Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 34
HEIMILISTÆKI S.F. HAFNARSTRÆTI 1 - SÍMI: 20455 Kópavogshæli . . . — Þeir eru með afbrigðum veðurglöggir, bræðurnir, segir Ragnhildur, oft eru þeir að tala um veðurofsann og vetrar- hörkurnar í heimabyggð sinni. Þeir hafa verið hér í nokkur ár og oft eru þeir að rifja upp ýmislegt að heiman. Þeir fylgj- ast með ýmsu og sumt finnst þeim undarlegt, til dæmis hlægja þeir dátt að því nú skuli hafizt handa um að gera flugvöll í plássinu þegar fólkið er allt að flytjast burt. Einn bræðranna er læs og skrifandi og Ragnhildur víkur sér að honum og spyr hvort hann hafi skrifað mömmu sinni nýlega. Þá brosir hann við og hristir höfuðið. Hinsvegar hef- ur hann ekki látið undir höfuð leggjast að skrifa ýmsum blómarósum sem hann þekkir heima. Og þá verður okkur hugsað til þess sem Björn sagði fyrr, 34 FÁLKINN að það er ekki ýkja mikill mun- ur á okkur og þeim. Og það er síður en svo að bræðurnir láti þjóðmálin í léttu rúmi liggja, þeir eru eindregn- ir stuðningsmenn.............. flokksins, allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þeir kveðja okkur af sinni inngrónu háttvísi, hofmannleg- ir og vingjarnlegir og kímnin leynir sér ekki í svipnum. — Þetta eru aristókratar, segir Ragnhildur þegar við er- um komin út á ganginn aftur. Við höldum áfram göngunni úr einni deild í aðra. Hver deild er algerlega út af fyrir sig, snyrtiherbergi og matstofa fylgir hverri deild svo enginn samgangur er á milli. Það þyk- ir gefa betri raun að hafa sem fæsta saman. Herbergin eru afar misjafn- lega búin og þau Ragnhildur og Björn segja mér að stefnt sé að því að breyta þeim smám saman úr sjúkraherbergjum í venjulegar vistarverur. Ég veiti því athygli hvað hjúkrunarfólk virðist margt í samanburði við vistfólkið, það lætur nærri að komi tveir sjúklingar á hvern starfsmann. Gæzlufólkið er flest, konur og karlar, 36 tals- ins á deildum. Síðan er fólk, sem starfar í eldhúsum sauma- stofum og vinnustofum. Ég kom í stóran sal í austur- álmunni þar sem margir sátu að vinnu. Þar unnu karlar að því að hnýta kúlupoka og gæzlumaðurinn kvartaði undan því að plastefnin væru að kippa stoðunum undan þessari fram- leiðslu þeirra. Ungur maður sat við borð og dró vír gegn- um viðarfjöl, hann sagði mér að hann væri að búa til strá- kústa og sýndi mér sýnishorn af framleiðslunni, spurði hvort mig vantaði ekki kúst. Og þarna sat unglingsstúlka við vefstól og óf. Vinnan á vefn- aði hennar var einstaklega vönduð og fallegt handbragð. Einn vistmannanna fléttaði strámottur með ýmis konar munstri marglitu. Hann kunni ekki að telja og þó skeikaði honum hvergi þótt munstrið væri symmetriskt, hvergi var lykkju of eða van, þó fór hann aðeins eftir auganu. Allmargar konur sátu við prjóna. Vinnan er hjálpræði flestra þeirra sem dveljast á Kópa- vogshælinu. Það er ómetanleg lausn í því fólgin fyrir þetta fólk sem ekki hefur hlotið nægan andlegan þroska að bjarga sér á eigin spýtur í þjóð- félaginu. Lögð er öll áherzla á að kenna vistfólkinu vinnubrögð við sitt hæfi. Á þann hátt nýt- ist starfsorka sem að öðrum kosti færi í súginn en þó er hitt meira um vert og skiptir höfuðmáli að vinnan er eitt bezta læknisráðið. Þeir sem mesta starfsgetu hafa hjálpa til á deildunum og við önnur heimilisstörf innan húss og utan. Vinna hinna er að miklu leyti föndur og dægradvöl af ýmsu tagi, þó er reynt að fram- leiða nytsama hluti, aðallega prjónavöru til heimilisnota, þannig að ekkert þarf að kaupa af því tagi, og sama máli gegn- ir um gólfteppi, dregla, kústa og annað þess konar. Við komum einnig á deild þar sem ekkert var unnið og ekkert haft fyrir stafni. Þar dvelst fólk sem lifir í sífelldu rökkri hugans. Fæst af því getur talað og enginn þeirra er fær um að leysa af hendi ein- faldasta verkefni. Gæzlufólkið verður jafnvel að hafa gát á hreinlæti sumra þeirra. Sumir sitja og stara í gaupnir sér, aðr- ir rölta um gangana, á bekk situr ung stúlka og grúfir and- litið í höndum sér eins og hún sé yfirkomin af sorg, um leið og við göngum framhjá lítur hún upp og hlær. Önnur stúlka liggur á gólfinu og leikur sér að brúðu. Á bekk meðfram glugganum situr allmargt manna, sumir líta ekki við okk- ur, aðrir horfa á okkur rétt í svip og af augnaráðinu verð- ur ekkert ráðið, hvorki sorg né gleði, kvíði né kæti. Aðeins tómlæti, óendanlegt tómlæti... í einni stofunni vindur sér miðaldra kona að Birni for- stöðumanni og spyr: — Hvenær fæ ég að fara heim? Fæ ég að fara heim í marz? ^ Björn klappar henni vin- gjarnlega á öxlina. — Alveg sjálfsagt. Við skul- um segja 19. marz. Síðan segir Björn mér að Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.