Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 40

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 40
ALEXANDER MIKLI hárgreiðslumeistarinn, sem metur mest konungbomar konur en tekur líka á móti venjulegum milljóneraírúm. Frægasti rakari heimsins hef- ur stofu sína í götunni Rue Faubourg-Saint-Honoré. Um bakdyrnar hjá honum fara margir frægustu viðskiptavin- irnir sem ekki vilja láta á sér bera. Þá leið fer Greta Garbo til dæmis. Og Grace Kelly af Monaco læddist þá leið með sjal yfir höfðinu þegar Alex- ander hafði talið hana á að láta klippa sig stutt, hún vildi ekki að blaðamenn kæmust á snoðir um það áður en hún sýndi Rainier hvernig hún tók sig út. \ itaskuld er ekki ódýrt að vera viðskiptavinur hins ó- krýnda konungs rakara, hár- greiðslumeistara sem skapar flestu fyrirfólki Evrópu pers- ónulegan svip. Frú Herve Alp- hand sem gift er franska sendi- herranum í Washington bauð honum til dæmis eitt sinn vestur um haf í því skyni að leggja hárið á hádegisverðar- gestum sínum! Og hertogaynj- an af Windsor er eirn dygg- asti viðskiptavinur Alexanders. Það var reyndar hún sem upp- götvaði á sínum tíma hvað í honum bjó. — Hún gerði mig að séntíl- manni, viðurkennir hann þakk- látur. Þess vegna dvaldist Alex- ander heilan mánuð um borð í lystiskútu hertogaynjunnar í fyrra og og gerði ekki annað en leggja á henni hárið. Hvorki illviðri né sjóveiki fengu hann til að leggja frá sér skærin og greiðuna. Elizabeth Taylor er líka góð- ur viðskiptavinur. Hann fylgdi henni til Moskvu. — Ég var sambland af föður, móður, vini og hárgreiðslu- manni, segir hann hógværlega. Alexandre mikli vinnur á skyrtunni í stóru herbergi þar sem hanga stórar myndir af kóngum og drottningum í viða- miklum, gylltum og útflúruð- um römmum á silkiklæddum veggjunum. Þar hangir líka meðal annarra hluta þakkar- bréf frá Margréti prinsessu og Snowdon lávarði. Enginn viðskiptavinur borg- ar sama verð hjá Alexandre. Honum er nautn að því að stinga sér á bólakaf í sund- laugina fyrir utan íburðarmikla og smekklega villu sína og þess á milli situr hann með Hróa hattar-hött á höfði. Og hann tekur sér þá hetju til fyrir- myndar. — Hinir ríkustu borga mest, en hins vegar er það ekki svo dýrt fyrir þá sem bara eiga fáeinar milljónir. Viðskiptavinirnir bíða í djúp- um hægindastólum. Alexandre gefur sér nægan tíma með þá sem hann sér um sjálfur. Hann rissar upp á blað hugmynd sína að hárgreiðslunni, reynir að ná persónueinkennum við- komandi viðskiptavinar. — Ég verð að vita hver sit- ur í stólnum, þekkja skapgerð hennar, lifnaðarhætti... og það er ekki nóg að sjá bara höfuðið í spegli, ég verð að sjá vaxtarlagið líka og hreyfing- arnar. Því hárgreiðsla getur verið ágæt meðan konan bara situr en jafnskjótt og hún stendur upp og fer að ganga breytist viðhörfið, kannski hæf- ir það henni þá ekki. Vanga- svipurinn er mikilvægastur og það er hann sem birtir háls- inn ... og hálsinn er aðal kon- unnar. En áður en Alexandre fer að handfjatla hárið hefur heim- sóknin þegar kostað margar krónur. Fatageymslukonan fær þjórfé, hárþvottastúlkan fær sitt og þurrkuþjónkan sitt. Og jafnvel þótt meistarinn hafí leynilegan verðlista, má reikna minnst með 600 krónum fyrir klippingu og lagningu.. Vitaskuld dettur engum við- skiptavini í hug að gefa Alex- andre þjórfé. En þeir minnast hans á jólym þess í stað og senda honum persónulega og eigulega muni. Til dæmis hef; ur Elizabeth Taylor gefið hon- um skyrtuhnappa með smar- ögðum og hann slær ekki hend- inni á móti gömlum árgangi af góðu víni. 49 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.