Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 31
Tom Jones ... heim, en Blifil ungi og sveinn- inn komu í humáttina á eftir þeim. Þegar heim kom til Mollyar, tók Tom hana af baki, færði hana úr frakkanum, kyssti hana á vangann, kvaðst koma aftur þegar kvöldaði og hleypti síðan á eftir samferða- mönnum sínum. En það átti ekki að gera endasleppt við Molly, því að nú réðust þær á hana með óbótaskömmum, móðir hennar og systur, og kölluðu hana öll- um illum nöfnum, er þær kunnu; kváðu hana gera fjöl- skyldunni hina mestu svívirðu með öllu sínu framferði, en hún lét ekki á andsvari standa og var allhávaðasamt í hreysinu, þegar Svarta Georg bar þar að. Tók hann í strenginn með konu sinni — kvað það vandræði mikil, ag Molly skyldi vera þannig á sig komin, þar sem henni biðist nú vist hjá góðu fólki, en ekki tjóaði að senda hana þangað, kasólétta. En þá rétti Molly litla úr sér, og kvaðst ekki mundu upp á það komin að sitja í eldhúsi hjá einhverjum og einhverjum; barnsfaðir sinn mundi annast sig, að hana þyrfti ekkert að skorta. Því til sönnunar dró hún upp nokkra gullpeninga, sem hann hafði fengið henni þá um daginn; gaf móður sinni einn þeirra, og sljákkaði þá óðara rosti hennar, er hún leit gullið í lófa sér, sú góða kona. ELLEFTI KAFLI. Molly bjargaS meS naumindum. Hesturinn, sem Tom Jones Kæri Astró! Mig langar að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædd kl. 6,30 f.h. Ég hef verið með strák að undanförnu, verður eitthvað meira á milli okkar? Hvað segja stjörnurnar um giftingamálin? Með fyrirfram þökk. Inga. Svar til Ingu: Þar sem svarið kemur nokk- uð seint, má búast við, að þú reið, þegar hann hleypti inn í kirkjugarðinn, var frá Western landareiganda, föður Soffíu. Skilaði Tom honum í heimleið- inni, en hélt svo fótgangandi yfir að óðalssetrinu. Þegar hann kom að garðshliðinu, mætti hann lögregluþjóni og aðstoðarmönnum hans, sem leiddu Molly á milli sín á leið í betrunarhúsið. Tom gekk rakleitt að Molly, vafði hana ástúðlega örmum í allra augsýn og lýsti yfir því, að hann skyldi eigin hendi myrða hvern þann mann, sem gerði henni nokkurn miska. Bauð hann Molly að þerra augu sín og þyrfti hún engu að kvíða; hann fylgdi henni, hvert sem hún færi. Að svo mæltu sneri hann sér að lögregluþjón- inum, sem stóð skjálfandi á beinunum, að ganga með sér á fund föður síns, en svo var hann nú farinn að kalla herra Allworthy. Lögregluþjónninn, sem hafði svo mikinn ótta af Tom Jones, að hann mundi hafa afhent honum stúlkuna tafarlaust, hefði hann farið fram á það, var fús til þess. Þegar kom inn í anddyrið á setrinu, bað hann þau hin að bíða sín þar stund- arkorn, en gekk sjálfur á fund herra Allworthy. Féll Tom á kné fyrir fósturföður sínum, bað hann áheyrnar, lýsti yfir því að sjálfur væri hann faðir barnsins, sem Molly bæri undir barmi, og bæri hann því alla sökina, ef sök mætti kalla. „Ef sök mætti kalla,“ endur- tók herra Allworthy þunglega. „Ertu þá svo forhertur í spill- ingunni, að þú efist um hvort það sé sök gagnvart guði og mönnum, að afvegaleiða slíkan stúlkuvesaling?“ „Ég er reiðubúinn að þola þá refsingu, er á mig verður lögð, en ekki má stúlkan á neinn hátt gjalda þess, sem ég hef brotið af mér við hana,“ sagði Tom Jones. „Þess vegna bið ég þig, að þú afturkallir skipun þína og komir í veg fyrir að stúlkan verði flutt þangað, sem henni hlyti að verða glötun búin. Herra Allworthy hikaði and- artak, en bauð síðan að stúlkan skyldi látin laus og mætti hún fara frjáls ferða sinna. Þarf ekki að taka það fram, að hann las duglega yfir hausamótun- um á Tom Jones, og verður sú ræða ekki endurtekin hér. En þó að hann væri piltinum reið- ur, gat hann ekki annað en virt við hann hreinskilni hans og drengskap. Hann var, með öðr- um orðum, farinn að hafa það álit á piltinum, sem gera má ráð fyrir að lesandinn hafi þegar myndað sér — að þótt hann væri brokkgengur nokk- uð og sæist ekki fyrir, gerðu kostirnir meira en að vega upp á móti göllum hans. Telja má víst, að lesandinn hafi ekkert á móti því, að sög- unni víki um hríð heim til ung- frú Soffíu. Hún svaf, einhverra hluta vegna, ekki vært nóttina eftir að þetta gerðist, og var þegar á fótum er herbergis- þernan, ungfrú Honour, kom .inn til hennar um morguninn á venjulegum tíma og hugðist hjálpa henni að klæðast... Fréttir berast fljótt um sveit- ir, ekki síður en annarstaðar, og nú fór herbergisþernan að þylja yfir húsmóður sinni allt er hún hafði heyrt um smán Mollyar. „Yður fannst mikið til um fegurð hennar í kirkjunni, en frá mínum bæjardyrum séð, var þetta ekki annað en blygð- unarlaus og lævís gála. Enda hefur það nú komið á daginn, að hún hefur lagt snörur sínar fyrir herra Tom Jones og geng- ur nú með barni hans. Og það er altalað í sókninni, að herra Allworthy sé unga manninum svo reiður, að hann vilji ekki líta hann augum. Það er víst um það, að honum er vorkunn, — og enginn getur neitað því, að hann b'-r af öllum ungum mönnum . . .“ Þannig lét herbergisþernan dæluna gar.ga, unz ungfrú Soffía gerðist óþolinmóð og greip framí fyrir henni; lá við sjálft að hún hrópaði, sem var þó ekki vani hennar: „Hverii vegna ertu að masa þetta yfir mér? Hvað kemur mér við hvernig þessi Tom Jones hagar sér? Hættu þessu þvaðri og at> hugaðu heldur hvort faðir minn er seztur að morgunverði.“ Hið sanna var, að þetta hneykslismál hafði opnað augu ungfrúarinnar fyrir því, að í rauninni hafði hún borið ástar- hug til Tom Jones, þó að hún gerði sér það ekki ljóst. Þessi uppgötvun olli henni svo sáru hugarróti, að nú vildi hún um- fram allt fox-ðast hann þó að áður væri henni hver sú stund sælurík, er þau voru samvist- um. Þetta var ekki auðvelt við" fangs, þar sem Tom Jones var heimagangur hjá þeim feðgin- um og veiðifélagi föður hennar. Hún komst því ekki hjá að hitta Framh. á bls. 37. sért búin að missa áhugann fyr- ir piltinum, sem þú gafst upp fæðingardag á. Það er nefni- lega töluvert ríkt í mörgum þeim, sem fæddir ei'U í tvíbura- merkinu, að skipta oft um skoð- anir og áhugamál og þá einnig um félaga. Þetta á þó ekki við um alla Tvíburamerkinga, en þú ert með fjórar plánetur í því merki og þar af leiðandi ertu nokkuð sterk í því merki. Annars hefði þessi piltur átt alveg ágætlega við þig, þó ekki væri víst að úr því yrði hjóna- band. Þú munt að öllum lík- indum geyma í ein tvö ár að festa þig, og þá er ekkert lík- legra en þú hallist að manni, sem er nokkuð eldri en þú og mun veita þér þá öryggiskennd, sem þú þarfnast. Samt sem áður eru mjög góðar afstöður á sviði ástamálanna þetta ár og einnig 1965. Búast má við að börnin verði í fleira lagi hjá þér, því þú hefur Sporð- drekamerkið á geisla fimmta húss og bendir það til mikillar frjósemi. Það eru vissai afstöð- ur í korti þínu, sem gefa það til kynna, að þú eigir ekki auð- velt með að vera opinská í ásta- málunum og flíkir lítið tilfinn- ingum þínum. Þetta er að vissu leyti gott, en getur stundum komið út sem tilfinningakuldi og verið misskilið af mótpart- inum, því innst inni áttu til nóga blíðu, en þú þarft á skiln- ingsríkum manni að halda til að laða fram það bezta í fari þínu. Þegar Marz er rísandi bend- ir hann til mikilla starfa og athafnasemi, hugrekkis og lífs- orku. Hann getur einnig valdið talsverðum skapsmunum og ekki sízt þar sem hann er í Ljónsmerkinu. Hann eykur til- hneiginguna til að taka áhætt- ur og framkvæma það sem af flestum væri talið óskynsam- legt. Plútó rísandi er nokkuð erfið staða og sérstæð. Hann veldur því að fólk er misjafnlega fyrir- kallað andlega og líkamlega. Félagar koma og fara og lif- ið er stundum leikur, en stund- um leitt. Hann getur baéði vald- ið áhuga á að byggja upp og að eyðileggja, og í báðum til- fellunum bendir það til tján- ingar á áætlunum og hugsun- um. Máninn í öðru húsi bendir til, að nokkrar sveiflur muni vei'ða á tekjum og gjöldum. 31 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.