Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 7
Konan á myndinni heitir Michele Morgan, frönsk kvikmyndaleikkona, er iðulega hefur sézt hér í kvikmyndum. Maðurinn, sem er með henni á mynd- inn, heitir Bernhard Oury og er fram- kvæmdastjóri fyrir einhverju fyrirtæki suður í Frakklandi. Þau hafa þekkzt í nokkur ár og verið að sögn ágætir vinir. Svo var það s.l. sumar, að leikkonan var að leika í kvikmyndinni „Landru“. Eitt atriði myndarinnar er tekið í Fen- eyjum, og þegar verið var að vinna að því, átti Bernard leið þar um og dvaldi þar nokkurn tíma. Þá felldu þau hugi saman, eins og sagt er, og brúðkaup þeirra stendur nú fyrir dyrum, ef það hefur þá ekki þegar farið fram. VILL EKKI EINHVER HJÁLPA ÞESSARI STLLKIJ? Þessi stúlka, sem við birtum myndir af, heitir Hellen Lui og segist vera tuttugu ára gömul. Hún vinnur við það á daginn að selja appelsín- ur og aðra ávexti úr vagni, sem hún hefur á aðalmarkaðstorginu í Hong- kong, þar sem hún á heima. Á kvöldin selur hún ferðamönnum á hótel- inu Miramar Arcade minjagripi. Hún segist eiga sér einn draum: Hún vill gjarna komast til Norðurlanda, helzt Noregs eða Svíþjóðar og fá þar vinnu. Ekki sem ljósmyndafyrirsæta eða sýningarstúlka, heldur sem barnfóstra og fóstra bláeyg og ljóshærð börn. Og hún spyr, hvort ein- hver vilji ekki útvega sér þannig vinnu. Hún tekur það fram, að hún hafi engan áhuga á að passa stóra stráka, þótt þeir séu ljóshærðir og bláeygir. v.-.-v •• '•.-vy \. •• v FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.