Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Page 39

Fálkinn - 04.01.1965, Page 39
Tom Jones... yrða, að margan heitan kossinn hefur hún gefið henni, þegar hún hugði að enginn sæi til...“ Lengra komst hún ekki í frá- sögn sinni, því að landeigand- inn ruddist inn í sömu svifum og ýtti harpiskordunni inn fyr- ir þröskuldinn. Var ekki laust við að Tom Jones fölnaði ei- lítið og titringur færi um hann þar sem hann lá, þegar hann leit hljóðfærið. Undir kvöldið kom ungfrú Soffía inn til þeirra, fegurri en nokkru sinni fyrr og Jones veitti því strax athygli, að hún bar handstúkuna góðu. Hún lék og söng fyrir þá lögin, sem fað- ir hennar hafði mest dálæti á og hafði hann ekki augun af henni á meðan hún lék og söng. En nú gerðist það, og oftar en einu sinni, að handstúkan rann fram af úlnlið henni og truflaði hana við korduslátt- inn. Faðir hennar var maður skapbráður og handfljótur þeg- ar því var að skipta og nú þreif hann af henni handstúk- Una allt í einu og varpaði henni á aringlæðurnar. Soffía spratt á fætur og mundi ekki hafa orðið viðbragðsfljótari þó að hjarta hennar lægi á glæðun- um, en hún var að bjarga hand- stúkunni. Þannig var siðferðisvirki það, sem Tom Jones hafði um sig hlaðið, tekið með leiftursókn, en allur sá góði ásetningur, sem hann hafði sett þar á vörð, lagði óðara á flótta svo að guð ástarinnar gat haldið mót- spyrnulaust og sigri hrósandi, inn fyrir hliðið. Tom Jones varð það nú eitt ©g helzta áhyggjuefni hvernig hann ætti að slíta sambandi við Molly, að það yrði henni sem Sársaukaminnst og hagur henn- Br sem öruggastur. Ekki þóttist hann í neinum vafa um hug SKARTGRIPIR 'trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTIi 16 SÍMI 2-1355 ungfrú Soffíu og ekki duldist honum það heldur, að Moliy þoldi ekki neinn samanburð við hana. Kom honum það úr- ræði einna helzt til hugar, að bjóða Molly ríflega íjárupp- hæð til framfæris, ef hún leysti hann af loforðum hans. Þegar armur hans var svo gróinn, að hann gæti gengið um með hann í fetli, neytti hann færis að heimsækja Molly án þess nokkur á búgarðinum vissi um ferðir hans. Sat móð- ir Mollyar og systur að te- drykkju, þegar Tom Jones bar að garði, kváðu þær Molly ekki vera heima og urðu dálítið kindarlegar á svipinn. Tom Jones grunaði því að þær segðu ekki satt, þó að hann fengi ekki skilið hvers vegna, og er hann gekk á þær, varð yngstu systur- inni loks að orði að „Molly lægi uppi í bæli.“ Tom Jones var ekkert feim- inn við að heimsækja vinu sína þó að þannig stæði á. Hann hélt upp hrörlegan stigann að hanabjálkaloftinu yfir kofan- um, þar sem svefnskonza Mollyar var. Honum til nokk- urrar undrunar kom hann þar að læstum dyrum, og ekki varð hann síður undrandi á því hve lengi það dróst að ástvina hans opnaði, enda þótt hann segði strax til sín. En þegar hún að lokum sneri lyklinum í skránni, og Tom Jones gekk hálfboginn inn fyrir þröskuld- inn, þar sem svo lágt var undir loftið að fullorðinn maður gat ekki staðið uppréttur þar inni, fagnaði hún honum vel. Brátt fór þó svo, að Molly tók að ásaka hann fyrir, að hafa ekkert skipt sér af högum hennar allan þennan tíma, og bera honum á brýn, að vafa- laust hefði hann verið sér ó- trúr, og grét hún sáran. „Þetta kallarðu að elska mig! Lætur mig hírast hérna eina og af- skiptalausa! Þú ættir að vita hve mikið ég hef þjáðst þín vegna. Allir aðrir karlmenn eru mér einskisvirði, og ef þú bregzt mér, lít ég aldrei við nokkrum manni, það sver ég!“ Ekki verður um það sagt hve lengi hún hefði látið dæluna þannig ganga, ef smáóheppni hefði ekki Orðið til þess að binda endi á orðaflauminn. Eins og nærri má geta, var ekki miklum húsbúnaði eða þægindum fyrir að fara þarna í hanabjálkaskonzunni. Þar var til dæmis enginn skápur. Þess í stað hafði Molly strengt ábreiðudruslu fyrir smáskot; fest hana með nöglum á bita en faldurinn nam við gólf, en á bak við hana geymdi hún þær fáu betri spjarir sem hún átti. Nú vildi svo til, að hún steig á ábreiðufaldinn í mælskuofsanum og ekkatitr- ingnum, nema ábreiðan slitn- aði niður, og allt, sem falið lá þar á bak við, kom í ljós ... Framhald í næsta blaði. — Verið rólegir, Iierr* minn. Við eigum nóga sósu frammi í eldhúsi! — Ég starfa hjá ríkissjónvarpinu — leyfist mér að spyrja hvað þér eruð að gera hér í miðbænum í kvöld? — Ég hef óljósan grun, að það sé vissara fyrir okkur að ganga í stað þess að fara í lyftunni! — Þú hefðir alveg getað sparað þér ómakið, vinur. Það kom hér einn á svakalegri kerru, Jagúar sportmódeli, og tók hana systur mína með sér! FÁLK.INN 39

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.