Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 17
HroIEvekjandi smásaga eftir ÓLAF TYNES JÓNSSON bitur Jóhann hlustaði ánægður á jafnt malandi hljóðið í flug- vélarhreyflinum, um leið og hann leit annarshugar yfir mælaborðið og bjó vélina undir flugtak. „Bjarni, Alfreð, Davíð,“ til- kynnti hann í talstöðina. „Til- búinn á brautarenda." Flug- turninn gaf leyfi til flugtaks, og skömmu síðar renndi litla Piper Cub vélin sér eftir flug- brautinni og tókst mjúklega á loft. í flugturninum hallaði veðurfræðingurinn sér að að- stoðarmanni sínum og sagði spyrjandi: „Er þetta ekki Jó- hann?“ Hinn kinkaði kolli. „Hann hefur taugar 1 lagi. Það eru ekki nema 3 dagar síðan slysið varð.“ Hinn kinkaði aftur kolli og horfði á eftir vél- inni sem var að hverfa í suður- átt. í flugvélinni var Jóhann einnig að hugsa um þetta slys. í hans augum var það reyndar ekkert slys, heldur morð. Morð að vandlega yfirlögðu ráði. Líf hans hafði verið ein vítis martröð síðan hann myrti blaðaljósmyndarann, og raun- ar mikið lengur. Afbrýðisemin hafði verið að gera hann brjál- aðan. Hann hafði lengi haft grun um að eitthvað væri milli þeirra Stínu og Arnórs, en aldrei haft neinar sannanir. og honum leið sífellt ver og ver. Vinnufélagar hans á skrif- stofunni voru farnir að hafa orð á taugaóstyrk hans, en hann svaraði þeim engu. Svo kom kvöldið, þegar hann hafði logið að Stínu að hann þyrfti út úr bænum, en hafði svo falið sig í húsagarði skammt frá sem Arnór leigði. Minningarnar frá því kvöldi voru þokukenndar en óendan- lega sárar. Hann hafði læðst á eftir henni upp á loftið, og hlustað við dyrnar. Hann hafði heyrt ástarorð, og hálfkæfðar stunur. Og þegar hann kíkti í skráargatið, sá hann að það var myrkur í herberginu. Seinna skildi hann ekki, hvers vegna hann brauzt ekki inn, og kyrkti þau í greip sinni. En hann reikaði út, sinnulaus af geðshræringu. Þegar svo bráði af honum, byrjaði hann að undirbúa morðið, þrunginn óslökkvandi hatri. Hann velti því fyrir sér, hvernig hann ætti helzt að drepa ljósmyndarann, en tæki- færið kom óvænt upp í hend- urnar á honum. Það strandaði togari við suðurströndina, og blaðið, sem Arnór starfaði við, ætlaði að senda hapn til þess að taka myndir, Arnór flaug sjálfur, en hann vantaði ein- hvern til að taka við meðan hann væri að mynda. Ein- falt. Jóhann bauðst strax til þess. Þeir fengu leigða flug- vél frá Þyt. Jóhann hafði sér- staklega beðið um Piper Cub, því að hurðinni á þeim er rennt aftur. Cubinn var ódýr- asta flugvél sem hægt var að fá, svo að Arnór samþykkti. „Þá getum við líka rerint hurð- inni til þess að taka myndir.“ Það tók þá um þrjú kortér að fljúga að strandstaðnum, en þar dró Jóhann úr hraðanum og lét vélina renna yfir skipið. Hann renndi hurðinni aftur, og Arnór hallaði sér út til að taka myndir. Öryggisbeltið hélt hon- um föstum í sætinu. Þegar hann var búinn að taka nóg, sagði Jóhann: „Við skulum hækka okkur, svo að þú getir tekið nokkrar yfirlitsmyndir yfir strandstaðinn." Arnór kinkaði kolli. Jóhann hækkaði vélina upp í 1500 fet, en þar hallaði hann henni. Arnór hall- aði sér út til þess að taka mynd- ir, en ekki eins mikið og áður, því að honum stóð stuggur af hæðinni. Jóhann'tók um stýris- stöngina með hægri hendi, og teygði sig eftir öryggisbeltia- spennunni með þeirri vinstri. Það þurfti ekki nema eitt hand- tak til að smella henni upp, og um leið snarvelti hann vél- inni yfir á hægri hlið. Hann heyrði Arnór reka upp skelfingaröskur um leið og hann steyptist út, og byrjaði að hlægja tryllingslega af æs- ingi, en þá kom svo snarpur kippur á vélina að hann var nærri búinn að missa stjórn á henni. Hann barðist við að rétta hana af, og tókst það. Leit út, og sá sér til skelfingar að Arn- ór hékk á annarri vængstoð- inni. „Nei, nei,“ æpti hann. Þetta var ekki mögulegt. Hann varð trylltur af ótta. Hann sá Arnór horfa á sig, og heyrði skelfing- arorg hans. „Hjálpaðu mér Jóhann, í guðanna bænum hjálpaðu mér.“ Hann leit æðislega í kringum sig, kom auga á rör- bút, þreif hann og hallaði sér út. Hann skorðaði stýrisstöng- ina milli hnjánna, og teygði sig svo í áttina til Arnórs. Ljósmyndarinn sá hvað hann ætlaðist fyrir, og öskur hans urðu sífellt skelfilegri, þar til Jóhanni tókst að berja í fing- ur hans. Þá missti hann takið, og féll með langdregnu veini, sem fjarlægðist smám saman. Jóhann var í svitabaði, en samt sigri hrósandi, þegar hann flaug heimleiðis, eftir að hafa farið einn hring yfir slysstaðn- um. Hann sá menn, sem staðið höfðu í fjörunni, hlaupa að hrúgaldi sem lá nokkru ofar, og hann rak enn upp tryllings- legan hlátur. Hann lézt hafa fengið tauga- áfall þegar lögreglan talaði við hann, og þeir voru mjög skiln- ingsríkir og þægilegir. „Vissi hann um einhverja ættingja?“ „Nei, hann hélt ekki að Arnór ætti neina hér í bænum." Svo Framh. á bls. 27. ivænt í Ijós. Eitthvað ókennilegt afl krafðist þess að hann flygi aftur... m ■ FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.