Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 10
Eftir GIOVANNI GLARESCOI með ásökun. — Hvers vegna vantreystir þú mér? — Hef ég ekki gilda ástæðu til þess eftir alla hrekkina, sem þú hefur haft í frammi við mig, urraði Peppone. — Hver veit, hvað þér gæti dott- ið í hug að gera, meðan maður sefur. Þeir risu á fætur, lagfærðu föt sín og gengu til þvottar við vatnsdæluna utan dyra. Napur stormurinn nísti andlit þeirra, og íbúar þorpsins virt- ust allir skýla sér innan dyra enn. Enginn sást á ferli. En eftir litla stund færðist líf í þorpið. Vöruflutningabíl bar að með háum drunum, og í sama bili birtist félagi Oregov ásamt tíu mönnum öðrum til þess að taka á móti honum. Peppone og Don Camillo gengu í hópinn. Piltur stökk ofan af bílnum og bað um hjálp til þess að ná bifhjóli sínu niður. Bílstjór- inn kom líka út og gekk á tal við félaga Oregov. Þegar bíl- stjórinn fletti frá skinnkragan- um, sá Don Camillo, að þetta var enginn annar en Stephen Bordonny. Pilturinn hafði þeyst á bifhjóli sínu til Grevinec til þess að fá varahluti og við- gerðarmann og nú var tekið að ráðslaga um það, hvernig framhaldi ferðarinnar skyldi haga. Félagi Nadía Petrovna var líka komin á vettvang til þess að túlka. — Þið skuluð engar áhyggj- ur hafa af þessu, sagði félagi Petrovna við Peppone, þegar félagi Oregov og Bordonny höfðu ræðzt við um stund. — Hann kom með nauðsynlega varahluti og það líður áreiðan- lega ekki á löngu, þangað til hann verður búinn að gera við vagninn okkar. — En verða þeir ekki að draga vagninn hingað til við- gerðar? spurði Peppone. 10. I»rjár korn§tangir Um nóttina æddi regin- stormur af einhverri átt, veður kólnaði og aurleðjan fraus. Don Camillo vaknaði fyrstur þeirra ferðafélaganna. Þrumu- hrotur Peppones voru honum nægileg vekjaraklukka. Frost- rósir voru á gluggum, en nota- legri hiýju stafaði frá glöðum eldi í stórum ofni. Don Cam- illo leit umhverfis sig og sá félaga sína liggja á flatsæng. Þeir sváfu allir djúpum svefni eftir vodka-drykkjuna og gleð- ina kvöldið áður. Don Cam- illo hafði sofið í fötunum eins og allir aðrir, og Peppone lá hið næsta honum, eins og vænta mátti. — Ef hann hryti ekki svona ferlega, mundi ég líklega sjá eftir öllum þeim skráveifum, sem ég hef gert honum, hugsaði Don Camillo með sér. Don Camillo renndi augun- um aftur yfir mannflekkinn og taldi félagana. Já, þeir voru allir, nema félagi Yenka Ore- gov og félagi Nadía Petrovna, og félagi Salvatore Capece hafði vota þurrku yfir bláa auganu ennþá. — Guð faðir, sagði Don Camillo í lágum hljóðum. — Sýndu þessum vesalings mönn- um miskunn og láttu dýrðar- ljós þitt skína á veg þeirra. Hann hnikaði sér fram úr flatsænginni og seildist eftir skóm sínum. En annar þeirra virtist fastur. Don Camillo kippti rösklega í hann, og Peppone hætti að hrjóta sem snöggvast. Don Camillo sá þegar hvers kyns var. Peppone hafði bundið skóreim annars skósins um ökla sér. — Félagi, sagði Don Camillo — Það er ógerlegt, sagði Nadía. — Nú er ísing á vegin- um, og hjólbarðar vörubifreið- arinnar fá ekki næga viðspyrnu til þess að draga svo þungan vagn. Viðgerðarmaðurinn ætl- ar að fara með varahlutina þangað, sem vagninn er, og gera við hann þar. — Ég er nú vélfróður og al- vanur bifvélavirki líka, sagði Peppone. Ef ég fengi hlífðar- föt, gæti ég rétt þeim hjálpar- hönd. Félagi Oregov gladdist við tilboð hans, og félagi Petrovna sagði honum, að ekki skyldi standa á hlífðarfötunum. — Hafið þau tvenn, sagði Peppone. — Félagi Tarocci 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.