Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Síða 13

Fálkinn - 04.01.1965, Síða 13
hittist á að Soffía var þar einnig viðstödd messu í þetta skipti. Soffía hreifst mjög af fegurð stúlkunnar, um leið og hana tók sárt til einfeldni hennar, er hún klæddi sig þannig og átti öfund og reiði sóknarsystra sinna vísa fyrir vikið. Hún var því ekki fyrr komin heim, en hún sendi eftir veiðiverðin- um og bauð honum að koma með dótturina á sinn fund; kvaðst mundu taka hana á heimilið; kannski gera hana að stofuþernu sinni, þar sem nú- verandi stofuþerna sín væri á förum. Vesalings veiðivörðurinn vissi ekki hvað hann átti af sér að gera, því að hann vissi hvernig ástatt var fyrir dóttur- kindinni. Hann rak í vörðurnar og kvað Molly mundu illa fallna til slíkrar þjónustu, þar eð hún hefði aldrei kynnzt heimilisháttum hjá betra fólki. En Soffía vildi engar mótbár- ur taka til greina. „Hún tekur áreiðanlega skjótum framför- um,“ sagði hún. „Mér lízt vel á stúlkuna, og ég er staðráðin í að reyna hana.“ Svarti-Georg hélt heim til konu sinnar í veikri von um að hún kynni að finna eitthvert ráð út úr þessum ógöngum. En þegar heim kom, var þar allt á öðrum endanum. Svo mikla öf- und og hneyksli hafði serkur- inn góði vakið, að ekki var herra Allworthy fyrr horfinn úr augsýn með mönnum sínum að messu lokinni en konur sóknarinnar, eldri og yngri, sóttu að Molly með hæðnis- hlátri og frýjunarhrópum. Og þegar orð og rödd þraut mesta kraftinn, hófu þær skothríð á hneykslunarhelluna og vörp- uðu að henni því, sem varð þeim hendi næst. Molly reyndi fyrst að komast undan, en þegar árásarhópur- inn varnaði henni þess undir forystu Kota-Settu, réðist hún að foringjanum; lauzt Settu gömlu svo hart, að hún féll við og leitaði enn undan. Hin- um konunum, þær voru víst um hundrað talsins, brá í brún þegar þær litu foringjann fall- inn, hörfuðu um nokkur skref í skjól bak við uppmoksturinn úr nýtekinni gröf og bjuggust til að láta moldarkögglana dynja á Molly. En þá var það að kona nokkur úr hópnum luitni lýkur ávarpaði þær, hárri, eggjandi röddu; kvað það skömm mikla er Sommersetshiremenn — en leiðrétti sig — Sommersetshire- konur, hörfuðu fylktu liði fyr- ir einum konuræfli, og hefði hún því ætlað sér og vinkonu sinni, er hún nefndi, það hlut- verk .að halda uppi heiðri liðs- ins, ganga á hólm við Molly Seagrim og hafa frægan sigur. Að svo mæltu réðist hún á Molly, reif fyrst af henni knipplingahettuna, tók síðan vinstrihandarfylli í hár henni en barði hana beint í andlitið með þeirri hægri, svo að blóð draup úr vitum. En Molly lét ekki á sig ganga, hún tók harkalega í hár fjanda sínum annarri hendi en barði hann framan í með hinni unz blóð lagaði úr báðum nösum. Þegar þær höfðu tætt hárið hvor af annarri kom röðin að fötunum, og leið þá ekki á löngu að þær börðust allsnakt- ar ofan mittis, en fækkuðu flík- ur neðan þess. Það er því ekki gott að segja um hvernig farið hefði, en í þessum svifum bar þá að, Tom Jones og Blifil unga ríðandi á fákum sínum, og stöðvuðust þá óðara blóðsúthellingar. Blifil ungi reið fyrir, og þegar hann kom auga á hópinn og konurnar tvær, heldur illa á sig komnar, spurði hann þeg- ar hvað um væri að vera og stöðvaði reiðskjóta sinn. Ein- hver náungi úr sveitinni, sem fylgzt hafði með átökunum, klóraði sér í kollinum og kvaðst ekki vita það með vissu — en það liti út fyrir að þær hefðu háð heldur harða sennu, Molly nokkur Seagrim og kona, sem veizt hafði að henni. Tom Jones bar að í þessum svifum, og varð jafnsnemma, að hann heyrði minnzt á Molly og kom auga á hana, þar sem hún stóð. Knúði hann þá hest sinn óðara sporum og hleypti hon- um yfir kirkjugarðsvegginn og stökk af baki við hlið henni. Molly brast þá í grát, er hún sagði honum hvílíka hrotta- meðferð hún hefði orðið að þola, en Tom missti alla stjórn „ á sér við frásögn hennar, barði saman hnefunum og sór öllum þeim, sem að árásinni höfðu staðið, geypilegustu hefndir. Framhald á bls. 30. Þetta er Molly er gaf Tom Jones ást sína. í blaðinu næst á undan birtum við mynd af hinni fögru Soffíu. .

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.