Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 41

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 41
Alexandre Raimond hóf starf sitt sem þvottastrákur hjá hinni frægu Antione í Cannes. Þar var það Begum Aga Khan sem uppgötvaði hann og lét hann leggja á sér hárið fyrir brúðkaupið sitt. Og smám saman fikraði hann sig áfram þar til hann var orðinn mestur hinna miklu. En Alexandre á ekki fram- gang sinn eingöngu að þakka leikni sinni í hárgreiðslu. Frægð sína hefur hann ekki s'íður hlotið fyrir trúnað sinn og tryggð við viðskiptavinina, hann hefur aldrei látið neitt uppskátt um hina frægu við- skiptavini slna. Aðeins einu sinni hefur honum orðið á í messunni. Það var þegar hann kom því til leiðar að dóttir hans, Danielle sem er 21 árs og nemur listfræði, komst á hið ár- lega „debútantaball“ í París. En hún hafði ekki blátt blóð í æðum. Hann er ljúfur við viðskipta- vini sína og umgengst þá af sannri einlægni. Hann er djarf- ur til nýjunga í grein sinni. Það var hann sem klippti hið síða hár Juliette Greco sem gerði hana heimsfræga. — Og alltaf tekst mér að fá hertogaynjuna af Winsdor til að reyna nýjungar mínar, segir hann, vegna þess að ég gæti alltaf ýtrasta hófs og gæti þess að húri verði ekki alltof lík tízkudömu. — Ég fyrirlít allar eftirlík- ingar sem eru á ferðinni. .. hárgreiðsla er persónuleg, hún má ekki vera neinu öðru lík og verður að vera algerlega einstaklingsbundin. Það var Alexandre sem inn- leiddi hárkolluna í tízku á ný. Hann segir að hárkollan eigi að vera höfuðprýði hverrar konu. Að þær hafi ekki efni á að fá sér eina. Vitleysa, svarar Alex- andre. Þær geta bara sparað við sig í öðru. — Konuhár er lifandi, það er skylda hennar að sýna því fulla alúð. Hárið bregst við kulda, hita, raka... tauga- veiklun, öllu. Þeir sem hafa þunnt hár eiga að klippa sig stutt. Þá er eins og búið sé að klippa það burtu sem aldrei var í reyndinni. Alexandre Raimond fylgist náið með titlum viðskiptavina sinna og metur þá mikils sem eru aðalbornir. Hann snýst um allt konungskyns, Og á sveita- setri sínu Maingerard hefur hann sankað að sér konung- legum minjagripum af öllu tagi. Þar er krullutöng Maríu Antoniette og þar er kjöltu- rakki svo smávaxinn að Alex- andre gat haft hann með sér þegar Paola prinsessa giftist Albert hinum belgíska. Alex- andre hafði hundinn í vasan- um þegar hann óskaði brúð- hjónunum til hamingju! — Kona á aldrei að láta sjá sig með spennur í hárinu! Krullupinnar er bezta vopnið til að- myrða ást karlmanns, segir Alexandre mikli og rissar upp í hasti hárgreiðslu næsta viðskiptavinarins. Það er frú Niarchos, kona gríska skipa- eigandans og margmilljónungs- ins. Svo hárgreiðslan verður sennilega ekki alveg ókeypis fyrir frúna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.