Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 37
Don Camillo ... kaleiksstað. — Ég fæ mér annan bikar einhvers staðar, sagði hann og bætti síðan við um leið og hann rétti bikarinn að Tavan. — Færðu móður þinni þetta. Svo gengu þeir þögulir saman aftur að eikinni. — Gerðu krossmark, félagi, ' sagði Don Camillo. — Ég ætla 1 líka að gera það. ; Þeir horfðu á flöktandi ; bjarmann af ljósi kertisins í holunni og krossuðu sig hægt. í sama bili gall horn vagns- ' ins við og kallaði þá aftur þangað. Rétt áður en þeir komu þangað, staðnæmdist Don 1 Camillo og sagði: — Félagi, móðir þín mun 1 gleðjast af þessu, en Flokknum finnst ef til vill ekki eins mikið til þess koma. — Mér er alveg sama, hvaða 1 'álit Flokkurinn hefur á þessu, félagi, sagði Tavan bóndi fast- ■ 'mæltur. Og hann varðveitti litla bik- arinn með moldarögninni og kornstöngunum þremur mild- um höndum eins og þar væri lifandi afkvæmi hans. Tom Jones . . . Framhald af bls. 31, hann öðru hverju, og því ákvað hún að biðja um leyfi föður síns til að skreppa í orlof til frænku sinnar, sem áður er á minnst. Kveið þó að það leyfi mundi torfengið. Svo mjög unni Western bóndi dóttur sinni, að áhöld voru um hvort hún eða veiði- hundarnir áttu meiri ítök í hjarta hans. Og þar sem hann var maður úrræðagóður, hafði hann fundið þá lausn að láta hana ríða á veiðar með sér, að hann gæti verið samvistum við hana og veiðihundana. Fór hún þar að vilja föður síns eins og í öllu öðru, þó að henni þætti veiðiíþróttin helzttil harkaleg; hafði þó jafnan hlakkað til þeirra, því þá átti hún víst að hitta Tom Jones. En nú var þessu öllu öfugt snúið; nú kveið hún þeim einmitt þess vegna. Eina bótin, að veiði- tímabilinu var að Ijúka. Daginn eftir, þegar þau þrjú voru á heimreið í veiðiför og áttu skammt heim á búgarð- inn, tók hestur Soffíu, fjör- gammur mesti og varla kvenna meðfæri, allt í einu að hamast og missti hún alla stjórn á hon- um. Tom Jones sá hvað verða vildi, keyrði hest sinn sporum og hleypti henni til aðstoðar. Um leið og hann kom að, prjón- aði hestur ungfrúarinnar svo ákaflega, að hún kastaðist úr söðlinum og mundi hafa fengið stórhættulega byltu, ef Tom hefði ekki gripið hana í fang sér. Hún komst brátt aftur til sjálfrar sín, fullvissaði Tom um að hún væri hvergi meidd og þakkaði honum aðstoðina. Hann kvað sér yfrið nógar þakkir að sér skyldi hafa auðn- azt að verja slysi, „hefði ég fús- lega hætt þar lífi mínu, því að lítilsháttar meiðsl skipta mig engu samanborið við það, ef þig hefði sakað.“ „Hvað áttu við?“ spurði hún áköf. „Ég vona að þú sért ómeiddur?“ „Hafðu ekki neinar áhyggj- ur af því,“ svaraði hann. „Handleggsbrot má kallast harla lítilfjörlegt hjá þeirri hættu, sem þú varst í.“ „Handleggsbrot!" hrópaði Soffía upp yfir sig. „Ég ætla að vona að það sé ekki svo al- varlegt. ..“ „Því miður er ég hræddur um að svo sé. En leyfðu mér að hjálpa þér, þvi að annar armurinn er þó heill.“ Ungfrú Soffía sá nú að ann- ar armur hans var máttvana, og þó að hún væri föl áður af ótta, varð hún nú enn fölari. Þegar kom heim á landsetrið, var henni allri lokið. Hún hneig niður í stól í anddyrinu, en jafnaði sig þó nokkuð, þegar henni hafði verið borið kalt vatn að drekka. Western land- eigandi rak Jones í rúmið, bauð að hann skyldi gista þar um nóttina og lét leggja kaldan bakstur við brotið til bráða- birgða. Er herbergisþernan gegndi kalli húsmóður sinnar nokkru síðar, og húsmóðurin unga spurði hana hvernig Tom Jones liði, roðnaði þernan upp-í hárs- rætur og tók að hrósa honum af mikilli mælsku; lézt aldrei hafa séð eða heyrt ungan mann, er kæmist í hálfkvisti við hann. Varð ungfrú Soffíu það þá að orði í glettni, að halda mætti að þernan væri ástfangin af honum. Játaði þernan það um- svifalaust; kvað sama um sig og allar ungar stúlkur í sveit- inni — þær væru allar ást- fangnar af honum. „En,“ bætti hún við, „hafi ég einhverntíma Framhald á næstu síðu. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.