Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 5
manns sem ekki eiga bíla. Þetta er allt saman mjög ánægjulegt. En setjum nú svo, að maður skreppi í hús til kunningja sinna að kvöldi til og klukkan sé farin að ganga tólf (en hún er auðvitað orðin miklu meira) þegar haldið er heim. Þá vant- ar kannski benzín á bílinn. Þá er auðvitað ekki annað hjá manni að gera en að fara á næstu benzínstöð, láta benzínið renna á geyminn, greiða hið lága verð, þakka fyrir sig og halda áfram. Eða er það ekki? Er það kannski svo að benzín- sölustöðvar séu ekki opnar lengur en til hálf ellefu? Ef svo er, þá er auðvitað ekki hægt að fá benzín á bílinn á tólfta tímanum. Hvað á þá að gera? Stöðva alla sem fara framhjá og spyrja hvort þeir geti hyglað manni nokkrum dropum? Setjum nú svo að það leki úr dekki hjá manni, þá er auð- vitað ekki annað en að fara á næsta benzínsölustað og fá loft í dekkin. Eða er skrúfað fyrir loftið sem maður notar í dekkin um leið og benzín- salan lokar? Maður verður því að nota gamla lagið og pumpa bara sjálfur. En ef pumpan hefur nú gleymzt heima, eða, ef maður á enga? Ófyrirgefan- legt. Þjónusta við bílaeigendur er til mikillar fyrirmyndar hér eins og margt annað. Stundum virðist manni að erfitt sé að fá nokkra þjónustu í þessari borg þegar kvölda tekur. Kannski er þetta bara vitleysa. Bílcigandi. Svar: Þjónustu { flestum myndum mœtti víst aö ósekju bceta hér til mikilla muna. Þeir eiga líka að kynna sig. Háttvirta blað! Allir, sem koma fram í út- varpinu, eru kynntir. Þulirnir sem lesa kynna sig líka. Þetta er ágætur siður. Ég sagði allir, en svo er ekki. Þeir sem lesa veðurfréttirnar kynna sig ekki. Þetta kann að vera smásmugu- legt, en mér finnst sjálfsagt að þeir kynni sig eins og þulirnir gera. Hvað finnst ykkur? B. Svar: Sjálfsagt aö fieir geri þaö eins og aörir. Hvernig á að búa til kínverja? Kæri Fálki! Við erum hér tveir strákar og okkur langar mikið til að biðja þig að hjálpa okkur svo- lítið. Þannig er að okkur lang- ar til að búa til kínverja til að eiga á gamlárskvöld. En nú vitum við ekki hvernig á að fara að þessu. Getur þú ekki hjálpað okkur eitthvað? Viltu svara okkur strax. Diddi og Kalli. Svar: Því miöur höfum viö ekki hug- mynd um hvernig á aö búa til Kínverja. Kannski Ipgreglan geti lijálpaö ykkur eittlwaö. Annars geta víst engir nema Kinverjar búiö Kinverja til. Handrit - bjór - landráð? „Virðulegi póstur. Það flokkast kannski undir landráð að halda þeirri skoðun á loft, að við höfum ekkert að gera með að fá handritin heim. Ef ég væri Dani, myndi ég berjast gegn afhendingu hand- ritanna með þeim rökum, að þjóð sem treystir ekki þegnum sínum til að drekka áfengan bjór í stað brennivíns og smygl- aðs vodka (76% styrkleiki) hafi ekkert að gera með menningar- verðmæti á borð við handritin. Hvað segið þér, póstur góður, um málið? Hvernig finnst þér skriftin hjá ritvélinni minni? í guðs friði. K.K.“ Svar: Við þorum ekki að láta uppi neina skoðun á svo viðkvæmu máli. Þetta er heldur lélegur brandari í lokin. DOIMMI Um daginn skrifaði sonurinn í skólastíl: Allir íslendingar eru fæddir frjálsir en margir þeirra giftast. FÁLKINN á hverjum mánudegi mim VEX SÁPAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN wamm i*- VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN Vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm. Veljid ilmefni viðyðar hœfi. ♦/; EFNAVERKSMIÐJA N | Cljöfn) I |

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.