Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1932, Page 44

Fálkinn - 17.12.1932, Page 44
40 F Á L K I N N Leikstarfsemi á Akureyri Eftir HARALD BJÖRNSSON Frú Anna Stephensen sem Þórnnn Hyrna í ,,Helgi magri“. Fyrstu leiksýningar á Akureyri. Ef saga Akureyrar vrði skrif- uð — þó ekki væri neriaa frá því, er kaupstaðurinn fjekk bæjarrjettindi — yrði ekki jneð rjettii gengið framlijá þeiin lið i menningar- og þroskasögu jiessa bæjar, sem bundinn er við bugtakið leikbús og leiklist. Svo mikilsverður þáttur hefur ieik- listin verið í bæjarlífinu síðustu 75 ár. Það er freistandi, að skrifa langt mál og ítarlegt um vöxt og viðgang þessarar list- ar, bæði á Akureyri og í öðrum kauptúnum norðanlands, en í jiessari stuttu grein, mun að- eins stiklað á helstu aðalatrið- unum, og einungis vikið að þeirri blið málsins, er viðkem- ur Akureyrarbæ. Það er mál manna, að tilraunir til leikrita- gerðar og leiklistar, sjeu all- gamlar i norðurlandi. Áreiðan- legar beimildir eru fyrir bendi um það, að sjónleikir liafi verið liafðir um liönd á Akureyri um miðja síðustu öld, eða laust fyr- ir 1850. Gömlu íslensku smá- leikritin „Brandur“ og „Narfi“, eftir Sigurð Pjetursson voru Jiá sýnd |>ar. Sýningar þessar fóru fram í pakkhúsi einu j)ar i bæn- um. Þeir, sem stóðu að sýning- uiuim voru sjálfboðaliðar, sem liöfðu áhuga fyrir því, að hyrja þennan vísir til sjónleika. Engin gögn munu vera við líði nú, er gefið gætu upplýsingar um hinn listræna árangur af starfi þessu, en um liitt er á- reiðanleg vitneskja að þorpshú- ar veittu jiessari tilraun mikla athygli, og var þvi aðsókn hin Lesta þrátt fyrir óvistlegt og ó- hlýlegt áhorfendasvið. Enda var áhorendum síst vandara um en leikurunum, sem höfðu orðið að búa sig i þykkar yfirliafnir með niðurbrotnar stormbúfur og l ríðarvetlinga, til að þola við í'yrir kulda á meðan þeir æfðu leikina. Næstu áratugina eftir þessar sýningar, — sem óhætt mun að telja með þeim allra fvrstu hjerlendis — eða alt framundir 1870 voru árlega sýnd á Akur- eyri ýms smáleikrit, islensk og útlend. „Den poiitiske Kande- slöber" eftir L. Holberg var l. d. sýndur, í íslenskri þýðingu (Vefarinn með tólfkóngavitið), sem gerð var af presti einum á Hrafnagili í Eyjafirði, sem og ljek aðálblutverkið. Á j)ess- um árum var j)ó ekkert fast leikfjelag í bænum. Gleðileikjafjelagið. En árið 1870 var stofnað hið fvrsta leikfjelag á Akureyri. Nefndist það „Gleðileikjaf je- Har. Björnsson, sem prof. lilenov i ,,Sá sterkasti“. lagið“, og eins og nafnið bend- ir til var markmið þess, að alda uppi leiksýningum i bæn- um með betra fyrirkomulagi og af meiri vandvirkni en tíðk- ast hafði undanfarið. Aðalstofn- endur j)ess voru Jakoh Haf- stein kaupm. — bakarmeistara- hjónin Anna og Henrik Schiöth, svo og kaupm. nokkur er Jen- sen hjet. Hann var útlærður ieikari frá kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn en fatlaðist svo af slysi að liann hætti við ])að starf, og gaf sig að verslun. Hann var góður skopleikari, ;g hinn glöggvasti leiðbeinandi, enda mjög vel að sjer i þessari hstagrein. Nú voru aðallega sýnd útlend leikrit t. d. „Jeppi á FjalW’, „Tímaleysinginn“ eftir Holberg — „Andbýling- arnir“ og „Gestir í sumarleyfi“ eftir IJostrup o. m. fl. Þar sem áðalleikéndurnir voru útlend- LeiksviðiS á Akureyri. ingar og töluðu dönsku bet- ur en íslensku var j)að ekki ó- eðlilegt, þó að leikið væri á dönsku. Fjelagið fjekk stórt pakkhús til afnota, þar var bygt kiksvið, og lrnsið lagað lil eftir þörfum. Bæjarbúar voru mjög ánægðir með þessar sýningar, og sóttu j)ær vel, enda munu j)ær hafa verið stór viðburður, og mikil tilbreytni í hinu til- bréytingalausa lifi smákaup- staðarins. íhúar Akureyrar voru þá um 700, svo að hvert leikrit var venjulega ekki sýnt oftar en 4 ö sinnum. Lög j)essa fjelags eru að mörgú leyti merkileg, og bera með sjer, að þau eru sniðin eftir reglum og lögum fullkoinins leikhúss, senniléga að ráði Jensén’s. Hjer er j)ví miður ekki rúm til að birta þau í heild, nje vikja nánar að efni þeirra. Það á lieima í leiksögu Islands. Leikendur kröfðust engrar jióknunar fyrir starf sitt. Beinn kostnaðúr var því búningar og leiktjöld, — sem hin listfenga og fjölhæfa frú Anna Schiuöth, oftast annaðist. Hún málaði oft teiktjöldin sjálf og gerði alla búninga af hinni mestu smekk- visi. Margrjet Valdimarsdáttir sem Guð- ný i Ljenharði fógeta. \lfh. Einarsdóttir sem biskupsfrúin í Galdra-Lofti. Fyrsta gestaleiksýningin á íslandi. Árið 1878 rjeðist fjelagið i J)að stórræði að sýna Skugga- svein (M. J.). En þó með því móti, að ráða utanhæjar- og ut- anfjelagsmann til að leika að- alldutverkið, Skugga-Svein. Ungur bóndi, Hallgr. Hallgrims- son frá Rifkelsstöðum í Eyja- firði varð fyrir valinu. Hann var mikill á velli, glæsilegur og raddmaður góður. Hann var nú gestnr fjelagsins á Akureyri i 0 viluir þótti mikið til sýn- inganna koma. Greiddi fjelagið allan kostnað við dvöl hans á Ak. — annað kaup fjekk hann ekki. Gömul skilríki um þetta herma svo: „Samstarf var hið besta, leikendur sýndu allir mikinn áhuga, á æfingum, eng- inn veik burl fyr en æfingu var lokið. Fór þá allur hópur- inn inn á „Bauk“ og drekli crfiði kvöldsins í kollu af heitu rommloddýi var þá oft glatl á hjalla — en þó alt með sið- semi. — Leiksviðið var lýst með kertaljósum. — Á milli þátla söng kór, sem til þess

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.