Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 24
LAUGARÁSBÍÚ SÝNIR: HARAKARI Japanir hafa á seinni árum eignazt marga ágæta kvikmyndaleik- stjóra sem látið hafa til sín taka og gefa í engu eftir sínum færustu starfsbræðrum í vesturálfu og er þá átt við Evrópu. Því miður hefur lítið verið sýnt hér af japönskum myndum og er það raunar ekki nema eftir öðru í þeim efnum. Þegar myndir margra ágætra leikstjóra bæði vestur og austur Evrópu eru ekki sýndar hér er ekki við því að búast að seilzt sé til fanga austur í Asíu. Það er annars dapurlegt til þess að hugsa hvað kvikmyndahúsin hér gera lítið af því að kynna kvik- myndir fyrir almenning, kynna kvikmyndir almennt og einnig ein- staka leikstjóra. Sjálfsagt mundi slík starfsemi verða til þess eins að auka aðsókn að húsunum og þroska mat almennings á kvikmynd- um, svo kvikmyndahúsunum kann að vera nokkur vorkunn. Hins veg- ar er það viðkvæðið að ekki þýði að sýna góðar myndir hér vegna þess að fólkið vilji ekki sjá þær. Stundum virðist svo að til þess að mynd teljist sýningarhæf hér þurfi hún að hafa kostað svo og svo margar milljónir dala í framleiðslu. i Einn athyglisverðasti kvikmyndaleikstjóri Japana um þessar mundir er Masaki Kobayashi. Hann hefur gert nokkrar myndir, sem fengið hafa lofsamlega dóma. Sennilega er mynd hans Harakiri hans bezta verk til þessa. Sú mynd er gerð árið 1962, var sýnd á kvik-! myndahátíðinni í Cannes 1963 og vakti verðskuldaða athygli. f byrjun næsta árs mun Laugarásbíó taka þessa mynd til sýningar. Myndin hefur raunar verið sýnd hér einu sinni áður því hún var1 önnur þeirra mynda sem sýnd var á listahátíðinni á síðastliðnu sumri. Þá skal aðeins vikið lítillega að efni myndarinnar. Myndin er látin gerast í Japan kringum 1630. Friður hefur ríkt í landinu nokkurn tíma og hinir stoltu og hraustu stríðsmenn samurai, er hafa atvinnu sína af ófriði hafa lítið að gera. Þeir lifa í mikilli neyð • ■ ■: . ■■■ ' ■ V> FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.