Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 36
TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER gulish LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ la j LJ 'rf/ £*rure 0 D dI 01 U D n J □ 1 ánægju af að fá börn eða full- orðna til að leika sér. Það var Vilmundur Jónsson landlæknir sem beitti sér fyrir því að hælið í Kópavogi var reist. Hann valdi því stað á ein- um fegursta blettinum í grennd við Reykjavík. Eftirrennari hans í landlæknisembætti, di’. Sigurður Sigurðsson hefur alla tíð sýnt starfsemi hælisins sérstakan áhuga og lagt því allt það lið er hann má. Og fleiri hafa sýnt þessari stofnun vel- vild og gengið fram í að gera vistfólkinu sem bezt við hæfi, þau hjónin segja mér að Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna hafi allt frá upphafi lagt sig allan fram og nefna til dæmis áhuga hans á trjárækt og gróðri sem setur svip á hælið. Og síðast en ekki sízt ber að nefna Styrktarfélagið sem styrkir starfsemina á alla lund og gerir vistmönnunum allt til ánægju og yndisauka sem hægt er. Það var alrokkið þegar við kvöddum hin ágætu hjón, Ragnhildi Ingibergsdóttur og Björn Gestsson. Þau hafa stundað langt nám og strangt í því skyni að búa sig undir lífsstarf sitt, þau lögðu hikandi út á þá braut en iðrast þess ekki nú. Það er hlutverk þeirra að kveikja ljós í rökkvuðum sálum, hver getur kosið sér betra hlutverk? Jökull Jakoksson. Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. K0RKIÐJ4IM H.F. Skúlagötu 57. — Sínu 23200. Kopavogshæli . . . skeið fyrir gæzlusystur. Störf systranna eru í því fólgin að annast og hjálpa þeim sem ekki hafa náð nægjanlegum greind- arþrcska til að sjá sér farborða í lífinu, þannig að líf þessa fólks geti orðið sem eðlilegast og ánægjulegast. Þær hjálpa þeim sem einhverja starfsgetu hafa til að nýia hana sem bezt, finna sér starfssvið, gera sitt gagn og verða eins nýtir þjóð- fálagsborgarar og þeir hafa hæfileika til. Þetta starf er ekki einvörð- ungu atvinna, það gerir kröf- ur. Nemandinn verður að skilja samferðafólk sitt, hafa ánægju af að hjálpa, vera umburðar- lyndur og þolinmóður, hafa 36 FÁLKINN Don Camillo . . . Framh. af bls. 11. sagði Don Camillo. — Sérfræð- ingarnir hafa þetta nú allt í hendi sinni, og við getum geng- ið afsíðis. Þeir viku sér spöl- korn frá. — Félagi, sagði Tavan bóndi hálfhikandi. — Ég hef heyrt þig segja margt, sem er satt og viturlegt. En ég get samt ekki fallizt á dóm þinn um alla smá- bændastéttina. í borgunum hljóta verkamenn að vinna saman. Þeir eru þar saman í hópum á miðju stjórnmála- sviðinu. Smábændurnir eru einangraðir, og þess vegna er ekki hægt að búast við jafn- mikilli samábyrgðarkennd hjá þeim. En margir þeirra eru samt mjög stéttvísir og leysa af hendi mikilvæga þjónustu við málstaðinn. Tavan var rjóður í andliti og dapurlegur á svip. — Ég veit vel, að þú ert traustur flokksmaður, félagi, sagði Don Camillo. — Ég hef ef til vill verið heldur harð- orður. Ég ætlaði þó ekki að særa stéttarmetnað þinn. — Það er alveg rétt,.að smá- bændastéttin sem heild er alveg eins og þú lýsir henni, sagði Tavan bóndi. — En hún er á framfaraleið. Þetta er að breyt- ast. Það er gamla fólkið, sem heldur aftur af henni, og í okkar landi er vald gamla fólksins mikið, og það er erfitt að brjóta það vald af sér. Flokkurinn veit, hvað gera skal, en gamla fólkið hefur samt víða tögl og hagldir enn. Það hlustar á röksemdir okkar og samsinnir þeim jafnvel en vinnur gegn þeim í hjarta sínu. — Félagi, ég er sjálfur úr smábændastétt og veit vel, hvernig málið er vaxið. Það, sem þú varst að segja, er ein- mitt smábændavandamálið í hnotskurn. Þetta er einmitt ástæðan til þess, að við verð- um að auka áróður okkar og breyta honum. Þeir gengu saman um stund án þess að mælast við. — Félagi, sagði Tavan bóndi síðan eftir þögnina. — Ég, kona mín og börn búum hjá föður mínum, sem er sjötíu og fimm ára gamall, og móður minni sem er sjötíu og þriggja. Ætt okkar hefur búið á sömu jörð öldum saman. Foreldrar mínir fara ekki inn í þorpið nema einu sinni eða tvisvar á ári, og þau hafa ekki komið til stór- borgarinnar nema einu sinni á ævinni. Hvernig ætti ég að fara að því að breyta lífsháttum þeirra og hugmyndum eftir allt sem gerzt hefur. Don Camillo horfði spyrj- andi á hann. — Félagi, ef eitthvað þjakar hug þinn, er gott að létta á hjartanu. Þér er óhætt að tala við mig eins og bróður en ekki flokksmann. Tavan bóndi hristi höfuðið. — Einu sinni átti ég bróður, sem var fimm árum yngri en ég, sagði hann. — Hann féll í stríðinu. Föður mínum tókst að sætta sig við missinn, en móð- ur minni ekki. Þegar hún fékk að vita, að ég væri að fara til Rússlands, hafði hún enga stjórn á sér lengur, og ég varð að heita henni því að reyna að verða við ákveðinni ósk. — Hvar féll bróðir þinn? spurði Don Camillo. — Hann féll einmitt á þess- um slóðum, sagði Tavan, — í stórorrustunni, sem hér var háð um jólaleytið 1942. Honum létti augsýnilega við það að opna hug sinn. — Móðir mín lét mig heita sér því að reyna að finna kross þann, sem reist- ur hefði verið við gröf hans eins og annarra fallinna her- manna og kveikja á þessu framan við krossinn. Tavan tók fórnarkertin upp úr vasa sínum. — Ég skil þig, félagi, sagði Don Camillo vinsamlega. — En geturðu gert þér nokkra von um að finna gröf hans? Tavan dró fölnaða ljósmynd upp úr vasa sínum. — Hér á hún að sjást, sagði hann. — Móðir mín fékk þessa mynd hjá sveitarforingjanum. Þarna á að vera kross með nafni bróður míns, og á baki myndarinnar er nafn á þorpi því, sem næst er staðnum, og þar er líka uppdráttur af hér- aðinu. Don Camillo sneri myndinni við og skoðaði bak hennar vandlega, en síðan rétti hann Tavan myndina aftur. — Eins og þú sérð, félagi, er þessi staður einmitt á þessum slóðum, og ég verð að reyna að finna hann. En hvernig á ég að fara að því? Ég get ekki spurt fólk um þetta. Þeir voru komnir spölkorn á sömu leið og Peppone og Don Camillo höfðu áður gengið til eikurinnar, og nú var skammt að skurðinum. Þessi stóra, gamla eik var einmitt mei’kt á landakortið aftan á myndinni. — Við skulum hraða för okkar, sagði Don Camillo. Er að skurðinum kom, nam hann staðar. — Hér er vagnslóðin, og þarna er gamla eikin við runnabeltið á hinum bakka skurðsins. Þeir gengu enn stuttan spöl, og þegar þeir komu að eikinni, opnaðist svið- ið, og kornstangaakui'inn blasti við. — Hér er bróðir þinn graf- inn, sagði Don Camillo. Hann lyfti vafningsviðar- flækjunni frá eikarstofninum og sýndi Tavan það, sem þar var letrað. Tavan bóndi leit síðan yfir akurinn, og höndin, sem hélt á fórnarkertinu, skalf. Don Camillo gekk nokkur skref út á akurinn, laut niður og gróf litla holu í moldina með spýtu. Tavan skildi þegar, hvað fyrir honum vakti, lét kertið í holuna og kveikti á því, Log- inn flökti í golunni en lifnaði þó. Tavan reis hægt á fætur, tók ofan húfu sína og hóf augu til himins. Don Camillo tók upp vasahníf sinn og skar með honum ofurlítinn jarðköggul með þrem grönnum kornstöng- um. Hann lét þennan litla moldarhnausa i alúminíbikar- inn, er hann bar jafnan á sér í Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.