu, með hringi á hnubb- aralegu fingrunum og langa eyrnalokka í litlu eyrunum; sagði liún með hæfilegu mikil- læti frá sínum högum. Og unga fallega fiðlumærin, sem þegar hafði lagt talsvert af hnettinum undir sig, rithöfundurinn fró Sikiley, sem Björnson las ítölsku með daglega keptust um að baða út liöndum og lýsa gleði sinni og þakklæti .... Líka kom Al- fons inn, litli fátæki drengur- inn, sem Björnson liafði fundið uppi í Apennínafjöllum; hann . . . „sem hafði svo guðdómlega rödd,að það væri óhæfa að hann fengi ekki að veita unað þús- undum manna, sem þyrsti í fegurð og list. Það var blátt áfram óleyfilegt að fela svona undrabarn — já, óleyfilegt“. Og svo höfðu þau hann með sjer til Róm; þau ætluðu að sjá um hann, Scambatti, æðstiprestur listarinnar ætlaði að gera það sem liann gæti til þess að hjálpa lionum .... En svo skeði það merkilega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.