Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 26
Agfa RAPID ii m allan lieim — Agfa Agfa RAPID um allan heim » Ag2a Sigurlaug Knudsen, hélt, að þarna væru vitlausir menn á ferðinni. En ég gat ekki til þess hugsað að missa af skip- inu og þingskriftunum það ár- ið, svo að ég vildi allt til vinna að komast nógu snemma til Blönduóss. Enda tókst það, og mér létti ekki lítið, þegar við lögðum af stað til Reykjavík- ur.“ Erfiður sprettur fyrstu vikurnar „Hvernig féll þér svo starf- ið, þegar til kom?“ „Ég hafði mikla ánægju af því, og ég vann sem þingskrif- ari næstum öll þingin til ársins 1952, þegar farið var að taka ræðurnar upp á segulband. Það var erfiður sprettur fyrstu vik- urnar 1924, því að þá var ég ekki búinn að ná nægum hraða til að skrifa orðrétt eftir ræðu- mönnunum, heldur varð ég að leggja sumt á minnið og bæta því inn í á eftir. Ég var reynd- ar eini þingskrifarinn, sem not- aði hraðritun á þeim tíma, og það var ekki laust við, að sum- ir hinna litu mig hornauga í byrjun, en þeir komust þó seinna að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki svo vitlaust, þegar á allt væri litið, og nokkr- ir þeirra sögðu í viðurkenning- arskyni: ,Já, það er auðséð, að það er líka hægt að ná þessu með hraðritun‘!“ „Hvað voru þingskrifararnir margir?" „Fjórtán alls, tveir og tveir í senn. Við tókum kaflana á víxl, unnum hálftíma í einu með hvíldum á milli. En það tók líka sinn tíma að hrein- skrifa þetta á eftir — að jafn- aði fóru fjórar klukkustundir í að hreinskrifa hálftíma hrað- ritun. í þá daga voru fundar- höld miklu stífari en nú, ræðu- tíminn var ótakmarkaður, og stöðugt lengdist þingtíminn. En smátt og smátt fjölgaði hrað- riturunum, sem langflestir voru. nemendur mínir.“ Skriíaði öfugt aí gamni sínu „Var ekki misjafnlega gott að skrifa eftir ræðumönnun- um?“ „Jú, ekki skal ég neita því. Jón Þorláksson tók alltaf sér- stakt tillit til skrifaranna, þagnaði meira að segja og beið, meðan við skiptum um sæ'ti á hálftíma fresti í efri deild. Ég minnist Benedikts Sveinssonar, Ólafs og Thors Thors, Péturs Ottesen o. fl. sem ágætra mælskumanna, en hraðast af öllum töluðu þeir Erlendur Þor- steinsson og Einar Olgeirsson —Einar fer upp í 210 orð á mínútu, þegar honum liggur mikið á hjarta. Það verður taugaspenna að hraðrita til lengdar á mesta hraða, en ef talað er hóflega, þá veldur það engum óþægindum. Ég vandist smám saman á að skrifa hrað- ar, og brátt þurfti ég ekkert að leggja á minnið, heldur hrað- ritaði ég orðrétt án teljandi fyrirhafnar, ef skikkanlega var talað. Stundum lék ég mér að því að skrifa öfugt, þegar ræð- urnar voru hægt fluttar, en ég man eftir einu sinni, að fram í greip einn af andstæðingum ræðumanns, sem hafði farið sér hægt í flutningi, og brigzlaði honum um illar hvatir — þá hitnaði háttvirtum þingmannin- um í hamsi, og hraðinn jókst snögglega og mikið . . þá var ég fljótur á mér að snúa blokkinni aftur við!“ „Hvaða þingmenn eru þér minnisstæðastir frá þessum ár- um?“ „Þeir ei’u nú margir, ekki sízt þessir af gamla skólanum. Ég hafði gaman af Þórarni á Hjaltabakka, þegar hann komst á fulla fei’ð — hann hikaði ekki við að segja meiningu sína, ef honum mislíkaði eitt- hvað, hvort sem 1 hlut áttu and- stæðingar eða samherjar. Ég hef séð marga ráðherra koma og fara; Ólafur Thors breytti aldrei um svip, hvort sem hann falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.