Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 22

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 22
Þa3 er fullt hús að Hálogalandi í kvöld, og spennan liggur í loftinu. Við heyrum hratt fóta- tak, tramp og stympingar, vœl í flautu og köll. Skyndilega þögn, spenna, mark. Áhorfendur öskra og bylta sér í sœtunum: Vei-ei-ei !! eða: 0- ú-ú !! Allt eftir því, hvað við á. Þetta er hið árlega tœki'fœri, sem Mennta- skólanemar í Reykjavík gefa sér til að ná sér Iítillega niðri á kennurum. Raunar hefir það venjulega mistekizt, þar eð kennarar eru vanir að hafa betur. Þá er bara að reyna aftur. segja menn. Síðan reyna þeir aftur og tapa á nýja leik. Og ekki nóg með þetta. Hér reyna deildir skól- ans með sér í pokahlaupi, keppt er við Háskólann í körfubolta og att kappi við lið Verzlunarskólans. Þetta er sem sé íþróttahátíð þeirra Menntskœl- ingaima og þykir hin bezta upplyfting. -OG ÆSIST IMÚ EIKURIISIN Ljósm. Jóhann Vilberg Það var ekki dónalegt, Máladeildarliðið. Þarna standa þær í upphafi pokahlaupsins: Gunnilla, þungt hugsi, Donna og Dóra, að gefa einhverjum áhorfanda auga. Svar hans hlýtur að hafa verið uppörvandi, eða a. m. k. stóðu þær sig með ágætum. 22 Reynir Geirsson f loftköstum. Andlit- ið lýsir í senn spennu og æsingi. Hallgrímur Snorra- son er kominn í mark, og Gunnilla er í loftinu. Þrátt fyrir mikla hörku lét Máladcildin í minnipokann, enda höfðum við mikla samúð með henni. Má bezt marka það af því, að við birtum einungis myndir af liði hennar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.