Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 4
Skólavörðustíg 41. Sími 20235. Viðgerðir- og varahlutaþjónusta ARS ABYRGÐ EINKA UMBOÐ Margar gerðir af sýningartjöldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. Margar gerðir af ljósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþ j ónusta |Leiðbeinum meðhöndlun. á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga FDTIIM FRA Um áfengismál unglinga. Góðan daginn póstur minn! Ég ætla nú að byrja á að þakka þér fyrir alla ánægju- lega útúrsnúninga. Auðvitað er það vínmálið margumrædda, sem náð hefur mínum hægfara heila. Ég er á bannaldrinum góða, má ekkert gera, en geri allt. Ég brosti bara og hristi höfuð- ið yfir fávísi hins opinbera, að ætla sér að banna ungu full- orðnu fólki að neyta víns, heil brigð skynsemi setur sig upp á móti öðru eins glapræði. Skyldu templarar og hið opinbera ekki sjá, að það væri ólíkt skynsamlegra að heimila fólki, sem náð hefur átján ára aldri, að smakka vín úr há- fættum glösum á vínveitinga- stöðum heldur en að neyða það til að þamba guðaveigar úr tröllauknum flöskum, sem allir keppast við að fá sem mest úr áður en farið er á dansleik. Að útkomunni er ekki að spyrja, þetta unga fallega fólk verður dauðadrukkið, óhuggu- leg æska, segja forráðamenn- irnir, eða réttara sagt flónin, sem setja slík lög, sem valda eyðileggingu- og hörmung. Útkoman yrði allt önnur og ólíkt betri, ef þeir, sem kalla sig forráðamenn og ganga um með pípuhatt og staf, opnuðu örlítið vinstra augað og litu yfir þá forsmán, sem þeir hafa framkallað með gerðum sínum. Við skulum nú enda þetta með að segja aumingja flónin, en það sagði hún amma mín, þegar henni stórmislíkaði við einhverja. Ps. Eruð þið búnir að frétta að það er búið að höggva tærn- ar af veslings hafmeyjunni í Höfn? Kveðja. AAOO. Svar: Þetta er ágœtt og liressilegt bréf hjá þér og gaman vceri aO fá fleiri slík frá ungu fólki. Þeir, sem þekkja þessi mál hvaO bezt, dyraveröir og starfsmenn á vín- veitingastööum, segja, aö ástand- iö mundi stórbatna, ef aldurstak- markiö yröi fœrt niöur l átján ár. Þetta meö tcernar liöföum viö þegar frétt. Svar til 0.: Þaö er sennilega heldur lítiö sem þú getur gert úr þessu. Ekki nema þú lieimsækir andstceöinginn og biöjir liann afsökunar, ef þér finnst þaö ekki of lítilmótlegt. En þú hefur fariö heldur illa aö ráöi þínu og af þessu getur þú dregiö nokkurn Tœrdóm þegar fram líöa stundir. Varöandi seinni liö bréfs- ins, viljum viö ráðleggja þér aö leita lœknis. Þaö er hiö eina rétta. Hávaði. Háttvirta blað! Er það ekki rétt hjá mér, að hávaði geti verið skaðlegur. Ég hef lengi haldið þessu fram, en fáir hafa viljað hlusta á mig. Það hefur yfirleitt verið hlegið að mér, og það stund- um hátt, sem fer mikið í taug- arnar á mér. Nú bý ég í fjöl- mennu húsi og þar er oft mikið um hávaða. Hvað á ég að gera? Kona. Svar: Jú, mikill hávaöi er hcettulegur og getur fariö illa meö fólk, þaö getur hreinlega bilaö á taugum viö mikinn liávaöa, t. d. háværan og ónotálegan lilátur. Ef þaö er mikill liávaöi í húsinu, sem þú átt heima í, skaltu snúa þér til borg- arlæknis og hans manna. Þeir eiga tælci, sem mælir hávaöa og vita livaöa hávaöi er Iwettulegur mönnum. Svar til Þ.: Þaö er lítiö hœgt aö gera úr þessu, búið aö húkka af þér döm- una og hinn gœinn áreiöanlega ferlega töff. Kdnnski er bezt, aö þú œfir Atlas, eöa Judo, sem er nú öllu nær. Já, geröu þaö og talaöu svo viö gæjann, kannski ekki endilega um dþmuna, heldur bara svona almennt. Láttu okkur svo vita. Þjónusta við bílaeigendur. Pósthólf vikublaðsins Fálkans, Reykjavík. Öll þjónusta hér í borg er til mikillar fyrirmyndar eins og við þekkjum ÖU. Nú síðast er okkur minnisstæðust kvöld- sölumálin svonefndu, þegar bannað var að selja á kvöldin nema í gegnum op. Margir tóku þetta óstinnt upp, og voru öfga- fullir í þessum efnum, og sögðu að þetta sannaði, að hér væru verzlanir ekki fyrir fólkið held- ur fólkið fyrir þær. Að hugsa sér svona hugsanahátt. Það dylst víst engum að bíll- inn er hið mesta þarfaþing. Ef maður á bíl, eru strætisvagn- arnir óþarfir, nema svo illa standi á, að bíllinn sé á verk- stæði. Þá getur maður líka skroppið í bíó á kvöldin, þeyst í rykmekki úr bænum um heig- ar og ekið með þá kunningja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.