Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 27
var að stíga í ráðherrastólinn eða úr honum. Oft minnti hann mig á brezka þingmenn, en það er ein mín bezta skemmt- un, þegar ég kem til London, að fara í þinghúsið og hlusta á umræður þar. Thor Thors vandaði mjög ræður sínar og mat það mikils, að við reynd- um að skrifa þær nákvæmlega eftir honum. En stundum þurfti að lagfæra svolítið orð þing- manna, einkum er þeir töluðu blaðalaust.“ Þingskrifarinn alltaf sammála síðasta rœðumanni „Ertu ekki orðinn gersam- lega ópólitískur eftir að hlusta á allar þessar þingræður?“ „Ja, okkur kom saman um það, þingskrifurunum, að bezta ráðið til að verða hófsamur í pólitískum efnum væri að vinna lengi við þetta starf. Maður varð alltaf að vera sam- mála síðasta ræðumanni til að tryggja, að maður hallaði aldrei á hann í skriftunum. Ég hrað- ritaði líka oft ræður ýmissa þingmanna fyrir flokksþingin — þeim fannst þægilegra að semja þær beint og láta mig skrifa jafnóðum — þá gekk ég milli flokkanna á víxl, og ef maður verður ekki hóflega pólitískur af slíku, veit ég ekki hvernig hægt er að verða það.“ „Hvenær máttirðu eiginlega vera að því að læra guðfræði?“ „Ég byrjaði nú nokkuð seint á því námi. Fyrst gekk ég í Kennaraskólann sem óregluleg- ur nemandi og tók mín próf þar, en mig langaði að læra meira, og árið 1935 tók ég stúd- ■entspróf utanskóla. Síðan fór :ég í háskólann í Edinborg og ■lagði þar stund á uppeldis- og isálfræði, og þá gekk hraðrit- unin mín gegnum sinn hreins- unareld, því að ég notaði hana Óspart við að skrifa niður fyrir- Jestra og þegar ég var að semja ritgerðir sjálfur. Ásamt þing- skriftunum hef ég fengizt við að kenna ýmsar námsgreinar — sund, íþróttir, söng, fram- sögn, tungumál o. fl. — og við alla þá kennslu finnst mér hraðritunarþjálfunin hafa hjálpað mér. Hreyfing í íþrótt- um og hreyfing í hraðritun, , þetta er náskylt hvað öðru, og málakennsla og hraðrit- unarkennsla byggjast á ná- kvæmlega sömu grundvallar- atriðum. Straumlínur máls og stíls og straumlínur hraðritun- arinnar eiga margt sameigin- legt, og svona mætti lengi telja. Síðan árið 1940 hef ég kennt við Kennaraskólann, m. a. kristinfræði, en guðfræðinni hef ég alltaf haft áhuga á og árið 1950 tók ég embættispróf í henni frá Háskóla íslands. Ég var vígður árið 1963, sextugur að aldri, og þegar ég fékk eins árs frí frá kennslustörfum, gerðist ég prestur á Miklabæ í Skagafirði. Það var mér mikils- verð reynsla, og kynningin við fólkið þar verður mér ógleym- anleg.“ Kristinfrœðikennsla getur líka talizt til prestsstarfa „En ertu algerlega hættur preststörfum núna?“ „Maður ætti aldrei að segja haft mikla ánægju af kennslu- störfunum, og það er mér sönn gleði að hjálpa sem flestum eitthvað áleiðis í þeim greinum, sem ég er fær um að kenna.“ * * Sök bítur sekan Framh. af bls. 17. óku þeir með hann heim til Stínu, og lögreglumennirnir sögðu henni hvað fyrir hafði komið. Jóhann aðgætti vand- lega svipbreytingar hennar. Fyrst sá hann undrun, þá skelf- ingu, og loks samúð. „Ó ástin mín,“ hrópaði hún upp yfir sig og hljóp í fang hans, „þetta aldrei. Ég veit ekki; ég kenni kristinfræði við Kennaraskól- ann og hef yfir 200 áheyrend- ur í hverri viku — það getur líka talizt til prestsstarfa, held ég. Sá, sem vinnur að menntun kennara, hefur áhrif á æskuna nokkra áratugi fram í tímann, því að kennaraefnin eiga síðar eftir að leiðbeina börnum og unglingum, og það er mjög þýðingarmikið að leggja rækt við fræðslu þeirra, sem taka að sér svo alvarlegt verkefni." „Þú hefur auðvitað hraðritað stólræðurnar þínar?“ „Já, ég skrifaði alltaf upp- kast að þeim með hraðritun, en vélritaði þær á eftir. Annars er ég alvanur að halda ræður af hraðrituðu handriti, sem ég les jafnauðveldlega og prent. Enda væri ég ekki góð auglýs- ing fyrir Hraðritunarskólann minn, ef ég notfærði mér ekki sjálfur hraðritunina í daglega lífinu!“ „Þú ætlar að halda honum áfram þrátt fyrir allt þitt ann- ríki í kennslu og félagsmál- um?“ „Já, meðan þörf er á hraðrit- unarkennurum, mun ég reyna að uppfylla hana að því leyti sem mér er unnt. Ég hef ætíð hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig.“ Bölvuð tæfan. Ekki vantaði hræsnina. Stærri lögregluþjónninn sneri sér að Stínu. „Við spurðum manninn yðar um ættingja, en hann vissi ekki um neina. Vitið þér hvort hann á einhverja hér í bænum?“ „Já,“ svaraði Stína hiklaust. „Hann á hér systur og unn- ustu.“ Jóhann kipptist við. „Unnustu," hrópaði hann. Þeg- ar hann sá undrandi augnaráð hinna, hneig hann niður í stól, og muldraði eitthvað óskiljan- legt. „Þetta hefur verið mikið áfall fyrir hann,“ sagði annar lögreglumannanna samúðar- fullur. „Já, elskan, hann á unnustu hér, og systur,“ hélt Stína áfram. „Ég þekki systur hans meira að segja frá því í gamla daga, við vorum saman í skóla Ég fór einmitt að heimsækja hana daginn sem þú fórst austur að Selfossi. Hún býr í sama húsi og hann. En ég hitti Arnór ekki í það skiptið, þvi að unnusta hans var hjá hon- um.“ Jóhanni sortnaði fyrir aug- um. ,',Guð minn góður,“ stundi hann, hvað hef ég gert?“ Þau störðu á hann, og hann reyndi að hemja tilfinningar sínar. „Ég verð að leggja mig,“ stundi hann og reikaði á fætur. „Hann hefur fengið slæmt taugaáfall,“ sagði stóri lög- regluþjónninn, og það var enn samúð í rómnum. „Það er bezi að hringja á lækni." Læknirinn kom og gaf hon- um sprautu, en það var ekk- ert betra. Þegar hann sofnaði dreymdi hann angistarvein Arnórs, og inn á milli heyrði hann rödd Stínu: „Ég fór til systur hans dag- inn sem þú fórst austur. Ég fór til systur hans, systur hans.“ Hann vaknaði með æðis- legu ópi. —o— Fyrst hélt hann að hann myndi aldrei geta flogið fram- ar, en svo fann hann að van- líðanin stafaði einmitt af þörf fyrir að fljúga. Eitthvað ó- kennilegt afl beinlínis krafðist þess. Hann hringdi því út á flugvöll og bað um að fá Cubinn leigðan aftur. Þegar hann sagði til sín, varð stutt þögn hinum megin, og það var augljóst að náunginn var að hugsa sig um. En hann gat ekki fundið neina ástæðu til þess að neita honum um flugv^l, svo að hann hafði sagt O. K. Jóhann andvarpaði og hækk- aði flugið. Það var tekið að rökkva töluvert, og hann varð að fara að snúa vio. Hann hafði verið svo annars hugar, að hann hafði ekkert skeytt um hvert hann stefndi, en nú upp- götvaði hann skyndilega að hann var að koma að morð- staðnum, og hrökk við. Hann yrði að snúa við. Hann greip fastar um stýris- stöngina, steig á hliðarstýrið, og sveigði til vinstri. Flugvélin byrjaði að beygja, en réttist svo aftur, og hélt áfram í sömu stefnu og áður. Jóhann leit undrandi á mælaborðið, en allt virtist vera í lagi. H: -in leit til jarðar, en það var orðið svo dimmt, að hann sá landið ógreinilega. Hvað var eiginlega á seyði? Hann reyndi aftur að sveigja vélina af leið, en það fór eins og í fyrra skiptið. Þá reyndi hann að sveigja til hægri, en það fór á sömu leið. „Djöfullinn er þetta,“ muldr- aði hann. Skyndilega dróst stýrisstöngin aftur og vélin byrjaði að klifra. Jóhann reyndi að ýta henni fram og aftur, en það tókst ekki. Litla vélin steig stöðugt meira og Framha’d á bls. 30. 27 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.