Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 8
1. mynd: Hér starfa þrír vistmenn við að hnýta utan um netakúlur. 2. mynd: Tvær konur sitja við vefnað. Vefnaðurinn er furðu vandaður og handbragðið fallegt. 3. mynd Fjórir hjúkrunarnemar, talið frá vinstri: Helga ívarsdóttir, Ingibjörg Kolka, Guðrún Karlsdóttir og Helga Hermannsdóttir. Við lygnan voginn stendur húsaþyrping og grænar flatir allt umhverfis, þar liafa verið gróðursett tré sem nú eru orðin mannhæðarhá. Það er kyrrlátt og friðsælt þarna við voginn og umferðargnýrinn frá Reykjanes- brautinni er hér ekki nema fjarlægur dynur. Húsin sem snúa stafni mót suðri standa á einum fegursta stað í nágrenni Reykjavíkur. Og þarna eiga heimili 115 karl- ar og konur á aldrinum fjögurra til sjötíu og fimm ára, fólk, sem ekki á samleið með öðru fólki, fólk sem ekki getur séð sér farborða í þjóðfélaginu. Fávitahælið í Kópavogi. .. Við komum þar einn dag fyrir skemmstu og skyggnd- umst um undir leiðsögn læknis og forstöðumanns. Við vissum tæplega nokkurn hlut um starfsemi þessa hælis fyrr en þennan dag og eins mun flestum farið. Og þótti því ekki úr vegi að kynnast því fólki sem hefur gert það að ævistarfi að hlú og hlynna að vangefnum, kynnast viðhorfum þess og starfsaðferðum. Hjónin Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir og Björn Gestsson forstöðumaður hafa veitt hælinu forstöðu frá því það var tveggja ára, það var sett á stofn árið 1954 og aukið 1958. Nú er í byggingu mikið hús steinsnar vestan við meginhælið, þar verður á næstunni tilbúin 30 rúm fyrir vistmenn og ýmiskonar fullkomin aðstaða til að veita þeim hjúkrun og þjálfun. Því hefur stundum verið haldið fram að tala van- gefinna á íslandi væri hærri en í nágrannalöndum okk- ar. Ekki eru til fullnægjandi skýrslur um tölu vangefins fólks á íslandi en Danir telja að um 1% af íbúatölu Danmerkur sé vangefinn, þar af þarfnast tveir af hverj- um þúsund íbúum hælisvistar og aðrir tveir af hverjum þúsund íbúum opinbei'rar aðstoðar í einhverri mynd. Þar sem íbúatala íslands er 180 þúsund ætti samkvæmt þessu að vera þörf á um það bil 360 hælisrúmum fyrir vangefna einstaklinga. Af því má draga þá ályktun að fávitaháttur sé ekki algengari á íslandi en í öðrum löndum. Viðhorf alls þorra almennings til vangefinna hefur ekki verið mjög jákvætt allt til þessa dags. Áður fyrr trúði fólk því jafnvel að það væri sérstök refsing æðri máttarvalda ef foreldrum fæddist vangefið barn og ekki % örgrannt um að foreldrarnir trúðu því sjálfir. Að sjálf- sögðu er slíkum firrum tæpast að dreifa lengur en þó fer því fjarri að hleypidómar og fordómar í sambandi við fávita séu upprættir. — Það er ekki ýkja mikill munur á okkur og þeim, segir Björn Gestsson og á þar við sjúklingana á Kópa- vogshæli. Þetta er fólk eins og við. Það á við sömu örðugleika að etja, flest á það sömu hugðarmál og við, í lífi þess skiptist á sorg og gleði, kvíði og von. Og Ragnheiður tekur í sama streng: — Mér virðist þetta fólk skikkanlegra og félags- lyndara en annað fólk, segir hún. Vistfólkið á Kópavogshælinu á ekki því láni að fagna að vera heilbrigt. Það er ekkert dularfullt né uggvæn- legt við sjúkdóm þess og engin ástæða til annars en horfast í augu við hann eins og hvert annað tilvik náttúrunnar. Á ferð minni um Kópavogshæli sá ég ekki betur en þar ríkti ámóta lifsgleði og ánægja og utan þess, ef til vill meiri. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.