Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Side 35

Fálkinn - 04.01.1965, Side 35
Kopavogshæli ... þessi kona hafi verið hér aðeins skamma hríð, þrjár vikur. Það lagðist í hana óyndi fyrst eftir komuna, hún hafði alla ævi dvalizt með móður sinni. Fyrsta daginn hafði hún vilj- að fara heim á morgun, svo féllst hún á að fresta heimför- inni. Næst hafði hún farið þess á leit að fara heim fyrir jól. Nú hafði hún enn slakað á kröf- únni, lét sér lynda að komast ékki fyrr en í marz. Þau hjón- in sögðu mér að stundum væri úyndi í vistfólkinu fyrst eftir komuna en undantekningar- láust lagaðist það, áður en lángt um liði færi það að una sér vel. 1 í einu herberginu rek ég augun í þrjár teikningar í íámma á náttborðinu. Ein téikningin sýnir mann í lög- réglubúningi, hinar tvær mann í einhverjum öðrum klæðum. En það er sama andlitið á öll- um þessum mönnum. Við hitt- um dráttlistarmanninn úti á stéttinni. — Hvenær get ég fengið að fara í Þjóðleikhúsið? spyr hann ýfirlæknirinn. Ég verð að kom- ast í Þjóðleikhúsið. Hann fær þau svör að málið sé í athugun, hins vegar sé allt- af uppselt í Þjóðleikhúsinu. Á grasflötinni sunnan við húsið eru rólur og ýmis leik- tæki. Bletturinn er umkringd- ur trjám, það er táknrænt að þessi tré voru gróðursett um leið og húsið var byggt og sumum fannst það óþarfa pjatt. Þessir sumir var allt fólk utan hælisins. En vistfólkið kann vel að meta trén og þeir sem eru færir til þess, hirða um gróðurinn af mikilli alúð. Við mætum fullorðinni konu, sem leiðir ungan dreng. Það er orðið áliðið dags og farið að skyggja og það er ekkert eðlilegra en að álykta að þarna fari móðir og sonur einhverra erinda. En þegar fólkið kemur nær sé ég að bæði eru þau vistmenn á hælinu. Og mér er sagt að þau séu alls óskyld. Hins vegar hefur konan tekið drenginn að sér, hún hefur ofan fyrir honum um daginn, leik- ur við hann og skemmtir hon- um, tekur hann með sér í gönguferðir. Ragnhildur segir mér að hún hafi prjónað á drenginn öll föt, yzt sem innst og gæti þess vandlega að ekk- ert verði að honum. Konan er stássbúin í dag, hún á afmæli. Drengurinn er lika uppábúinn, í fallegri ullarpeysu með húfu. Þau hjónin segja mér að þess séu mörg dæmi að vistkonur á hælinu taki þannig að sér börn og unglinga og gangi þeim í móður stað. Og fleiri dæmi eru um samhjálp vistfólksins, nærgætni þess, umönnun og greiðvikni hvort við annað. Og ég minnist þess sem Ragnhild- ur sagði við mig fyrr: — Mér virðist þetta fólk skikkanlegra og félagslyndara en annað fólk. Það er sérstök hátíð jafnan á Kópavogshæli á sunnudög- urn þegar allir fá að sparibúa sig, hvergi er gleðin yfir fallegri flík jafn innileg. Sóknarpresturinn séra Gunnar Árnason messar þar að jafnaði og á alltaf vísa kirkjusókn, þau hjónin láta vel af áhuga hans og árvekni. Skólabörn og skát- ar standa oft fyrir skemmtun- um, sýndar eru kvikmyndir og það kemur í ljós að vistmenn eru gagnrýnir áhorfendur og gera greinarmun á góðri mynd og vondri. Sjónvarpið ameríska hefur reynzt haldgott læknisráð á fávitahælinu. Þau hjónin segja mér að varla þurfi að huga að fólkinu á kvöldin eftir að sjón- varpið kom til sögunnar. Það situr tímunum saman án þess að bæra á sér og fylgist með þvi sem gerist. Það gefur auga leið að stofn- un sem þessa er ekki hægt að reka nema völ sé á þjálfuðu starfsliði. Siðastliðin fimm ár hefur farið fram kennsla í gæzlu og umönnun vangefinna. Námið er enn í mótun en hef- ur þegar gefið góða raun. Al- mennar bóklegar námsgreinar hafa ekki verið kenndar enda hafa flestir nemar lokið gagn- fræðaprófi eða stundað hlið- stætt nám. Aftur á móti hefur verið lögð áherzla á þær bók- legu námsgreinar sem beinlínis eru tengdar starfinu og náms- efnið miðast við það sem tíðk- ast á Norðurlöndum. Aðsókn hefur verið mikil og þau hjón- in segjast hafa haft marga af- bragðs nemendur. Námstíminn er tvö ár en Styrktarfélag van- gefinna hefur styrkt ýmsa efni- lega nemendur til framhalds- náms erlendis. Um þessar mundir stunda 11 nemar nám á hælinu. Á næstunni hefst nýtt nám- Framhald á næstu síðu. eftír mort Walker Ijálfi ætlar aö pumpa okk- ur um stelp- urnarí Við skulum lmðast hér inn, þá sér hann oklcur VH FALKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.