Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 25
því þeir eru of stoltir til þess að stunda venjulegt brauðstrit. Hinir stoltu stríðsmenn verða leiðir á lífinu, leita lénsherr- anna og biðja um að fá að binda endi á líf sitt með því að fremja — harakiri — kvið- ristu til að halda æru sinni. Lénsherrunum lízt ekki á þetta blóðbað og þeir taka til þess ráðs að telja samuraiana af þessum kviðristum en leysa þá út með peningagjöfum í stað- inn. Einn dag kemur samurairi til hins volduga lénsherra Iyi og vill fá að' framkvæma kvið- ristu, hann vilji ekki lengur lifa við sult og seyru heldur fá að deyja með sæmd. Kageyu þjónn lénsherrans hlustar á stríðsmennina og áður en hann veitir bón hans segir hann hon- um frá öðrum stríðsmanni sem nokkru fyrr hafi komið þar og beðið um að fá að fram- kvæma kviðristu. Sá hét Mo- tome Chijiiwa. Þegar til kom hafði Motome aðeins komið þar í von um peningagjöf en var látinn gegn vilja sínum framkvæma kviðristuna. Hann hafði beðið um dagsfrest sem ekki var veittur og síðan fram- kvæmdi hann kviðristuna með bitlausu bambussverði. Hinn nýkomni Samurai sem kallar sig Hanshiro Tsugumo lætur þessa sögu ekki á sig fá og fer fram á kviðristu. En áður en hann framkvæmir hana segir hann sögu Motame sem var tengdasonur hans. Sú saga og það sem á eftir kemur verður ekki rakið hér enda segir myndin það bezt og skil- merkilegast. Þessi mynd er vel uppbyggð og spennandi þótt sögusviðið sé nær eingöngu salur sá í húsi lénherrans þár sem kviðristan er .framkvæmd. Myndatakan er góð og stundum með þeim ajgjætum að langt þarf að leita ^ámjöfnuðar. Nægir þar að benda á kviðristu Motome og bal'dagasenurnar. Kviðristusen- an er slík að mörgum mun Veirða óglatt og um bardaga- senurnar má segja að þar sé íremur um ballett að ræða en bardaga í eiginlegum skilningi. Leikurinn er vel af hendi leyst- ttr og í heild er myndin sterk <|g áhrifamikil. j Þessi mynd Harakiri er tví- jiælalaust ein sú sbezta sem fiér hefur verið sýnd lengi og ætjti enginn kvikmyndaunnandi aðj láta hana framhjá sér fara. 'JálkiHH fílýyur út Hraðritun . . . Framhald af bls. 15. Heillaður af hraða „En hvernig byrjaðir þú sjálfur að læra?“ „Ég hef alltaf, frá því að ég fyrst man eftir mér, haft mik- inn áhuga á hraða í öllum form- um — mér fannst gaman að hlaupa, gaman að hleypa hest- um, þjóta yfir óveg, jafnvel í myrkri og grjóti, slá í hálf- gerðu þýfi, brjótast gegnum bylji, berjast við náttúruna. Ég held, að ég hafi alltaf haft töluvert næmt hreyfiskyn, og ég vildi stöðugt vera á spretti Ég hafði líka unun af hinu tal aða orði á spretti, og straum línur málsins heilluðu mig, Um leið og ég frétti, að til væri hlutur, sem kallaður væri hrað- ritun, fannst mér ég verða að læra slíka íþrótt.“ Hraðritaði í snjóinn „Var þá nokkur hraðritun- arkennari á íslandi?“ „Já, Arthur Gook, ræðismað- ur og trúboði á Akureyri, fékkst lítillega við að kenna Duttonskerfið, og ég fór á nám- skeið hjá honum. Það var vor- ið 1923 — 9. maí byrjaði ég og ég varð strax ástfanginn af hraðrituninni, sem mér fannst vera hvort tveggja í senn, íþrótt og listgrein. Duttons- kerfið er byggt á Pitman, en er einfaldara og auðlærðara, og eftir að ég var búinn að iæra undirstöðuatriðin hjá Gook, fór ég sjálfur að gera tilraunir með það og breyta því á ýmsan hátt til samræmis við kröfur íslenzkrar tungu. Ég æfði mig af kappi um sumarið, eftir því sem tími gafst til, og þótt enginn vissi þá, hvað mér bjó í huga, var ég fastákveð- inn að fara til Reykjavíkur um veturinn og gerast þiiigskrifari. Á þeim tíma byrjaði þingið ekki fyrr en i febrúar, og ég æfði mig allt sumarið, haust- ið og fram á vetur, þó að ég hefði ekki mikinn tíma afgangs frá störfum á bænum. Ég er fæddur og uppalinn í Kot- hvammi, Húnavatnssýslu, og þar vann ég auðvitað öll venju- leg sveitastörf. Ég man að hug- urinn var fullur af þessu á kosningadaginn að nú væri ver- ið að kjósa þingmennina, svo að ég yrði að standa mig, ef ég ætti að geta verið tilbúinn, áður en þingið byrjaði. Eftir slátur- tíðina fór ég fyrst fyrir alvöru að æfa mig, og Auðbjörg, syst- ir mín, las mér fyrir, meðan ég hamaðist við að skrifa og KRYDDRASPIÐ HANCHESTER 22 jOHN CRflMPTj'N & ^ FÆST I NÆSTU MATVORUVERZLUN skrifa. Hún smitaðist af ákaf- anum í mér, seinna kenndi ég henni hraðritun, og hún varð líka þingskrifari. Svo ólmur var ég, að meira að segja hrað- ritaði ég í snjóinn, meðan ég var við fjárhirðingu, og þegar ég meiddi mig á vinstri hendi við að skaflajárna hest, ieit ég á það sem hálfgerða heppni, því að fyrir bragðið gat ég æft mig í hraðritun allan liðlangan daginn, þangað til höndin var aftur orðin nothæf. Pabbi sá hvað mér var mikið niðri fyr- ir, og gerði ráðstafanir til, að ég gæti farið til Reykjavíkur, þegar ég vildi, og Þórarinn á Hjaltabakka vinur föður míns, sem þá var þingmaður Hún- vetninga hvatti mig og örvaði á allan hátt.“ Vitlausir menn á íerðinni „Og þú hefur fengið stöð- una?“ „Já, en á þeim árum komst maður nú ekki fyrirhafnarlaust til Reykjavíkur. Þá voru ekki bílferðirnar, aðeins . strjálar skipaferðir, og til að ná í skip- ið, sem fór til Reykjavíkur, þurfti ég að ganga til Blöndu- óss yfir Vatnsfjall — tveggja daga ferð, ef ég man rétt. Þetta var í janúar og veðrið engan veginn árennilegt, en ég vissi, að ég yrði of seinn á þingið, ef ég næði ekki þessu skipi, svo að ég lét ekkert aftra mér. Bróðir minn fylgdi mér á leið, ég festi létt koffort á bakið — ferðatöskur voru ekki til á heimilinu — og flýtti mér að kveðja fólkið, áður en nokkur veitti því eftirtekt, að veður- horfurnar voru allískyggilegar. Það var enginn leikur að kom- ast upp fjallið í hálku og lausa- snjó, við duttum hvað eftir annað, en hugurinn bar okkur hálfa leið, jafnvel upp svell- bungurnar. Þegar pabbi áttaði sig á veðurútlitinu, elti hann okkur til að stöðva förina, en þá vorum við komnir austur - á háfjall, svo að hann varð of seinn. Við gistum um nóttina á Breiðabólstað og komum þangað í myrkri um kvöldið — ég rrian, að húsfreyjan, frú . Framhald á næstu síðu. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.