Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 33
Kopavogshæli ... Framhald af bls. 9. leiðslur og hjálpar. Greindar- vísitala þeirra er frá 50 til 70 eða 75. Sé um börn að ræða þurfa þau að njóta sérstakrar skólagöngu og uppeldis, sem ekki er hægt að veita í vana- legum skóla. Lunderni þeirra og skapgerð ræður oft úrslit- um um hæfni þeirra og það er reynsla Dana og Norðmanna að 80% af vanvitum geti orðið færir um að sjá fyrir sér ef vel tekst til um kennslu og uppeldi. íslenzku orðin, sem hér eru notuð til flokkunar eru hin sömu og notuð eru í lögum um fávitahasli frá 1936 og það sak- ar ekki að geta þess að þau lög hafa verið sétt af furðu mikilli framsýni, því að þar er gert ráð fyrir öllum deildum sem nú tíðkast á stofnunum fyrir vangefið fólk. Á Kópavogshæli eru 114 vistmenn eins og áður er getið, þar eru 93 fullorðnir en 21 barn og unglingar. Þessir vist- menn skiptast þannig í greind- arflokka: örvitar eru 62, hálf- vitar 42 og vanvitar 10. Þessi hlutföll sýna að aðeins er hægt að vista þá einstaklinga sem mestum vandkvæðum hafa valdið. Hins vegar er þörf á fleiri hælisrúmum fyrir þá sem betur geta bjargað sér en þarfn- ast þó leiðsagnar og kennslu. Þau hjón Ragnhildur og Björn fræða mig á þessum stað- reyndum áður en við göngum inn á fyrstu deildina og heils- um upp á vistfólkið. Þótt tvö stór hús hafi verið reist á tólf árum er of þröngt um vist- mennina en húsnæðisvandræð- in leysast að miklu leyti þegár nýja húsið verður tekið í notk- un á næsta ári. En til þess að bæta úr brýnni þörf hefur ver- ið brugðið á það ráð að koma sumum vistmönnum fyrir í kjallara eldri húsanna. Fyrsta stofan sem við kom- um inn í er mannlaus. Þar búa tveir menn, þeir eru úti við þessa stundina. Þarna er ekki líkt neinu hæli. Það er engu líkara en komið sé inn í stáss- stofu hjá tveimur jungherrum í bænum, tveir svefnsófar und- ir vegg, skrifborð úr tekki og á því stendur vandað útvarps- tæki, á veggjum eru hansa- hillur, nokkrar bækur og ýmis konar smámunir. til skrauts, mynd í ramma á skrifborðinu, teppi á gólfinu. — Svona vildum við helzt hafa öll herbergin, segir Ragn- hildur, þeir sem hér búa hafa verið allra manna lengst á hæl- inu. Þeir kunna vel að meta þokkalegt umhverfi, leggja metnað sinn í að þrífa og snurf- usa herbergið. Það er okkar reynsla að fólkinu líði betur ef reynt er að hafa snoturt í kringum það. Þó er það ekki alls staðar hægt. Sums staðar þýðir ekki einu sinna að hafa gluggatjöld. En með því móti að færa þetta smám saman í betra horf, þá læra flestir að meta hlýlegar og smekklegar vistarverur. Og það stuðlar aftur að meiri hugarró og jafn- vægi. í næsta herbergi standa þrjú sjúkrarúm, skrifborð og glugga- tjöld. íbúarnir í þessu her- bergi eru viðlátnir og fagna okkur innilega. Hér búa þrír bræður, systir þeirra er einnig á hælinu. Þeir heilsa mér með handabandi og það skín hlýja og gleði úr andlitinu. Mér verður á að spyrja hvort þeir séu þríburar, það mætti halda þeir væru einn og sami maður- inn í þríriti, svo líkir eru þeir. En þetta eru ekki þríburar, aftur á móti voru foreldrar þeirra náskyldir. Einn þeirra gengur um gólf og verður helzt fyrir svörum, annar situr og leggur kapal og sá þriðji situr einnig og fylgist með bróður sínum leggja kapalinn. Allir þrír eru þeir snyrtilega klædd- ir svo hvergi er á þeim blett- ur né hrukka, allt viðmót þeirra einkennist af stakri kurteisi og góðlæti. Þeir eru hógværir og frjálsmannlegir í senn, koma fram eins og sannir aðalsmenn. Þeir eru aldir upp í blásnauðu koti í einhverju afskekktasta byggðarlagi lands- ins. Þeir hafa gengið til venju- legra sveitastarfa og eru ágæt- lega liðtækir við heyskapinn á Kópavogsbúinu. Og Björn rifjar upp atvik frá því í fyrra sumar þegar hey lá'flatt á tún- inu en útvarpið spáði rigningu. Það var gengið að því með oddi og egg að bjarga heyinu og allir sem vettlingi gátu vald- ið lögðu hönd á plóginn. Því þótti Birni undarlegt að einn bræðranna hélt að sér höndum og hafðist ekki að. Björn vék sér þá að honum og spurði hvort hann vissi ekki að von var á rigningu. Bróðirinn leit þá til lofts og brosti síðan við Birni um leið og hann svaraði: „Ég held það verði ekkert úr þessu.“ Og það kom ekki dropi úr lofti í Kópavogi þann daginn, þótt rigndi um allt Reykjanes og Mosfellssveit. Framhald á næstu síðu. með hirzlu tindir skrúliur og aniiað smádót'? Ef svo, þá er S41001” skáp" urinn lausnin* Framleiddir í þrem stœrð» niii: 16, 24 og 32 sktiffu. VINNUHEIMILID AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstoía Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík Brœðraborgarstíg 9, sími 22150.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.