Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Síða 19

Fálkinn - 04.01.1965, Síða 19
Fiat-bifreiðarnar eru vel þekktar hér á landi, einkum Fiat 1100, sem hefur verið einna mest seldur hér. Alls hafa verið seldar hér um 500 Fiatbifreiðar. Það eru margir, sem ekki vita, að Fiatverksmiðjurnar eru meðal elztu fyrirtækja í bílaiðnaðinum — hafa starfað ein 65 ár. „Bíll dagsins,“ segja ítalirnir þegar þeir ræða um nýjasta bílinn frá Fiat, Fiat 850, sem er hvað verð og stærð snertir milli Fiat 600 og Fiat 1100. Fiat 850 er svar við Volkswagentýpunni, verður sennilega dálítið ódýrari, en mjög líkur að stærð, þótt hann sé gjörólíkur að ytra útliti. Á sama hátt og á Volkswagen er farangurs- rými framí, en vélin afturí. Fiat 850 er 2ja dyra og rúmar 4—5 í sæti. Hann virðist mjög rúmgóður og það er kostur að hægt er að leggja niður aftursætið til að koma fyrir rúmfrekum farangri. Vélin er 4ra síl- indra, 40 ha. og gírkassinn er fjögurra gíra. Hámarkshraði er 120 km. á klst. Að sjálfsögðu er búið að reyna bílinn í hitabelti Afríku og á Suðurheimskautinu. Orka, sem hefur umboð fyrir Fiat, á von á Fiat 850 með vorinu. slSíSgiSls Wmm tllÉllÍilllllll Si. ’ ' iilitÁÍ: ÍSáv1513:II::; « Hér sést hvernig vélin er staðsett og undirvagninn byggður á Fiat 850 Þannig lítur Fiat 850 út. Þetta finnst okkur á rit- stjórninni afburða fallegur bíll, en hann er af gerðinnl Fiat 2300 og kostar dálítinn pening, líkl. 330—350 þús- und kr. Véiin er 150 ha. og mestur hraði 190 km á klst. Það er enginn slíkur bíll til á fslandi, en ef einhver hef- ur áhuga á að kaupa, þá hlýtur Orka að hafa áhuga á að selja. Það sakar ekki að geta þess um leið og kaupin eru gerð, að það hafi allt verið Fálkanum að þakka að þið eignuðust svona fínan bíl! FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.