Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 12
vinna algeran sigur yfir öllum gó'ðum ásetningi hans. En það er konum meðfætt að kunna vel til leiks, og svo vel lék Molly hlutverk sitt, að Tom Jones þóttist hafa unn- ið frægan sigur yfir henni; sem ung, varnarlaus og óreynd stúlka, hefði hún ekki mátt standast ástríðuheita áleitni hans. Og hann kenndi það einn- ig sjálfum sér, er hún veitti honum alla ást sína af slíku hamsleysi, þar sem hún áliti hann bera af öllum ungum mönnum. Því væri það hann, sem einn bæri ábyrgð á því hvernig henni farnaðist í líf- inu. Eftir KEMY FIELDING TÍUNDI KAFLI. Ónœmi Tom Jones fyrir yndisþokka Soffíu. Þrátt fyrir allt hafði fegurð og yndisþokki Soffíu ekki nein djúpstæð áhrif á Tom Jones, þó að hann mæti hana mikils. Það var önnur stúlka, sem náð hafði tökum á hjarta hans. Áður höfum við þráfaldlega minnzt á George Seagrim, veiðivörðinn fyrrverandi, sem venjulega var kallaður Svarti- Georg. Þau hjónin áttu fimm börn, en dóttirin Molly, sem var næstelzt, var talin fríðust kvenna í héraðinu. Tom, sem var henni þrem árum eldri, veitti því þó ekki athygli fyrr en hún var komin hátt á sextánda árið. En þó að hann færi þá að líta hana hýru auga, reyndi hann ekki til að ná valdi yfir henni, hversu sterka löngun, sem hann hafði til þess. Hugarfari hans var þannig háttað að har.n áleit það hinn versta glæp að af- vegaleiða unga stúlku, eins þó að hún væri af lágum stigum. Auk þess hafði hann lengi ver- ið föður hennar og fjölskyldu tryggur vinur, og gerði því allt, sem hann gat til að kæfa hjá sér slíkar tilfinningar— hann lagði það meira að segja á sig í því skyni að heimsækja ekki Seagrims fjölskylduna í fulla þrjá mánuði. Þó að Molly væri talin kvenna fríðust, skorti hana nokkuð á kvenlegan yndis- þokka; það var ótaminn æsku- krafturinn og hreystin, sem mest bar á í fari hennar og fasi. Henni var öll uppgerðar- hlédrægni fjærri skapi, og áreiðanlega bar Tom Jones mun meiri virðingu fyrir dyggð hennar en hún sjálf. Og þar sem henni leizt ekki síður vel á Tom en honum á hana, dró hún því síður dulur á það, sem hann reyndi að leyna því. Og þegar hún komst að raun um að hann forðaðist að verða á vegi hennar, varð hún sjálf á vegi hans og leið þá ekki á löngu að henni hafði tekizt að Þetta var hin eiginlega og eina orsök þess, að yndisleiki Soffíu hafði ekki djúpstæðari áhrif á hann, en raun bar vitni. Hann gat ekki hugsað sér að yfirgefa Molly, sem engan átti. að nema hann, og enn síður að hann vildi blekkja jafn göfuga stúlku og Soffíu á nokkurn hátt. Móðir Mollyar varð fyrst til að veita athygli þeim breyting- um, sem vaxtarlag stúlkunnar tók. Og þar sem hún vildi sízt af öllu að nágrannarnir kæm- ust að því, tók hún það heimskuráð einn sunnudags- morgun að klæða stúlkuna í serk, sem Soffía hafði sent henni. Ekki var stúlkan móður sinni hyggnari, sem ekki var heldur von. Oft hafði hún skoð- að sjálfa sig í spegli og dáðst að fegurð sinni, sem jafnvel tötrarnir fengu ekki dulið. En þegar hún var komin í serkinn góða þennan sunnudagsmorg- un, og hafði sett á sig knippl- ingahettuna, sem serknum fylgdi, hreifst hún svo af glæsi- leik sínum, vesalings stúlkan, að hún ákvað að ganga í kirkjú svo að allir í sókninni mættu dást að fegurð hennar og skarti. Góða stund sat hún á kirkju- bekk án þess nágrannarnir bæru kennsl á hana, og fór hvíslandi spurning um alla kirkjuna hver þetta gæti verið. En svo fór að einhver gat upp- lýst það, og kastaði þá fyrst tólfunum, því að konur tóku að fussa og flissa, svo að herra Allworthy sá sig tilneyddan að rísa úr kórsæti sínu og hasta á þær. Hann átti búgarð einn í sókninni og sótti því alloft messu í kirkju þessa og svo Kvikmyndin verður sýnd 12 FÁLKINN í Tónabíói þegar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.