Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 6
Maud Bertelsen ð DJÖRFLM LEIK Knattspyrna nýtur mikilla vinsælda hér sem annars staðar, enda þótt menn virðist yfirleitt koma óánægðir af vellinum að afloknum leik. Hvað um það. Það getur stundum komizt töluverður hiti í leikinn, eins og þessi mynd ber með sér. Hún er tekin í Heimsmeistarakeppninni 1958, sem fór fram í Svíþjóð, en þar sigraði Brazilía eins og menn muna. Sá, sem enn stendur, heitir Pelé, er frá Brazilíu og sagður nokkuð góður. Hinn, sem situr á vellinum og gætir þess að Pelé detti ekki, er sænskur en okkur er ekki kunnugt um nafn hans. Maud Bertelsen er eitt af ungu nöfnun- um í dönskum kvik- myndum í dag. Hún hefur vakið á sér at- hygli fyrir góðan leik og líklegt er, að við eigum eftir að sjá hana í mörgum mynd- um á komandi árum. Til þessa höfum við aðeins séð hana í einni mynd — Week end — sem Hafnarfjarðarbíó sýndi nú 1 vetur. Það er sagt, að hinn franski kvikmyndaleik- stjóri Rodger Vadim hafi áhuga fyrir þess- ari dönsku leikkonu og ennfremur, að hún hafi þegar fengið til- boð um hlutverk frá honum. Vadim er ekki alveg ókunnugur dönskum konum, því hann var, eins og menn muna, kvæntur Anette Ströyberg. Sagt er að Maud hafi áhuga fyrir þessu tilboði. Sennilega nýtur enginn jazzleikari jafn mikilla vinsælda og Louis Arm- strong, kallaður Satchmo. Hljómplötur hans hafa selzt í milljónum eintaka og það er slegizt um mið- ana að þeim hljómleik- um sem hann kemur fram á. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt, að hann væri væntanlegur hingað, en því miður hefur enn ekki orðið úr því. Hér fylgir mynd af Louis, eins og hann leit út árið 1924, þá ungur maður á leið upp á stjörnuhimininn. KAPPAKSTLR Kappakstur er víða erlendis mjög vinsæl íþrótt. Hér hefur hún lítið sem ekkert verið stunduð sem íþróttagrein þótt sumir hafi stundum lent í kapp- akstri við lögregluna sem er hættulegur leikur. En það er ekki heiglum hent að vera kappaksturs- maður og það hefur kostað margan ökumanninn lífið. Þessar myndir sem fylgja þessum línum sýna okk- ur eittv dauðaslysið á kappakstursbrautunum. ftalinn Noberto Bagnalasca missti eitt augnablik stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn valt og Noberto beið bana. i-. •'>--•••-•••; 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.