Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 11
kann líka góð skil á bifvélum, og við getum einnig notið hjálp- ar hans. Félagi Oregov féllst á þetta, en síðan lagði hann af stað til nágrannaþorpsins Drevinka, þar sem hann ætlaði að komast í síma til þess að skýra réttum yfirvöldum frá töf þeirri, sem orðin væri á ferðum gestanna. — Félagi, sagði Peppone við félaga Petrovnu. — Nú fel ég þér á hendur umsjá manna minna á meðan ég er fjarver- andi. Ef einhver þeirra hagar sér verr en skyldi, skaltu ekki hika við að hirta hann. Ég vil. einkum biðja þig að hafa góðar gætur á félaga Scamoggia, því að honum hættir til að stofna til vandræða. — Já, ég hugsaði í alla nótt um það, sem hann gerði á hluta 'minn í gærkveldi, svaraði hún. — Honum ber að gefa skýringu á því eða biðja mig afsökunar. Leiftrið í augum hennar virt- ist hörkulegt, en nýju bylgjurn- ar í hárinu á henni brugðu þó mildari blæ yfir myndina. Hár- skeranum frá Napólí hafði tek- izt að fá tóm til þess að bylgja hár hennar einhvern tíma um nóttina. Hlífðarfötin handa þeim Peppone og Don Camillo komu von bráðar. Þeir brugðu sér í þau og héldu af stað. Peppone trúði Don Camillo fyrir því, að honum væri órótt vegna síð- ustu orða félaga Petrovnu. — Þessi stúlka er ekki alveg hættulaus. Hún væri meira að segja vís til þess að nota vara- lit og naglalakk. — Vafalaust, svaraði Don Camillo. — Konur fara líka æt;ð út í öfgar í stjórnmálum! '''Teðan á ökuferðinni í vöru- bílnum stóð, mælti Bordonny ekki orð af munni og lét sem hann skildi ekki það, sem ítöl- unum fór á milli. Vagnstjóri bilaða bílsins hafði hallað sér út af í skýlinu aftan við sætin og virtist hafa sofnað, en Bor- donny vildi ekki eiga neitt á hættu. Bordonny hafði með sér öll nauðsynleg áhöld til viðgerð- arinnar, og jafnskjótt og hann hafði litið hið bilaða farartæki augum, sá hann, hvað að var. Auðvelt reyndist að lyfta aftur- hluta vagnsins með þrýstilyftu, og fjalir voru settar undir hjól- in, svo að hann rynni ekki til á hálkunni. En þegar hér var komið, neitaði vagnekillinn með öllu að skríða undir vagn- inn. Peppone fannst ástæður hans til neitur.arinnar eðlileg- ar, og hann undraðist, að Bor- donny skyldi munnhöggvast svo ákaft við hann vegna þessa. Hann reyndi að koma sáttaorði að, en Bordonny lét dynja á honum hróp og fáryrði, svo að annað heyrðist ekki. Loks var eklinum öllum lokið, og hann tók þann kostinn að forða sér og hélt þegjandi af stað áleiðis til þorpsins á tveimur jafn- fljótum. — Hann má fara til fjand- ans, hreytti Bordonny út úr sér á eftir honum. — En ég skil ekki, hvað hann hefur til saka unnið, sagði Peppone ásakandi. — Það var Bordonny áfram. — Ef þið vilj- ið leggja það á ykkur að ganga svo sem þrjá kílómetra héðan beint í norður, munuð þið koma á vagnaslóð sem liggur til grafreitsins. Rétt áður en að honum er komið, liggur slóðin yfir smábrú á áveituskurði með runnaröð á aðra hönd. Ef þið gangið ofurlítinn spöl fram með þessu runnabelti, komið þið að stórri og gamalli eik. Þar er grafreiturinn. Þeir héldu starfinu áfram hálfa klukkustund án þess að mælast fleira við. — Nú get ég lokið einn við það, sem eftir er, sagði Bor- engin furða, þótt hann vildi ekki hætta sér í það að skríða undir vagninn. — Þetta var eina ráðið til að losna við hann, svaraði Bordonny. donny. — Ef einhvern ber hér að, mun ég þeyta hornið. Ef þið lítið undir vafningsviðar- flækjuna við rætur eikarinnar, munuð þið finna ofurlítið, sem þar er falið. Þeir hófust nú handa við við- gerðina. Bordonny hafði hröð handtök, losaði um skrúfur og rær, en lét þó dæluna ganga á meðan. — Á þessum slóðum geisaði orrustan mikla um jólaleytið 1942, sagði hann. Rússar tefldu fram óvígum her, og þegar við hörfuðum, urðum við að skilja eftir marga særða og dauða. Þeir umkringdu þrjátíu manna hóp stórskotaliða og tóku þá til fanga, margir þeirra voru særðir og sjúkir. Rússarnir lok- uðu þá inni í hlöðu í þorpi skammt frá þorpinu, sem þið gistuð í nótt, og þegar við hóf- um framsókn aftur og tókum þetta landsvæði sólarhring síð- ar, fundum við þá alla dauða. Rússar höfðu skotið þá með vél- byssu, þegar þeir héldu undan, fremur en láta þá komast lif- andi aftur I okkar hendur. Ég var nærstaddur, þegar líkin voru borin út úr hlöðunni, og það var hryllileg sjón. Don Camillo og Peppone héldu verki sínu áfram, þó að fingur þeirra væru orðnir loppnir af kulda. — Við grófum líkin, hélt Don Camillo hélt hiklaust af stað, og Peppone varð að fylgja honum nauðugur þó. Himinn- inn var orðinn skýjaþungur, og stormurinn næddi enn um slétt- una. — Ef hann kyrrði, mundi hann fara að snjóa, sagði Don Camillo. — Já, ég vona að hann fari að snjóa svo ósleitilega, að þig fenni í kaf, hreytti Peppone út úr sér. Þeir hröðuðu för sinni og hlupu jafnvel við fót. Brátt komu þeir að áveituskurðinum, sem var ísi lagður. Þegar þeir komu að stóru eikinni, sem teygði miklar greinar í átt að dimmum himni, fundu þeir skarð í skjólbeltið og við þeim blasti allstór akur, sem enn var vaxinn kornstangastóði. Þeir stóðu litla stund kyrrir og horfðu yfir sviðið. Síðan, gekk Don Camillo nokkur skref áfram og kom þá að vafnings- viðarunnum umhverfis eikina. Hann greiddi flækjur hans sundur fálmandi höndum en fann ekkert. Svo sá hann allt í einu, að eitthvað var grafið á stofn eikarinnar, og þegar hann gáði betur að, kom í ljós, að þar stóð: Des. 27. 1942. Síðan kross og orðið Ítalía. Don Camillo horfði þögull á þetta litla stund en lét vafn- ingsviðarflækjuna síðan falla í fyrra leg. Hann vissi, að hér hvíldu bein ítalskra manna undir grasverði, þó að engir trékrossar vitnuðu um það. „Requiem aeternam dona eis, Domine, et lux perpectuus luceat eis ...“ Peppone hafði horft út yfir akurinn, en þegar hann heyrði þessi orð, sneri hann sér hvat- lega við. Honum varð þegar ljóst, að Don Camillo var að syngja sálumessu fyrir hinum dauðu. „Deus, cuius miseratione ani- mae fidelium ... Það hvein í kornstöngunum í storminum, og það var eins og undirspil þeirra orða, sem presturinn beindi til himins. „Sonur minn, hvar ert þú? kallaði Don Camillo hærra. Peppone minntist þá, að þetta var einmitt stórfyrirsögn úr dagblöðunum dag nokkurn á síðasta ári stríðsins, þegar sagt var frá falli ítalskra hermanna á þessum slóðum. „Sonur minn, hvar ert þú?“ Bordonny hraðaði verki sínu eftir mætti. Hann lagði þó vel við hlustir, því að hann bjóst þá og þegar við því, að ein- hver kæmi heiman úr þorpinu. Ekki leið heldur á löngu, áður en hann heyrði til mannaferða. Hann þeytti þá hornið. En þetta var ekki ekillinn eins og hann hafði óttazt, heldur einn hinna ítölsku gesta — náunginn með stóru eyrun. Hann gekk hægt, og þegar hann átti nokkur skref ófarin að vagninum, kall- aði Bordonny til hans. — Réttu mér nú hjálpar- hönd, kunningi. Tavan bóndi fór úr yfir- höfninni og lét ekki biðja sig hjálparinnar tvisvar. — Réttu mér skrúflykilinn þarna, sagði Bordonny. Að lítilli stundu liðinni birt- ust þeir Peppone og Don Cam- illo, og Tavan hélt, að þeir hefðu verið þarna nærstaddir. Þegar hlé varð, sneri Tavan sér að Don Camillo, þerraði oliu af höndum sér og sagði: — Félagi, mig langar til þess að segja nokkur orð við þig, ef þú mátt vera að því að hlusta á mig. Mér er ekkert að vanbúnaði, Framhald á bls. 36. 11 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.