Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 9
FÁLKINN HEIIMSÆKIR „Það er ekki ýkja mikill munur á okkur og þeim” Vangefið fólk eru þeir sem ekki hafa náð fullum andleg- um þroska vegna sjúkdóma eða af öðrum orsökum, þeir sem ekki hafa náð þeim greindarþroska, sem nauðsynlegur er til að bjargast á eigin spýtur. Greindarþroski vangefinna er mjög mismunandi. Hvarvetna er reynt að skipta þeim í samvalda hópa á hælum eins og Kópavogshælinu og er þá ekki eingöngu tekið tillit til greindar- vísitölu, heldur einnig skapferlis og lyndiseinkunnar. í Kópa- vogshælinu eru sex deildir starfandi. Þegar reiknuð er út greindarvísitala manns er miðað við að meðalgreindur maður hafi vísitöluna 100. Vangefnir eru þeir kallaðir, sem hafa greindarvísitölu undir 75, en þeir skiptast aftur í ýmsa flokka. Þess skal þó getið að mörkin eru hvergi nærri svo skýr að unnt sé að draga skarpa línu milli flokka og sízt af öllu milli vanvita og annarra tornæmra einstaklinga. Orvitar eru þeir kallaðir á íslenzku sem hafa greindarvísi- tölu undir 25. Þeir eru einna verst á vegi staddir af þeim sem þurfa á hælisvist að halda. Þeir geta fátt numið þótt reynt 1 sé að kenna þeim og má heita gott ef þeir læra að klæða sig, matast og gæta nokkurs hreinlætis. Sumir þeirra eru karlæg- ir alla ævi og verður ekki annað gert en hjúkra þeim. Margir þeirra geta þó lært að hafa ofan af fyrir sér með allra ein- földustu leikföngum og einnig hafa þeir gaman af söng og hljóðfæraslætti, sumir þeirra læra jafnvel lög þótt ekki geti þeir lært texta. Tekizt hefur að kenna nokkrum þeirra allra óbrotnustu störf sem hægt er að vinna alveg vélrænt. Það veltur að miklu leyti á skapgerð þeirra hvort unnt er að kenna þeim slík störf, en takist að festa hug þeirra við slíkt er það þeim mikils virði. Hálfvitar (imbecile) eru þeir kallaðir sem hafa greindar- vísitölu frá 25 til 50. Þeir hafa ekki not af venjulegri skóla- göngu og geta ekki lært að vinna fyrir sér eða sjá fyrir dag- legum þörfum sínum. Margir þeirra eru illa talandi. Þeir hafa nokkra starfsgetu og geta lært ýmis einföld störf og fátt gleður þá eins innilega og sú vitneskja að geta gert eitthvert gagn eins og annað fólk. Flestir örvitar og hálfvitar þarfnast hælisvistar um eitthvert skeið ævinnar. Vanvitar eru þeir nefndir sem þarfnast stöðugrar hand- Framhald á bls. 33. V :b■ TEXTI: ' JÖKLLL IUYIMDIR: RIJIMÓLFIJR Séð yfir sal, þar sem vistmenn sitja að vinnu. Vinnan er hjálpræði flestra þeirra er dvelja á hælinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.