Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Page 28

Fálkinn - 04.01.1965, Page 28
,Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræðingur Helena Rubinstein selur h&t á landi hinar dásamlegu snyrtivörur sinar. Helena Rubinstein lætufr ■ sér svo annt um feguröina að hún hefir helgað lif sitt rannsóknum & húðinni og notkun fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helena Rubinstein. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður A — Baðvökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlits- sápa — Hreinsikrem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki- krempúður og varalitur. HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. april: Þessi vika býður upp á tækifæri til að koma fjármálunum í betra horf. 6 janúar ætti að geta orðið þér heilladagur, sem gæti falið í sér viðurkenningu fyrir vel unnin störf eða launahækkun. Varastu alla árekst£a seinni hluta vikunnar. NautiÖ, 21. apríl—21. maí: Persónuleg áhrif þín eru undir hagstæð- um áhrifum. Gerðu þitt til að vinna að Þeim, svo útkoman verði sem hagstæðust. Forðastu of dýrar skemmtanir, þær yrðu þér jnfcira til vonbrigða en ánægju. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Það er ríkjandi nokkur spenna innan heimilisins, þótt þú hafir nú nokkra hvíld frá þrasi vegna sameiginlegra fjármála. Þó er miðvikudagurinn tilvalinn til að reyna að jafna málin. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Þú ættir að vera sem minnst á ferðinni i vikulokin. Notaðu heldur timann til að líta í þær bækur, sem þér hafa borizt í hendur yfir jóiin. Vinir þínir og kunningjar munu heimsækja þig. LjóniO, 2k. íúlí—23. ágúst: Það er ekki virðingu þinni samboðið að standa í þrasi út af peningum. Þú hefur nú gott tækifæri til að styrkja stöðu þina og vinna þér álit yfirmanna þinna, Það gæti haft í för með sér auknar tekjur. Meyjan, 2k. áqúst—23. seyt.: Þú ættir að létta þér eitthvað upp um helgina, þér veitir ekki af að reyna að gleyma um stundarsakir áhyggjum og amstri. Fjölskyldan getur reynzt þér nokk- uð erfið. Voqíu, 21/. sept.—23. okt.: Þú ættir ekki að vera mikið í umferð- inni, en haida þig heima við og taka lífinu með ró. Loitastu við að auka öryggiskennd fjölskyldunnar. Sérstaklega er hagstætt að sinna sameiginlegum fjármálum. Drekinn, 21/. okt.—22. nóv.: Þér er ekki ráðlegt að taka neinar áhætt- ur eins og er, eða skrifa undir skuldbind- ingar. Miðvikudagurinn ætti að geta orðið ánægjulegur og þá helzt í sambandi við stutt ferðalag. Boc/amaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Þótt persónuleg vandamál þín séu þér erfið viðureignar, máttu ekki láta þess verða of mikið vart meðal yfirmanna þinna. Samstarfsmenn þínir gætu orðið þér hjálp- legir með margt, sem aukið gæti virðingu þina. Steinf/eitin, 22. áes.—20. janúar: Þú verður ekki fyrir vonbrigðum, ef þú ferð út að skemmta þér í vikunni, því þú munt vekja sérstaka eftirtekt, en það getur aftur á móti bakað þér nokkra öfund. Ferðalög eru ekki hagstæð. Vatnsberinn, 20. janúar—19. fébrúar: Hafir þú tengt of miklar vonir við heppni þína í fjármálum er hætt við að þú verðir nokkuð vonsvikinn með gang mála í vik- unni. Þú gætir jafnvel orðið fyrir tapi. Fjölskylda þín getur orðið þér hjálpleg, ef illa fer. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þú átt í nokkrum erfiðleikum með að halda vinsældum þínum. Árekstrar við maka eða félaga bæta það ekki. Smáferð mundi draga nokkuð úr spennunni, en ætl- astu ekki til of mikíls af öðrum. >

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.