Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Síða 20

Fálkinn - 08.05.1963, Síða 20
Primadonnur og trúbadorar Svo er sagt, að meistarinn Giuseppi Verdi, hefði ekki viljað láta tenórinn í Rigoletto hafa nóturnar fyrr en í síð- ustu lög, þegar frumsýna átti verkið. Söngvarinn var mjög taugaóstyrkur og spurði því, hvort tónskáldið væri búið að semja lögin. — Já, ég er búinn, svaraði Verdi, — en ef einhverjir óviðkomandi menn heyra lögin, á meðan verið er að æfa þau, þá verða allir hér í Feneyjum farnir að raula lögin og fólkið mun segja, að ég hafi stolið þeim. Söngvarinn varð auðvitað að láta sér svar þetta lynda. En svo auðveld og einföld var síðasta arían, að hann lærði hana á svipstundu. Áður en frumsýn- ingin var úti, höfðu margir Feneyja- búar líka lært hana og heyra mátti ræð- árana í göndólunum syngja við raust: La donna é mobile. (Hvei’flynd er konan). Af þessari litlu sögu má marka nokk- uð vinsældir tónskáldsins Giuseppi Ver- dis á velgengisárum hans. En frægð hans hefur fremur aukizt með árunum en minnkað, og óperur hans eru sýnd- ar um öll lönd. Hér á íslandi hafa þær líka verið sýndar og innan skamms mun Þjóðleikhúsið uppfæra II Trovatore, eða Trubadorinn. Það er þess vegna ekki úr vegi að rifja svolítið upp sögu tónskáldsins. Giuseppi Verdi var sonur fátækra foreldra. Hann fæddist í litlu sveita- þoi’pi, Le Roncole, sem stendur í Pó- dalnum. Þar rak faðir hans, Carlo Verdi, gistihús og í því húsi Bebbino, eins og hann var kallaður heima fyrir, í heiminn. Eins og hjá mörgum tónlist- Verdi, gistihús. í því húsi kom Bebbino, litla fljótt fram. Dag nokkurn, þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall, bar að garði flakkara með lírukassa. Þótt tónar kassans væru ekkert sérlega fagrir, hreifst snáðinn af þessu undra- tæki og gat blátt áfram ekki slitið sig frá flakkaranum. Hann tók eftir þessu og hvatti gestgjafann til þess að láta drenginn í læri. Það varð úr. Snáðanum var fengið hljóðfæri og tónlistarmaður í þorpinu fenginn til að segja honum til. 12 ára gamall var Bebbino litli orðinn, orga- nisti við þorpskirkjuna. Skammt frá þessu friðsæla sveita- þorpi stóð kaupstaðurinn Busseto. Carlo Verdi var mjög annt um, að drengurinn læi’ði eitthvað nytsamt og kom honum í læri í borginni hjá skósmið. Fljótlega spurðist, að skósmíðalærlingur þessi væri óvenjulegum tónlistargáfum gædd-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.