Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 04.01.1965, Blaðsíða 30
FJELAGS PRENTS MIÐJUNNAR SPÍTALASTÍG 10 — (VIÐ ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGS FYRIRVARA Sök bítur sekan Framhald af bls. 27. meira, brattara og brattara, og hreyfillinn tók að hiksta. Hann gerði það eina sem mögulegt var. Hann gaf hreyflinum allt það benzín sem hann gat brf .t, um leið og hann kallaði upp flugturninn, og sagði frá vandræðum sínum. Svo ham- aðist hann á stýrisstönginni af öllum mætti, en ekkert gekk. Það var eins og einhver héldi heljartaki um stjórnstöngina í aftara sætinu. Ofboðslegri hugsun skaut upp í huga hans, og á sama augnabliki fannst honum stjórnklefinn lýsast af daufri, grænleitri birtu. Og hann heyrði hlátur. Lágan, djöfullegan^hlátur. „Nei,“ stundi hann. „Guð minn góður, nei.“ „Nei hvað,“ spurði urgandi rödd fyrir aftan hann. „Viltu engan farþega í þetta skipti?“ Og aftur kvað við hlátur, djöfullegur og ógnandi. Jóhann var trylltur af skelf- ingu. „Miskunn,“ öskraði hann, „miskunn.“ Hann sneri sér við í sætinu, og sýnin sem hann sá, fékk blóðið til að frjósa í æðum hans. Víst þekkti hann þetta grænföla andlit, þó að það væri hroðalega útleikið. Ófreskjan hló þurrum, köld- um hlátri, og andardráttur hennar var hryglukenndur. „Ég er ekkert fagur útlits núna er það? Ég býst við að fæstir yrðu Það sem dyttu 1500 fet. Eða ætti ég kannski að segja sem væri KASTAÐ 1500 FET?“ Síðustu orðin voru öskruð heift- arlega. „Nei, nei,“ veinaði Jóhann. „Ég vissi það ekki. Guð veit ég hélt að þú værir að stela Stínu frá mér. Ég varð að drepa þig. Skilurðu ég varð.“ „Já, þú varðst að drepa mig,“ hvæsti óskapnaðurinn hásri, hatursfullri röddu. „Og þess vegna ætla ég nú að drepa þig-“ „Guð minn góður,“ æpti Jóhann, „hjálpaðu mér, hjálp- aðu mér.“ En beiðni hans var ekki svarað með öðru en köld- um hæðnishlátri. Hann greip talstöðina. „Hjálpið mér,“ grét hann, „þetta er Bjarni, Alfreð, Davíð, hjálpið mér. Hann ætlar að drepa mig.“ Mennirnir í flugturninum litu undrandi hvor á annan en svó greip flugumferðarstjórinn taltæki sitt. „Flugturninn kallar Bjarni, Alfreð, Davíð,“ svaraði hann, „hvað er að hjá þér. Skipti.“ Röddin sem barst í gegnum talstöðina var svo afskræmd og full ofboðslegrar skelfingar, að þeim rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Það er Hann,“ æpti röddin, „það er HANN. Hjálpið mér, hann drepur mig!“ „Bjarni, Alfreð, Davíð,“ kall- aði flugumferðarstjórinn og rödd hans skalf örlítið. „Reyndu að vera rólegur mað- ur, þú ert einn í vélinni. Ég endurtek, ÞÚ ERT EINN I VÉLINNI." „Nei,“ sagði röddin til baka. „HANN er hér líka. Hann er kominn til að drepa mig. Hann er búinn að opna hurðina, og er að losa af mér öryggisbeltið. Nei, nei, nei, hjálpið mér. Guð minn góður, hjálpið mér!“ Þetta endaði í tryllingslegu skelfingarorgi sem smám sam- an varð óskýrara, unz það heyrðist ekki lengur. „Bjarni, Alfreð, Davíð,“ hrópaði flugumferðarstjórinn. „Bjarni, Alfreð, Davíð, svarið mér.“ En engin rödd barst um ljósvakann. Þá rétti hann sig upp í stólnum, og gaf snöggar skipanir á báða bóga. Og innan skamms geystust öskrandi leitarvélar eftir flug- brautinni og hurfu út í myrkr- ið. Mennirnir í flugturninum sátu þögulir nokkra stund og horfðu hver á annan. „Þetta hefur verið of tnikið fyrir hann,“ sagði veðurfræðingur- inn að lokum. „Hann hefur steypt flugvélinni niður.“ Hin- ir voru efins. „Hvaða HANN var þetta?“ spurði loftsiglingafræðingur. Flugumferðarstjórinn yppti öxlum. „Líklega hefur hann orðið truflaður, og fundizt hann eiga sök á dauða ljós- myndarans. í æðinu hefur hann svo haldið sig sjá Arnór, og haldið að hann væri kominn til að drepa sig.“ „Hann var einn í flugvél- inni, var það ekki?“ spurði ungur, rauðhærður flugvirki, og klóraði sér vandræðalega í hnakkanum. Hinir kinkuðu kolli. Flugvirkinn hikaði. „Þið haldið ekki að þessi ljósmynd- ari HAFI í raun og veru...“ Hinir horfðu á hann skiln- ingsvana nokkra stund, en þá breiddist bros yfir andlit veðurfræðingsins. „Þú meinar hvort draugur- inn hafi virkilega drepið hann. Það held ég ekki. Ef dánir menn eru í slíkum hugleiðing- um, fara þeir niður. Svo að ég skil ekki hvernig hann hefði átt að komast upp í flugvélina til Jóhanns. Jóhann hefði held- ur aldrei hleypt honum inn.“ Hinir skellihlógu, en rauð- hærði flugvirkinn roðnaði og þagði. „Nei, góði minn,“ sagði flugumferðarstjórinn vingjarn- 30 lega, „það er ekki mjög líklegt að svo sé. Líklega hafa taug- arnar bilað. Honum hefur fundizt að hann sæi hinn dauða, og steypt svo vélinni í æði. Sannaðu til, að þegar þeir finna flakið, verður ekki nema eitt lík í því.“ Hinir hlógu. Nóttin leið, og þeir biðu og biðu. Undir morgun var til- kynnt að ein flugvélin hefði séð einhverja þúst á Landeyja- sandi, og ætlaði að lenda til þess að athuga þetta nánar. Hinir höfðu snúið við eftir meira benzíni, í þriðja eða fjórða skipti. Síminn hringdi og flugum- ferðarstjórinn svaraði: „Það er Stjáni,“ sagði hann við hina eftir nokkra stund. „Hann er búinn að finna líkið.“ „Já, halló, halló, hvað seg- irðu, Stjáni?" „Bara líkið,“ tautaði veður- fræðingurinn. „Hann hefur þá stokkið út.“ Flugumferðarstjórinn talaði dálítið lengur í símann. Þegar hann lagði á sneri hann sér þögull að hinum, og horfði á þá stundarkorn. Svipur hans var undarlegur, og röddin ann- arleg þegar hann sagði loks: „Stjáni fann líkið af Jóhanni. Hann sagði að það liti hroða- lega út. Eins og hann hefði hrapað úr mörg þúsund feta hæð.“ „En flakið?“ spurði veður- fræðingurinn, „eru þeir búnir að finna flakið?“ Flugumferðarstjórinn hikaði, og það var holur hljómur í rödd hans þegar hann svaraði; „Það... var ekkert flak. Hann fann flugvélina á túni skammt frá. Henni hafði verið lent þar. Hún ... hún var al- gerlega óskemmd." Tom Jones . . . Framhald af bls. 13. þvínæst fór hann úr frakkan- um og sveipaði honum utan um Molly, setti hatt sinn á höfuð henni, þerraði blóðið með vasa- klút eftir beztu getu af andliti hennar og kallaði til sveins síns að hann skyldi ríða heim sem skjótast og sækja hest undir kvensöðli. Blifil ungi hreyfði mótmælum; kvað þeim naumast óhætt, er sveinninn væri farinn, en Tom Jones endurtók skipunina og þorði sveinninn þá ekki annað en að hlýða. Sveinninn var fljótur í ferð- um. Tom Jones lyfti Molly í söðulinn og teymdi undir henni FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.